Sveinn Andri kærir héraðsdómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:00 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært héraðsdómara til nefndar um dómarastörf. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð. Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30
Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39