Gefa út litabók til að ýta undir að við sýnum hvert öðru áhuga Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 09:30 Håkan Juholt hefur nú gegnt stöðu sendiherra á Íslandi í á þriðja ár og segir hann að hann vonist til að með bókinni verði hægt að auka sameiginleika landanna og samkennd. Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hefur í félagi við teiknarann Börje Svensson gefið út litabók með texta sem ætlað er auka þekkingu og ýta undir að við sýnum hvert öðru áhuga. Í bókinni segir frá hinum sænska Oscar og hinni íslensku Freyju þar sem þau segja hvort öðru frá sínu landi. Juholt hefur nú gegnt stöðu sendiherra á Íslandi í á þriðja ár og segir hann að hann vonist til að með bókinni verði hægt að auka sameiginleika landanna og samkennd. Dregur hann fram líkindi milli Svíþjóðar og Íslands, en einnig það sem er ólíkt, séð úr augum barna. Bókin ber heitið Svona gerum við. Við gerum svona. „Bókin byggir á fínum myndum Börje Svensson. Mitt framlag er að ég hef skrifað þessa stuttu texta um Freyju og Oscar. Börnin segja hvort öðru frá lífi sínu í sínu heimalandi, um hefðir, sérstaka staði, mat og áhugamál,“ segir Juholt. Í bókinni segja þau Freyja og Oscar meðal annars frá Hallgrímskirkju, sænskar bolludagsbollur (s. semlor), elgum og fleiru.Oscar segir hér frá elgunum í sænsku skógunum.Óhagnaðardrifið verkefni Börje Svensson var með sýningu í sænska sendiherrabústaðnum síðasta vor og segir að það hafi fín upplifun. „Við „fundum hvorn annan֧“ og byrjuðum fljótlega að ræða um að vinna að verkefni saman. Ég sá hvað Håkan var virkur í sinni vinnu að auka tengslin milli Svíþjóðar og Íslands, svo ég lagði til að við myndum vinna saman litabók og hann beit á, var til í það.“ Juholt segist hafa líkað mjög vel við hugmyndina um litabók fyrir börn. „Bókin er framlag til þess að auka áhuga á og þekkingu um hvert annað. Það er mikil hlýja og gleði í myndum Börje. Þetta er óhagnaðardrifið verkefni og það er von mín að bókin nái til sem flestra fjölskyldna og geri okkur forvitnari um hvert annað.“ Sala ætluð að standa straum af prentkostnaði Juholt segir að litabókin verði til að byrja með seld á 400 krónur til að standa straum af prentkostnaði og að eftir það verði hægt að nálgast hana frítt. Vonast hann til að síðar verði hægt að dreifa litabókinni frítt í skóla, sjúkrahús, til félagasamtaka og allra þeirra sem áhuga hafa. Þó gætu einhverjir mánuðir liðið þar til að það verði hægt. „Þannig að þeir sem kaupa litabókina, gera það verkefni að möguleika,“ segir sendiherrann. Hann segir að hægt verði að nálgast bókina til dæmis með því að hafa samband í tölvupósti, hakan.juholt@gov.se, eða þá í gegnum Facebook-síðu hans. Börn og uppeldi Myndlist Svíþjóð Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hefur í félagi við teiknarann Börje Svensson gefið út litabók með texta sem ætlað er auka þekkingu og ýta undir að við sýnum hvert öðru áhuga. Í bókinni segir frá hinum sænska Oscar og hinni íslensku Freyju þar sem þau segja hvort öðru frá sínu landi. Juholt hefur nú gegnt stöðu sendiherra á Íslandi í á þriðja ár og segir hann að hann vonist til að með bókinni verði hægt að auka sameiginleika landanna og samkennd. Dregur hann fram líkindi milli Svíþjóðar og Íslands, en einnig það sem er ólíkt, séð úr augum barna. Bókin ber heitið Svona gerum við. Við gerum svona. „Bókin byggir á fínum myndum Börje Svensson. Mitt framlag er að ég hef skrifað þessa stuttu texta um Freyju og Oscar. Börnin segja hvort öðru frá lífi sínu í sínu heimalandi, um hefðir, sérstaka staði, mat og áhugamál,“ segir Juholt. Í bókinni segja þau Freyja og Oscar meðal annars frá Hallgrímskirkju, sænskar bolludagsbollur (s. semlor), elgum og fleiru.Oscar segir hér frá elgunum í sænsku skógunum.Óhagnaðardrifið verkefni Börje Svensson var með sýningu í sænska sendiherrabústaðnum síðasta vor og segir að það hafi fín upplifun. „Við „fundum hvorn annan֧“ og byrjuðum fljótlega að ræða um að vinna að verkefni saman. Ég sá hvað Håkan var virkur í sinni vinnu að auka tengslin milli Svíþjóðar og Íslands, svo ég lagði til að við myndum vinna saman litabók og hann beit á, var til í það.“ Juholt segist hafa líkað mjög vel við hugmyndina um litabók fyrir börn. „Bókin er framlag til þess að auka áhuga á og þekkingu um hvert annað. Það er mikil hlýja og gleði í myndum Börje. Þetta er óhagnaðardrifið verkefni og það er von mín að bókin nái til sem flestra fjölskyldna og geri okkur forvitnari um hvert annað.“ Sala ætluð að standa straum af prentkostnaði Juholt segir að litabókin verði til að byrja með seld á 400 krónur til að standa straum af prentkostnaði og að eftir það verði hægt að nálgast hana frítt. Vonast hann til að síðar verði hægt að dreifa litabókinni frítt í skóla, sjúkrahús, til félagasamtaka og allra þeirra sem áhuga hafa. Þó gætu einhverjir mánuðir liðið þar til að það verði hægt. „Þannig að þeir sem kaupa litabókina, gera það verkefni að möguleika,“ segir sendiherrann. Hann segir að hægt verði að nálgast bókina til dæmis með því að hafa samband í tölvupósti, hakan.juholt@gov.se, eða þá í gegnum Facebook-síðu hans.
Börn og uppeldi Myndlist Svíþjóð Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira