Ólýsanlega þakklát fyrir óeigingjarnt starf viðbragðsaðila Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2019 08:00 Mörg hundruð manns komu að björgunaraðgerðum í Núpá í liðinni. Leif Magnús Grétarsson lést er hann féll í ána. Aðstandendur Leifs Magnúsar Grétarssonar Thisland á Íslandi og í Noregi senda björgunar- og viðbragðsaðilum þakkir í dagblöðunum tveimur, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu, í dag. Leif Magnús lést í liðinni viku eftir að hann féll í Núpá í Sölvadal. Aðstandendur hans segjast ólýsanlega þakklát fyrir óeigingjarnt starf björgunarsveita, lögreglu, Landhelgisgæslunnar og annarra viðbragðsaðila sem komu að aðgerðum við afar erfiðar aðstæður við Núpá. Þakkarorðin má lesa hér fyrir neðan:Í síðustu viku gerðist sá sorglegi atburður að drengurinn okkar Leif Magnús Grétarsson Thisland lést af slysförum þegar hann féll í Núpá í Sölvadal. Í þeirri miklu sorg sem slysinu fylgdi fyrir fjölskyldu og vini Leif Magnúsar vorum við ólýsanlega þakklát fyrir óeigingjarnt starf björgunarsveita, lögreglu, Landhelgisgæslunnar og annarra viðbragðsaðila sem komu að björgunaraðgerðum við afar erfiðar aðstæður við Núpá. Þarna fundum við fyrst á eigin skinni hve mikilvægt starf björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er, en það skiptir sköpum fyrir okkur öll þegar veður gerast vá¬lynd og aðstæður verða nánast óviðráðanlegar.Við upplifðum faglega og fumlausa framkomu viðbragðsaðila í öllum samskiptum við okkur aðstandendur Leif Magnúsar og var mikla nærgætni að finna við allar tilkynningar og upplýsingagjöf í kjölfar slyssins. Þetta veitti okkur styrk og vissu fyrir því að verið var að gera allt sem í mannlegu valdi stóð til að koma dregnum okkar til bjargar.Við erum þakklát ykkur öllum. Við biðjum ykkur Guðs blessunar og gleðilegra jóla. Fyrir hönd fjölskyldna Leifs í Noregi og á Íslandi.Grétar Már Óskarsson,Óskar Pétur Friðriksson,Torfhildur Helgadóttir,Valgerður Erla Óskarsdóttir,Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson. Eyjafjarðarsveit Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus Það er óhætt að segja að sorg ríki í Vestmannaeyjum eftir að Leif Magnus Grétarsson Thisland fannst látinn í Núpá í Sölvadal þar sem slys varð á miðvikudagskvöld hvar Leif var við vinnu. 13. desember 2019 22:52 Enn leitað að piltinum sem féll í Núpá: „Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu“ Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. 12. desember 2019 19:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Aðstandendur Leifs Magnúsar Grétarssonar Thisland á Íslandi og í Noregi senda björgunar- og viðbragðsaðilum þakkir í dagblöðunum tveimur, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu, í dag. Leif Magnús lést í liðinni viku eftir að hann féll í Núpá í Sölvadal. Aðstandendur hans segjast ólýsanlega þakklát fyrir óeigingjarnt starf björgunarsveita, lögreglu, Landhelgisgæslunnar og annarra viðbragðsaðila sem komu að aðgerðum við afar erfiðar aðstæður við Núpá. Þakkarorðin má lesa hér fyrir neðan:Í síðustu viku gerðist sá sorglegi atburður að drengurinn okkar Leif Magnús Grétarsson Thisland lést af slysförum þegar hann féll í Núpá í Sölvadal. Í þeirri miklu sorg sem slysinu fylgdi fyrir fjölskyldu og vini Leif Magnúsar vorum við ólýsanlega þakklát fyrir óeigingjarnt starf björgunarsveita, lögreglu, Landhelgisgæslunnar og annarra viðbragðsaðila sem komu að björgunaraðgerðum við afar erfiðar aðstæður við Núpá. Þarna fundum við fyrst á eigin skinni hve mikilvægt starf björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er, en það skiptir sköpum fyrir okkur öll þegar veður gerast vá¬lynd og aðstæður verða nánast óviðráðanlegar.Við upplifðum faglega og fumlausa framkomu viðbragðsaðila í öllum samskiptum við okkur aðstandendur Leif Magnúsar og var mikla nærgætni að finna við allar tilkynningar og upplýsingagjöf í kjölfar slyssins. Þetta veitti okkur styrk og vissu fyrir því að verið var að gera allt sem í mannlegu valdi stóð til að koma dregnum okkar til bjargar.Við erum þakklát ykkur öllum. Við biðjum ykkur Guðs blessunar og gleðilegra jóla. Fyrir hönd fjölskyldna Leifs í Noregi og á Íslandi.Grétar Már Óskarsson,Óskar Pétur Friðriksson,Torfhildur Helgadóttir,Valgerður Erla Óskarsdóttir,Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson.
Eyjafjarðarsveit Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus Það er óhætt að segja að sorg ríki í Vestmannaeyjum eftir að Leif Magnus Grétarsson Thisland fannst látinn í Núpá í Sölvadal þar sem slys varð á miðvikudagskvöld hvar Leif var við vinnu. 13. desember 2019 22:52 Enn leitað að piltinum sem féll í Núpá: „Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu“ Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. 12. desember 2019 19:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51
Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus Það er óhætt að segja að sorg ríki í Vestmannaeyjum eftir að Leif Magnus Grétarsson Thisland fannst látinn í Núpá í Sölvadal þar sem slys varð á miðvikudagskvöld hvar Leif var við vinnu. 13. desember 2019 22:52
Enn leitað að piltinum sem féll í Núpá: „Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu“ Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. 12. desember 2019 19:15