Tekjuhæsta YouTube-stjarnan er átta ára og þénaði þrjá milljarða á árinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 20:51 Ryan Kaji sést hér í einu myndbanda sinna. Skjáskot/youtube Átta ára YouTube-stjarna, sem heldur úti gríðarvinsælli leikfangarás á miðlinum, er sá hæst launaði í stéttinni, samkvæmt nýrri úttekt Forbes fyrir árið 2019. Ryan Kaji var fjögurra ára þegar hann hóf, í samráði við foreldra sína, að birta myndbönd á YouTube undir merkjum Ryan‘s Toys Review. Þar tók Kaji leikföng úr pakkningunum, sagði frá þeim og gagnrýndi þau. Rásin, sem nú heitir Ryan‘s World, eða Heimur Ryans, öðlaðist gríðarmiklar vinsældir á skömmum tíma og státar nú af um 23 milljónum áskrifenda. Kaji er talinn hafa þénað um 26 milljónir Bandaríkjadala á árinu, eða um 3,2 milljarða íslenskra króna. Það er fjórum milljónum Bandaríkjadala meira en tekjur hans árið áður. Aðrir sem komust á lista Forbes yfir þær YouTube-stjörnur sem þénuðu mest árið 2019 voru m.a. Dude Perfect, vinahópur sem framkvæmir lygileg, og oft íþróttatengd, áhættuatriði, með 20 milljónir Bandaríkjadala og hinn sænski Felix Kjellberg, eða PewDiePie, með þrettán milljónir.Hér að neðan má sjá myndband úr smiðju Ryan's World. Samfélagsmiðlar Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Átta ára YouTube-stjarna, sem heldur úti gríðarvinsælli leikfangarás á miðlinum, er sá hæst launaði í stéttinni, samkvæmt nýrri úttekt Forbes fyrir árið 2019. Ryan Kaji var fjögurra ára þegar hann hóf, í samráði við foreldra sína, að birta myndbönd á YouTube undir merkjum Ryan‘s Toys Review. Þar tók Kaji leikföng úr pakkningunum, sagði frá þeim og gagnrýndi þau. Rásin, sem nú heitir Ryan‘s World, eða Heimur Ryans, öðlaðist gríðarmiklar vinsældir á skömmum tíma og státar nú af um 23 milljónum áskrifenda. Kaji er talinn hafa þénað um 26 milljónir Bandaríkjadala á árinu, eða um 3,2 milljarða íslenskra króna. Það er fjórum milljónum Bandaríkjadala meira en tekjur hans árið áður. Aðrir sem komust á lista Forbes yfir þær YouTube-stjörnur sem þénuðu mest árið 2019 voru m.a. Dude Perfect, vinahópur sem framkvæmir lygileg, og oft íþróttatengd, áhættuatriði, með 20 milljónir Bandaríkjadala og hinn sænski Felix Kjellberg, eða PewDiePie, með þrettán milljónir.Hér að neðan má sjá myndband úr smiðju Ryan's World.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira