Martin talar um fyrirmyndarhlutverkið og alla sjónvarpsþættina í stóru viðtali á heimasíðu Euroleague Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 08:30 Martin Hermannsson í leiknum á móti Panathinaikos þar sem hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Getty/Panagiotis Moschandreo Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira