Lýðræðið á sveitarstjórnarstiginu Tómas Ellert Tómasson skrifar 14. desember 2019 08:00 Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun