„Við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 18:45 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar kynnti niðurstöður PISA-könnunar í morgun. Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“ Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07
Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34