Rauð veðurviðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra: „Veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:43 Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Frá klukkan 7 í fyrramálið og til klukkan 17 er appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum sama landshluta. „Munurinn er kannski svolítið sá að veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast svolítið. Það er útlit fyrir að það verði það slæmt veður að það verði ekki hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um muninn á appelsínugulri og rauðri viðvörun.Sjá einnig:Óvissustigi lýst yfir og rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Kerfið byggi á því að hugsa um samfélagsleg áhrif og ef þau eru orðin mjög mikil þá fer kerfið í rauða viðvörun. „Það verður blindhríð þarna í mjög langan tíma og svo þennan ofsalega mikla vind og þessa ofsalega miklu ölduhæð. Þannig að þegar þetta leggst allt saman þá er þetta orðið mjög áhrifamikið veður. Fyrir þennan almenna borgara þá þýðir þetta bara að fólk á að halda sig heima,“ segir Elín Björk sem ráðleggur fólki á Ströndum og Norðurlandi vestra að fara ekki fet á morgun heldur halda sig alfarið heima við. Ljóst er að samgöngur í landshlutanum munu lamast og þá hefur skólastarfi í grunnskólunum á Blönduósi, Hólmavík, Skagaströnd, í Árskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vefsíðum skólanna. „Það er í rauninni langmestur vindur þarna. Það er spá 32, 33 metrum á sekúndu alveg frá 17 til eitt eftir miðnætti og það er áberandi meira en í öðrum landshlutum,“ segir Elín Björk og bætir við að veðrinu fylgi líka mjög mikil ofankoma. „Þetta gengur í þetta fárviðri eða ofsaveður snemma í fyrramálið á þessum slóðum þannig að fólk ætti bara ekki að fara fet og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir, en huga að eignum og munum í dag, passa að það sé ekkert sem geti farið af stað og tryggja það sem er hægt,“ segir Elín Björk. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Frá klukkan 7 í fyrramálið og til klukkan 17 er appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum sama landshluta. „Munurinn er kannski svolítið sá að veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast svolítið. Það er útlit fyrir að það verði það slæmt veður að það verði ekki hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um muninn á appelsínugulri og rauðri viðvörun.Sjá einnig:Óvissustigi lýst yfir og rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Kerfið byggi á því að hugsa um samfélagsleg áhrif og ef þau eru orðin mjög mikil þá fer kerfið í rauða viðvörun. „Það verður blindhríð þarna í mjög langan tíma og svo þennan ofsalega mikla vind og þessa ofsalega miklu ölduhæð. Þannig að þegar þetta leggst allt saman þá er þetta orðið mjög áhrifamikið veður. Fyrir þennan almenna borgara þá þýðir þetta bara að fólk á að halda sig heima,“ segir Elín Björk sem ráðleggur fólki á Ströndum og Norðurlandi vestra að fara ekki fet á morgun heldur halda sig alfarið heima við. Ljóst er að samgöngur í landshlutanum munu lamast og þá hefur skólastarfi í grunnskólunum á Blönduósi, Hólmavík, Skagaströnd, í Árskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vefsíðum skólanna. „Það er í rauninni langmestur vindur þarna. Það er spá 32, 33 metrum á sekúndu alveg frá 17 til eitt eftir miðnætti og það er áberandi meira en í öðrum landshlutum,“ segir Elín Björk og bætir við að veðrinu fylgi líka mjög mikil ofankoma. „Þetta gengur í þetta fárviðri eða ofsaveður snemma í fyrramálið á þessum slóðum þannig að fólk ætti bara ekki að fara fet og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir, en huga að eignum og munum í dag, passa að það sé ekkert sem geti farið af stað og tryggja það sem er hægt,“ segir Elín Björk.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28