„Það var fínt að fá einn af þessum sjö meiddu inn í hópinn fyrir næsta leik á móti Haukum. Og ætli við verðum ekki fyrsta liðið sem vinnur þá.“
Þetta sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið við Aftureldingu, 30-30, um síðustu helgi.
Rúnar reyndist sannspár því í dag vann Stjarnan Hauka, 31-24, í 14. umferð Olís-deildar karla og þeirri síðustu fyrir jól.
Stjarnan varð þar með fyrsta liðið til að vinna Hauka á þessu tímabili. Í fyrstu 13 deildarleikjum sínum í vetur unnu Haukar tíu sigra og gerðu þrjú jafntefli.
Þetta var jafnframt aðeins annað deildartap Hauka á árinu 2019. Hitt tapið kom gegn Val í lokaumferðinni á síðasta tímabili. Sá leikur hafði enga þýðingu fyrir Hauka sem voru þegar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.
Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Stjarnan verið í sókn að undanförnu. Stjörnumenn hafa fengið fimm stig af sex mögulegum í síðustu þremur leikjum sínum og eru komnir upp í 8. sæti deildarinnar.
Spádómur Rúnars rættist

Tengdar fréttir

Rúnar: Vissum að þetta væri hægt
Þjálfari Stjörnunnar var sáttur eftir sigurinn á toppliði Hauka.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 31-24 | Stjörnumenn fyrstir til að vinna Hauka
Stjarnan varð fyrsta liðið til að vinna Hauka í vetur.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 30-30 | Þorsteinn Gauti tryggði Mosfellingum stig
Afturelding og Stjarnan deildu með sér stigunum eftir hörkuleik í Mosfellsbænum.