Samherji bara sjúkdómseinkenni Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 6. desember 2019 16:30 Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar