Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 19:27 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
„Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39