Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2019 22:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Mynd/Vilhelm. Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó viðbúið því að vélarnar nýtist ekkert í sumaráætlun félagsins. Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði um 3,3 prósent í dag eftir nýjustu fréttir af Möxunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú sætt flugbanni um allan heim í níu mánuði. Icelandair fékk þó undanþágu í október til að forða sínum vélum frá íslenskum vetri með því að fljúga þeim til Spánar. Fimm Boeing MAX-þotur Icelandair eru í vetrargeymslu á flugvelli í Katalóniu á Spáni.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson, Icelandair. Ákvörðun Boeing-verksmiðjanna í gær um að stöðva tímabundið framleiðslu þeirra í næsta mánuði hefur enn aukið á óvissu um endurkomu þeirra. Icelandair brást við með tilkynningu í dag um að félagið búist ekki við þeim fyrr en í maí en sé jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. -Þannig að þið búið ykkur allt eins undir það að Maxarnir komi hreinlega ekkert í sumaráætlunina? „Nei, við gerum fastlega ráð fyrir því að vélarnar verði farnar að fljúga hjá okkur í síðasta lagi í maí, - jafnvel fyrr,“ svarar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „En samt sem áður verðum við að undirbúa okkur fyrir aðrar sviðsmyndir líka. Þannig að við gerum það. En við teljum að vélarnar verði farnar að fljúga í maí í síðasta lagi og jafnvel fyrr, eins og ég sagði áðan.“ Boeing MAX-vél Icelandair tekst á loft frá Keflavíkurflugvelli í október á leið í ferjuflug til Spánar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Til að mæta fjarveru Maxanna hefur Icelandair leigt tvær Boeing 737-800 NG og gerir ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. En geta flugmenn Icelandair farið beint yfir á þær eða þurfa þeir sérstaka þjálfun? „Þeir þurfa einhverja þjálfun. En við gerum ráð fyrir að okkar áhafnir séu að fljúga þessum vélum, sem er mjög gott. En það þarf einhverja þjálfun.“ Icelandair hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur vegna kyrrsetningarinnar. „Við höfum þegar fengið ákveðinn hluta tjónsins bætt og erum áfram í viðræðum við Boeing um að fá í raun allt bætt. Og við verðum að sjá hvernig það fer. En það er okkar markmið að fá tjónið bætt frá flugvélaframleiðandanum,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. 17. desember 2019 10:10 Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó viðbúið því að vélarnar nýtist ekkert í sumaráætlun félagsins. Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði um 3,3 prósent í dag eftir nýjustu fréttir af Möxunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú sætt flugbanni um allan heim í níu mánuði. Icelandair fékk þó undanþágu í október til að forða sínum vélum frá íslenskum vetri með því að fljúga þeim til Spánar. Fimm Boeing MAX-þotur Icelandair eru í vetrargeymslu á flugvelli í Katalóniu á Spáni.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson, Icelandair. Ákvörðun Boeing-verksmiðjanna í gær um að stöðva tímabundið framleiðslu þeirra í næsta mánuði hefur enn aukið á óvissu um endurkomu þeirra. Icelandair brást við með tilkynningu í dag um að félagið búist ekki við þeim fyrr en í maí en sé jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. -Þannig að þið búið ykkur allt eins undir það að Maxarnir komi hreinlega ekkert í sumaráætlunina? „Nei, við gerum fastlega ráð fyrir því að vélarnar verði farnar að fljúga hjá okkur í síðasta lagi í maí, - jafnvel fyrr,“ svarar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „En samt sem áður verðum við að undirbúa okkur fyrir aðrar sviðsmyndir líka. Þannig að við gerum það. En við teljum að vélarnar verði farnar að fljúga í maí í síðasta lagi og jafnvel fyrr, eins og ég sagði áðan.“ Boeing MAX-vél Icelandair tekst á loft frá Keflavíkurflugvelli í október á leið í ferjuflug til Spánar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Til að mæta fjarveru Maxanna hefur Icelandair leigt tvær Boeing 737-800 NG og gerir ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. En geta flugmenn Icelandair farið beint yfir á þær eða þurfa þeir sérstaka þjálfun? „Þeir þurfa einhverja þjálfun. En við gerum ráð fyrir að okkar áhafnir séu að fljúga þessum vélum, sem er mjög gott. En það þarf einhverja þjálfun.“ Icelandair hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur vegna kyrrsetningarinnar. „Við höfum þegar fengið ákveðinn hluta tjónsins bætt og erum áfram í viðræðum við Boeing um að fá í raun allt bætt. Og við verðum að sjá hvernig það fer. En það er okkar markmið að fá tjónið bætt frá flugvélaframleiðandanum,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. 17. desember 2019 10:10 Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. 17. desember 2019 10:10
Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16
Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39