Dómari sendir einn meðlim bandaríska kraftaverkaliðsins á öryggissjúkrahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 12:00 Mark Pavelich Getty/Cook County Jail Dómari í Minnesota hefur fyrirskipað að einn meðlimur úr kraftaverkaliði Bandaríkjanna frá Ólympíuleikunum 1980 verði lagður inn á öryggissjúkrahús. Sá um ræðir er Mark Pavelich sem hjálpaði bandaríska íshokkíliðinu að vinna Ólympíugull í Lake Placid árið 1980. Bandaríkjamenn unnu 4-3 sigur á Sovétríkjunum í úrslitaleiknum en Sovétmenn höfðu unnið fimm síðustu af sex Ólympíugullum þegar koma að þessum Vetrarleikum. Þetta er einn frægasti sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og hefur verið kallað „Kraftaverkið á ísnum“ eða „Miracle on Ice“. Mark Pavelich lagði upp tvö mörk bandaríska liðsins í úrslitaleiknum þar á meðal sigurmark Mike Eruzione.A Minnesota judge on Wednesday ordered that Mark Pavelich, a member of the 1980 “Miracle on Ice” hockey team, should be committed to a secure treatment facility, saying the former hockey star is mentally ill and dangerous. https://t.co/NcdqsL44S4 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) December 5, 2019Dómarinn úrskurðaði að Mark Pavelich væri andlega veikur og að hann væri hættulegur öðrum. Mark Pavelich er nú 61 árs gamall en hann lék 355 leiki í NHL-deildinni fyrir New York Rangers, Minnesota North Stars og San Jose Sharks á árunum 1981 til 1992. Hann fékk atvinnumannasamning í framhaldi af frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum. Upphaf dómsmálsins má rekja til þess að Mark Pavelich var handtekinn fyrir líkamsárás í ágúst en hann barði þá vin sinn með járnstöng og braut hjá honum mörg bein. Pavelich sakaði þennan vin sinn um að hafa sett eitthvað út í bjórinn hans. Dómarinn taldi Mark Pavelich óhæfan til að fara í gegnum réttarhöld og málinu verður frestað á meðan ríkið reynir að fá pláss fyrir Mark Pavelich á öryggissjúkrahúsi. Það mun síðan verða ákveðið í febrúar hversu löngum tíma Pavelich þarf að eyða á slíkri stofnun. Fjölskylda Pavelich er á því að hann þjáist af CTE heilabilun eftir að hafa fengið fjölda heilahristinga á ferli sínum. Þau segjast hafa farið að sjá breytingar á hegðun hans fyrir nokkrum árum en hann sjálfur hefur neitað að leita sér aðstoðar. Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Dómari í Minnesota hefur fyrirskipað að einn meðlimur úr kraftaverkaliði Bandaríkjanna frá Ólympíuleikunum 1980 verði lagður inn á öryggissjúkrahús. Sá um ræðir er Mark Pavelich sem hjálpaði bandaríska íshokkíliðinu að vinna Ólympíugull í Lake Placid árið 1980. Bandaríkjamenn unnu 4-3 sigur á Sovétríkjunum í úrslitaleiknum en Sovétmenn höfðu unnið fimm síðustu af sex Ólympíugullum þegar koma að þessum Vetrarleikum. Þetta er einn frægasti sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og hefur verið kallað „Kraftaverkið á ísnum“ eða „Miracle on Ice“. Mark Pavelich lagði upp tvö mörk bandaríska liðsins í úrslitaleiknum þar á meðal sigurmark Mike Eruzione.A Minnesota judge on Wednesday ordered that Mark Pavelich, a member of the 1980 “Miracle on Ice” hockey team, should be committed to a secure treatment facility, saying the former hockey star is mentally ill and dangerous. https://t.co/NcdqsL44S4 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) December 5, 2019Dómarinn úrskurðaði að Mark Pavelich væri andlega veikur og að hann væri hættulegur öðrum. Mark Pavelich er nú 61 árs gamall en hann lék 355 leiki í NHL-deildinni fyrir New York Rangers, Minnesota North Stars og San Jose Sharks á árunum 1981 til 1992. Hann fékk atvinnumannasamning í framhaldi af frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum. Upphaf dómsmálsins má rekja til þess að Mark Pavelich var handtekinn fyrir líkamsárás í ágúst en hann barði þá vin sinn með járnstöng og braut hjá honum mörg bein. Pavelich sakaði þennan vin sinn um að hafa sett eitthvað út í bjórinn hans. Dómarinn taldi Mark Pavelich óhæfan til að fara í gegnum réttarhöld og málinu verður frestað á meðan ríkið reynir að fá pláss fyrir Mark Pavelich á öryggissjúkrahúsi. Það mun síðan verða ákveðið í febrúar hversu löngum tíma Pavelich þarf að eyða á slíkri stofnun. Fjölskylda Pavelich er á því að hann þjáist af CTE heilabilun eftir að hafa fengið fjölda heilahristinga á ferli sínum. Þau segjast hafa farið að sjá breytingar á hegðun hans fyrir nokkrum árum en hann sjálfur hefur neitað að leita sér aðstoðar.
Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn