Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 15:19 Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Kristín Gestsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Isavia, Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs og viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, og Carl Dainter, yfirmaður flugmála hjá Mace. Isavia Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, undirrituðu samning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag, m.a. að viðstöddum Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mace hefur umfangsmikla reynslu af stórframkvæmdum við flugvelli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flugvelli í London, Schipol-flugvelli í Amsterdam og flugvöllunum í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Sydney að því er segir í tilkynningu frá Isavia. „Í ljósi mikilvægis þess að sækja hæfan samstarfsaðila í þau stóru verkefni sem framundan eru á Keflavíkurflugvelli var farið í ítarlegt og afar vandað valferli sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Gerð var krafa um yfirgripsmikla þekkingu og reynslu bjóðenda hvað varðar sambærileg verkefni á stórum alþjóðlegum millilandaflugvöllum. Þá var gerð krafa um að bjóðendur yrðu á líftíma samningsins í samstarfi við innlendan aðila og í tilfelli Mace þá valdi félagið verkfræðistofuna Verkís til samstarfs. Á endanum stóð valið milli þriggja alþjóðlegra bjóðenda sem allir uppfylltu hæfið, en eins og fram hefur komið þá varð Mace, í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, fyrir valinu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstarstjóri hjá Mace.Isavia Mace mun annast verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna komandi framkvæmda við m.a. byggingu austurálmu sem er nýr landgangur til austurs og byggingu á nýrri flugstöðvarbyggingu. Þá mun félagið einnig veita ráðgjöf við aðrar framkvæmdir Isavia á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal við tengibyggingu vegna breikkunar á landgangi milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar. Fyrsta verkefni félagsins verður að veita ráðgjöf við tengibygginguna, en ráðgert er að framkvæmdir við hana muni hefjast á næsta ári. „Enn er talsvert í að framkvæmdir við austurálmu og nýja flugstöð geti hafist enda kalla framkvæmdir af þeirri stærðargráðu á nokkurra ára undirbúningsvinnu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir samninginn lykilskref í átt að þeim miklu framkvæmdum sem nauðsynlegt sé að ráðast í á flugvellinum til að viðhalda og fjölga flugtengingum til og frá Íslandi „Við hjá Isavia höfum lagt í mikla vinnu við að velja öflugan samstarfsaðila til að leiða þetta mikilvæga verkefni og það hefur mikla þýðingu fyrir Isavia að fá þekkingu og reynslu Mace að borðinu,“ segir Sveinbjörn. Jason Millett, rekstrarstjóri Mace, segist himinlifandi yfir tækifæri Mace til að leiða verkefnaumsjón og verkeftirlit yfir þeim framkvæmdum sem framundan séu á Keflavíkurflugvelli. „Við fáum hér tækifæri til að vera hluti af miklu umbreytingarverkefni þar sem sú sérfræðiþekking sem við höfum aflað okkur um allan heim kemur að góðum notum við að byggja upp flugvöll, í samstarfi við Isavia, sem styður við vöxt og tækifæri fyrir gjörvallt Ísland.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, undirrituðu samning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag, m.a. að viðstöddum Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mace hefur umfangsmikla reynslu af stórframkvæmdum við flugvelli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flugvelli í London, Schipol-flugvelli í Amsterdam og flugvöllunum í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Sydney að því er segir í tilkynningu frá Isavia. „Í ljósi mikilvægis þess að sækja hæfan samstarfsaðila í þau stóru verkefni sem framundan eru á Keflavíkurflugvelli var farið í ítarlegt og afar vandað valferli sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Gerð var krafa um yfirgripsmikla þekkingu og reynslu bjóðenda hvað varðar sambærileg verkefni á stórum alþjóðlegum millilandaflugvöllum. Þá var gerð krafa um að bjóðendur yrðu á líftíma samningsins í samstarfi við innlendan aðila og í tilfelli Mace þá valdi félagið verkfræðistofuna Verkís til samstarfs. Á endanum stóð valið milli þriggja alþjóðlegra bjóðenda sem allir uppfylltu hæfið, en eins og fram hefur komið þá varð Mace, í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, fyrir valinu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstarstjóri hjá Mace.Isavia Mace mun annast verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna komandi framkvæmda við m.a. byggingu austurálmu sem er nýr landgangur til austurs og byggingu á nýrri flugstöðvarbyggingu. Þá mun félagið einnig veita ráðgjöf við aðrar framkvæmdir Isavia á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal við tengibyggingu vegna breikkunar á landgangi milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar. Fyrsta verkefni félagsins verður að veita ráðgjöf við tengibygginguna, en ráðgert er að framkvæmdir við hana muni hefjast á næsta ári. „Enn er talsvert í að framkvæmdir við austurálmu og nýja flugstöð geti hafist enda kalla framkvæmdir af þeirri stærðargráðu á nokkurra ára undirbúningsvinnu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir samninginn lykilskref í átt að þeim miklu framkvæmdum sem nauðsynlegt sé að ráðast í á flugvellinum til að viðhalda og fjölga flugtengingum til og frá Íslandi „Við hjá Isavia höfum lagt í mikla vinnu við að velja öflugan samstarfsaðila til að leiða þetta mikilvæga verkefni og það hefur mikla þýðingu fyrir Isavia að fá þekkingu og reynslu Mace að borðinu,“ segir Sveinbjörn. Jason Millett, rekstrarstjóri Mace, segist himinlifandi yfir tækifæri Mace til að leiða verkefnaumsjón og verkeftirlit yfir þeim framkvæmdum sem framundan séu á Keflavíkurflugvelli. „Við fáum hér tækifæri til að vera hluti af miklu umbreytingarverkefni þar sem sú sérfræðiþekking sem við höfum aflað okkur um allan heim kemur að góðum notum við að byggja upp flugvöll, í samstarfi við Isavia, sem styður við vöxt og tækifæri fyrir gjörvallt Ísland.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira