Mótmælendur myrtu sextán ára dreng hrottalega Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 11:53 Frá mótmælum á Tahrir-torgi í gær. AP/Khalid Mohammed Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur. Írak Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur.
Írak Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira