Laufabrauðsstemming á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2019 22:00 það er skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að koma saman fyrir jólin og skera út og steikja laufabrauð. Á Selfossi hefur þetta verið siður til fjölda margra ára hjá einni fjölskyldu þar sem ungir og aldnir eiga góða stund saman. Í húsinu í Suðurengi 35 er hópur fólks komin saman til að skera út laufabrauð og steikja. Ægir Björgvinsson og Hrönn Sigurðardóttir, alltaf kölluð Didda bú í húsinu en þau kalla alltaf á börnin sín og barnabörn fyrir jól í einn skemmtilegan laufabrauðsdag þar sem allir fá að njóta sín. „Við byrjum nú á því að fara í verslunina og kaupa tilbúin brauð því við fletjum ekki út sjálf eða búum til deigið. Við gerum munstur með laufabrauðsjárnum, sem eru af ýmsum gerðum, sem við notum“, segir Ægir. Ægir segir að þegar það er búið að útbúa allskonar munstur í brauðin fari þau í steikingu. Það sé síðan alltaf góð stemming þegar laufabrauðin eru borin fram með hangikjötinu á jólunum þegar fólkið sér brauðin sín. Ægir smíðaði í tuttugu og sex ár laufabrauðsjárn fyrir Íslendinga og seldir í verslanir. Það þarf að vanda sig þegar brauðin eru skorin út í fallegt mynstur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Barnabörnin hlakka alltaf mikið til laufabrauðsdagsins. „Já, það er engin sem skorast undan í þessu, allir hafa jafn gaman laufabrauðsdeginum, það er virkilega gaman að því“, segir Ægir. Maddý Ósk og Hekla Dís segjast báðar elska það að skera út falleg munstur í laufabrauðin. „Þau eru líka rosalega góð með hangikjöti“, segja þær samtímis og skella upp úr. Mæðgurnar Hrönn (Didda) og Björk sjá um að steikja laufabrauðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar Didda og Björk sjá um að steikja laufabrauðin inn í eldhúsi. „Þetta er mjög skemmtilegt, við höfum gert þetta svo lengi að þetta er ómissandi. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu enda koma þau á hverju ári, voða gaman, þetta er byrjunin á jólunum“, segir Didda. Árborg Jólamatur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
það er skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að koma saman fyrir jólin og skera út og steikja laufabrauð. Á Selfossi hefur þetta verið siður til fjölda margra ára hjá einni fjölskyldu þar sem ungir og aldnir eiga góða stund saman. Í húsinu í Suðurengi 35 er hópur fólks komin saman til að skera út laufabrauð og steikja. Ægir Björgvinsson og Hrönn Sigurðardóttir, alltaf kölluð Didda bú í húsinu en þau kalla alltaf á börnin sín og barnabörn fyrir jól í einn skemmtilegan laufabrauðsdag þar sem allir fá að njóta sín. „Við byrjum nú á því að fara í verslunina og kaupa tilbúin brauð því við fletjum ekki út sjálf eða búum til deigið. Við gerum munstur með laufabrauðsjárnum, sem eru af ýmsum gerðum, sem við notum“, segir Ægir. Ægir segir að þegar það er búið að útbúa allskonar munstur í brauðin fari þau í steikingu. Það sé síðan alltaf góð stemming þegar laufabrauðin eru borin fram með hangikjötinu á jólunum þegar fólkið sér brauðin sín. Ægir smíðaði í tuttugu og sex ár laufabrauðsjárn fyrir Íslendinga og seldir í verslanir. Það þarf að vanda sig þegar brauðin eru skorin út í fallegt mynstur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Barnabörnin hlakka alltaf mikið til laufabrauðsdagsins. „Já, það er engin sem skorast undan í þessu, allir hafa jafn gaman laufabrauðsdeginum, það er virkilega gaman að því“, segir Ægir. Maddý Ósk og Hekla Dís segjast báðar elska það að skera út falleg munstur í laufabrauðin. „Þau eru líka rosalega góð með hangikjöti“, segja þær samtímis og skella upp úr. Mæðgurnar Hrönn (Didda) og Björk sjá um að steikja laufabrauðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar Didda og Björk sjá um að steikja laufabrauðin inn í eldhúsi. „Þetta er mjög skemmtilegt, við höfum gert þetta svo lengi að þetta er ómissandi. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu enda koma þau á hverju ári, voða gaman, þetta er byrjunin á jólunum“, segir Didda.
Árborg Jólamatur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira