Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 06:25 Gosmökkurinn frá fjallinnu sést hér rísa hátt upp í himininn. Vísir/EPA Einn er látinn og nokkurra er saknað eftir eldgos í Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi. Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. BBC greinir frá. Haft er eftir lögreglu í frétt BBC að tuttugu og þremur hafi verið bjargað en óttast er að tala látinna hækki. Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst um klukkan tvö að staðartíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Erlendir miðlar hafa deilt myndböndum frá Michael Schade, Twitter-notanda sem var á siglingu við Hvítu eyju þegar eldgosið varð. Í myndböndum hans, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig gríðarlegur gosmökkur rís upp úr hafinu.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf— Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands sagði í ávarpi að nokkrir ferðamenn hefðu verið á eyjunni eða í grennd við hana þegar byrjaði að gjósa. Um væri að ræða bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Þá sagði hún lögreglu standa að umfangsmiklum björgunaraðgerðum en gosmökkurinn gerði björgunarfólki þó erfitt fyrir. Í frétt BBC segir að gos í fjallinu séu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði. Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Einn er látinn og nokkurra er saknað eftir eldgos í Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi. Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. BBC greinir frá. Haft er eftir lögreglu í frétt BBC að tuttugu og þremur hafi verið bjargað en óttast er að tala látinna hækki. Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst um klukkan tvö að staðartíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Erlendir miðlar hafa deilt myndböndum frá Michael Schade, Twitter-notanda sem var á siglingu við Hvítu eyju þegar eldgosið varð. Í myndböndum hans, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig gríðarlegur gosmökkur rís upp úr hafinu.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf— Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands sagði í ávarpi að nokkrir ferðamenn hefðu verið á eyjunni eða í grennd við hana þegar byrjaði að gjósa. Um væri að ræða bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Þá sagði hún lögreglu standa að umfangsmiklum björgunaraðgerðum en gosmökkurinn gerði björgunarfólki þó erfitt fyrir. Í frétt BBC segir að gos í fjallinu séu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði.
Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira