Mikilvægt fyrir næsta útvarpsstjóra að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 20:30 Menntamálaráðherra telur að stjórn RÚV eigi að birta lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra. Það snúist um gagnsæi og opna stjórnsýslu. Formaður stjórnar RÚV segir að afstaðan til málsins hafi ekkert breyst. Stjórn RÚV hefur legið undir ámæli fyrir að neita að birta lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Í svari til fréttastofu frá formanni stjórnarinnar í dag kemur fram að stjórnin hafi ekkert breytt sinni afstöðu. Málin skýrist síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til verði ekkert sagt. Umsóknarfrestur rennur út á morgun. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að rétt sé að birta listann. „Mér finnst mikilvægt fyrir þann einstakling sem fær starfið að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna. Þetta snýr að gagnsæi og opinni stjórnsýslu. Ég hef tjáð stjórn RÚV þessa skoðun en þetta er ohf og ég held við ættum frekar að skoða það fyrirkomulag,“ segir Lilja. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri RÚV baðst undan viðtali vegna málsins í dag þegar eftir því var leitað en spurt var hvort þetta væri ekki óþægilegt fyrir fréttastofuna þar sem hún þurfi oft að fá upplýsingar á grundvelli gagnsæis og upplýsingaskyldu almennings. Í skriflegu svari kom fram að fréttastofa RÚV hafi fjallað á gagnrýnin hátt um málið. Þá sé fréttastofan sjálfstæð og starfi ekki eftir þessari afstöðu stjórnar RÚV. Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Menntamálaráðherra telur að stjórn RÚV eigi að birta lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra. Það snúist um gagnsæi og opna stjórnsýslu. Formaður stjórnar RÚV segir að afstaðan til málsins hafi ekkert breyst. Stjórn RÚV hefur legið undir ámæli fyrir að neita að birta lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Í svari til fréttastofu frá formanni stjórnarinnar í dag kemur fram að stjórnin hafi ekkert breytt sinni afstöðu. Málin skýrist síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til verði ekkert sagt. Umsóknarfrestur rennur út á morgun. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að rétt sé að birta listann. „Mér finnst mikilvægt fyrir þann einstakling sem fær starfið að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna. Þetta snýr að gagnsæi og opinni stjórnsýslu. Ég hef tjáð stjórn RÚV þessa skoðun en þetta er ohf og ég held við ættum frekar að skoða það fyrirkomulag,“ segir Lilja. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri RÚV baðst undan viðtali vegna málsins í dag þegar eftir því var leitað en spurt var hvort þetta væri ekki óþægilegt fyrir fréttastofuna þar sem hún þurfi oft að fá upplýsingar á grundvelli gagnsæis og upplýsingaskyldu almennings. Í skriflegu svari kom fram að fréttastofa RÚV hafi fjallað á gagnrýnin hátt um málið. Þá sé fréttastofan sjálfstæð og starfi ekki eftir þessari afstöðu stjórnar RÚV.
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira