Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:39 Á mynd má sjá þjóðlendur innan miðhálendislínu. Skjáskot/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands hefur lagt það til að Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar, það er þjóðlendum og friðlýstum svæðum sem eru innan miðhálendisins. Nefndin skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. Gert er ráð fyrir að ráðherra leggi fram frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarð á Alþingi næsta vor sem byggi á áherslum nefndarinnar. Í nefndinni um garðinn sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis. Nefndin leggur til að víðtækt samráð verði haft um stjórnun þjóðgarðsins þar sem sveitarfélög og helstu hagaðilar hafi beina aðkomu. Stjórnunin verði dreifð og aðkoma sveitarfélaga og hagaðila aukin frá því sem þekkst hefur í stjórnsýslu friðlýstra svæða til þessa.Óli Halldórsson, formaður nefndarinnar afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra skýrsluna í dag.Mynd/StjórnarráðiðÞá leggur nefndin meðal annars til að Hálendisþjóðgarði verði skipt í nokkur rekstrarsvæði þar sem starfrækt verði svæðisbundin ráð sem fari með svæðisbundna stefnumörkun, umsjón og rekstur. Einnig leggur nefndin áherslu á að Hálendisþjóðgarður efli og styðji við sjálfbæra nýtingu hálendisins um leið og hann grundvallist á sáttmála um að standa vörð um þær merku minjar í náttúrufari og menningu sem einkenna hálendi Íslands. „Hálendisþjóðgarður verður einstakur þjóðgarður á miðhálendi Íslands þar sem er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu. Ég vil þakka nefndinni þeirra frábærlega vel unnu störf sem færa okkur nær því marki að stofna þjóðgarð á miðhálendinu með öllum þeim tækifærum sem því fylgja,“ er haft eftir umhverfisráðherra í tilkynningu.Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni. Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Kynna áform um þjóðgarð Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að þeim áherslum sem fyrirhugað lagafrumvarp mun byggja á. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands hefur lagt það til að Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar, það er þjóðlendum og friðlýstum svæðum sem eru innan miðhálendisins. Nefndin skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. Gert er ráð fyrir að ráðherra leggi fram frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarð á Alþingi næsta vor sem byggi á áherslum nefndarinnar. Í nefndinni um garðinn sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis. Nefndin leggur til að víðtækt samráð verði haft um stjórnun þjóðgarðsins þar sem sveitarfélög og helstu hagaðilar hafi beina aðkomu. Stjórnunin verði dreifð og aðkoma sveitarfélaga og hagaðila aukin frá því sem þekkst hefur í stjórnsýslu friðlýstra svæða til þessa.Óli Halldórsson, formaður nefndarinnar afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra skýrsluna í dag.Mynd/StjórnarráðiðÞá leggur nefndin meðal annars til að Hálendisþjóðgarði verði skipt í nokkur rekstrarsvæði þar sem starfrækt verði svæðisbundin ráð sem fari með svæðisbundna stefnumörkun, umsjón og rekstur. Einnig leggur nefndin áherslu á að Hálendisþjóðgarður efli og styðji við sjálfbæra nýtingu hálendisins um leið og hann grundvallist á sáttmála um að standa vörð um þær merku minjar í náttúrufari og menningu sem einkenna hálendi Íslands. „Hálendisþjóðgarður verður einstakur þjóðgarður á miðhálendi Íslands þar sem er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu. Ég vil þakka nefndinni þeirra frábærlega vel unnu störf sem færa okkur nær því marki að stofna þjóðgarð á miðhálendinu með öllum þeim tækifærum sem því fylgja,“ er haft eftir umhverfisráðherra í tilkynningu.Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni.
Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Kynna áform um þjóðgarð Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að þeim áherslum sem fyrirhugað lagafrumvarp mun byggja á. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16
Kynna áform um þjóðgarð Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að þeim áherslum sem fyrirhugað lagafrumvarp mun byggja á. 21. nóvember 2019 06:00