Dæmdur í fangelsi fyrir að dreifa myndum af fyrrverandi í kynlífsathöfn og hóta henni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 16:14 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/EgillA Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi, hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni með því að hafa sunnudag nokkurn í febrúar 2016 sent foreldrum, systur eiginkonunnar og fleirum mynd af eiginkonunni í kynlífsathöfn. Skilaboðin voru send í gegn Messenger á Facebook en þau fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum yrði dreift víðar. Hótaði maðurinn að birta myndirnar og myndböndin á Facebook-síðu sinni eða senda þær til fjölskyldu viðtakenda. Sama dag og með sama hætti sendi hann nýjum unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. Héraðsdómur Reykjavíkur og nú Landsréttur komust að þeirri niðurstöðu að með háttsemi sinni hefði karlmaðurinn sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína. Karlmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Hann hefur hlotið dóma fyrir ofbeldi og umferðarlagabrot. Til þess var tekið að langur tími leið frá því að karlmaðurinn framdi brot sín og þar til ákæra var gefin út eða nítján mánuðir þótt rannsókn hefði tekið skamma stund. Var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og til að greiða eiginkonunni fyrrverandi 700 þúsund krónur í bætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi, hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni með því að hafa sunnudag nokkurn í febrúar 2016 sent foreldrum, systur eiginkonunnar og fleirum mynd af eiginkonunni í kynlífsathöfn. Skilaboðin voru send í gegn Messenger á Facebook en þau fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum yrði dreift víðar. Hótaði maðurinn að birta myndirnar og myndböndin á Facebook-síðu sinni eða senda þær til fjölskyldu viðtakenda. Sama dag og með sama hætti sendi hann nýjum unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. Héraðsdómur Reykjavíkur og nú Landsréttur komust að þeirri niðurstöðu að með háttsemi sinni hefði karlmaðurinn sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína. Karlmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Hann hefur hlotið dóma fyrir ofbeldi og umferðarlagabrot. Til þess var tekið að langur tími leið frá því að karlmaðurinn framdi brot sín og þar til ákæra var gefin út eða nítján mánuðir þótt rannsókn hefði tekið skamma stund. Var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og til að greiða eiginkonunni fyrrverandi 700 þúsund krónur í bætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira