Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuskyldu Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 22:01 Í yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02