Byrja að sekta ökumenn fyrir að leggja öfugt Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. desember 2019 22:17 Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“ Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“
Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15
Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15