Fimm manna fjölskyldu bjargað eftir rafmagnslausan sólarhring: „Þið eruð að koma með okkur“ Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 23:16 Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal. Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal.
Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira