Elías Már: Ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2019 20:08 Elías Már vann sinn fyrsta deildarsigur sem þjálfari HK í kvöld. vísir/bára „Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Fjölni, 29-30, í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. Fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00 Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Fjölni, 29-30, í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. Fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00 Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00