Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 09:22 Shohrat Zakir, ríkisstjóri Xinjiang. AP/Ng Han Guan Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. Hann sagði sömuleiðis í morgun að áætlanir Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka um að frá einni til tveimur milljónum múslima hafi verið haldið í þessum búðum vera skáldskap. Zakir beindi orðum sínum sérstaklega að Bandaríkjunum. „Bandaríkin eru að verða óróleg og eiga í áróðursherferð gegn Xinjiang. Ekkert afl getur stöðvað árangur Xinjiang varðandi stöðugleika og framþróun,“ sagði Zakir samkvæmt Reuters.Fulltrúadeild Bandaríkjanna fordæmdi nýverið aðgerðir yfirvalda Kína í Xianjiang en Zakir sagði þá fordæmingu vera brot á alþjóðalögum og alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Ályktunin var samþykkt 407-1 og felur í sér að Donald Trump, forseti, fordæmi aðgerðirnar og viðskiptaþvingunum gegn háttsettum meðlimum Kommúnistaflokksins. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Búðir sem þessar hafa verið reistar víða um Xinjiang.AP/Ng Han GuanMinnst milljón Úígúrar eru sagðir hafa verið fluttir í áðurnefndar búðir á undanförnum árum. Yfirvöld segja að þar fái fólkið starfsþjálfun, tungumálakennslu og geti betur aðlagast kínversku samfélagi. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Fregnir hafa sömuleiðis borist af pyntingum og slæmum aðbúnaði. Kínverjar hafa ítrekað neitað þessum ásökunum en hafa aldrei lagt fram nokkurs konar sannanir gegn þeim. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar.Sjá einnig: Ofsóknir gegn Úígúrum - Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðirZakir sagði einnig að flestum hafi verið sleppt úr búðunum í júlí. Hann sagði sömuleiðis að barátta gegn hryðjuverkum í Kína væri ekki ófrábrugðin sömu baráttu í Bandaríkjunum. En á blaðamannafundinum sem fór fram í Peking í morgun voru sýndar myndir frá hryðjuverkaárásum í Xinjiang. Kína Tengdar fréttir Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. Hann sagði sömuleiðis í morgun að áætlanir Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka um að frá einni til tveimur milljónum múslima hafi verið haldið í þessum búðum vera skáldskap. Zakir beindi orðum sínum sérstaklega að Bandaríkjunum. „Bandaríkin eru að verða óróleg og eiga í áróðursherferð gegn Xinjiang. Ekkert afl getur stöðvað árangur Xinjiang varðandi stöðugleika og framþróun,“ sagði Zakir samkvæmt Reuters.Fulltrúadeild Bandaríkjanna fordæmdi nýverið aðgerðir yfirvalda Kína í Xianjiang en Zakir sagði þá fordæmingu vera brot á alþjóðalögum og alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Ályktunin var samþykkt 407-1 og felur í sér að Donald Trump, forseti, fordæmi aðgerðirnar og viðskiptaþvingunum gegn háttsettum meðlimum Kommúnistaflokksins. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Búðir sem þessar hafa verið reistar víða um Xinjiang.AP/Ng Han GuanMinnst milljón Úígúrar eru sagðir hafa verið fluttir í áðurnefndar búðir á undanförnum árum. Yfirvöld segja að þar fái fólkið starfsþjálfun, tungumálakennslu og geti betur aðlagast kínversku samfélagi. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Fregnir hafa sömuleiðis borist af pyntingum og slæmum aðbúnaði. Kínverjar hafa ítrekað neitað þessum ásökunum en hafa aldrei lagt fram nokkurs konar sannanir gegn þeim. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar.Sjá einnig: Ofsóknir gegn Úígúrum - Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðirZakir sagði einnig að flestum hafi verið sleppt úr búðunum í júlí. Hann sagði sömuleiðis að barátta gegn hryðjuverkum í Kína væri ekki ófrábrugðin sömu baráttu í Bandaríkjunum. En á blaðamannafundinum sem fór fram í Peking í morgun voru sýndar myndir frá hryðjuverkaárásum í Xinjiang.
Kína Tengdar fréttir Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51
Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46
Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33