Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.
Á þriðjudag er útlit fyrir norðanstorm eða norðanrok á vestanverðu landinu með snjókomu og skafrenningi, einkum norðvestantil. Er því spáð að vindur geti sumsstaðar náð 23 til 32 metrum á sekúndu. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og engu ferðaveðri þar sem viðvaranir verða í gildi.
Veðurstofan varar jafnframt við því að þar megi búast við tjónum eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.
Á miðvikudag má reikna með norðanhvassviðri eða norðanstormi með snjókomu eða éljagangi.
Síðdegis á þriðjudag og fram á miðvikudag má búast við stormi eða roki á höfuðborgarsvæðinu sem nái 20 til 28 metrum á sekúndu. Þá er varað við hugsanlegum samgöngutruflunum og hættu á foktjóni.
Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspá.
Eitt versta veðrið framundan í vikunni
