Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 3. desember 2019 20:28 Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30