Einkabíllinn er dauður Sævar Þór Jónsson skrifar 13. desember 2019 14:15 Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Sævar Þór Jónsson Umhverfismál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar