Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 17:02 Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í lok október til að ræða veru Íslands á gráum lista. Vísir/Vilhelm Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira