RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2019 11:51 Menntamálaráðherra tekur undir með Ríkisendurskoðanda að vert sé að Ríkisútvarpið ohf. fari að lögum. Út er komin dökkgrá skýrsla ríkisendurskoðanda um RÚV ehf. og hefur verið til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisútvarpið hefur samkvæmt skýrslunni ekki stofnað dótturfélög um annan rekstur en fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um. Með öðrum orðum hefur stofnunin teygt sig út fyrir þann ramma sem starfseminni er sniðinn og hefur beitt sér með ólögmætum hætti á samkeppnismarkaði. Ber að fara eftir lögum Í skýrslunni kemur fram að brotaviljinn gagnvart þessari lagaskyldu innan stofnunarinnar hafi verið einbeittur, þar hafi menn talið duga að gera bókhaldslegan greinarmun á slíkri starfsemi en ekki stofna sérstök félög um slíkan rekstur. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi kynnti skýrsluna sérstaklega en á fund nefndarinnar voru einnig mættir fulltrúi RÚV ohf. sem og fulltrúi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í skýrslunni segir að RÚV hafi brotið lög um starfsemina í því sem snýr að því að uppfylla skyldur sem 4. grein laga nr. 23/2013 leggur á félagið og stofna dótturfélög um aðra starfsemi en fjölmiðlun í almannaþágu. „Lagaleg skylda félagsins gengur framar því óhagræði sem hugsanlega kann að hljótast af stofnun dótturfélaga.“ Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda. Þarna má sjá að rúmlega 64 prósent tekna stofnunarinnar kemur frá ríkinu, 4,3 milljarðar króna. Fyrir liggur að drög að skýrslunni hefur verið til umfjöllunar innan RÚV ohf. og ráðuneytisins um hríð til andmæla og er tímalínan ef til vill athyglisvert þá í því samhengi. Lilju Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálamálaráðherra var fullkunnugt um efni hennar þegar hún skipaði Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóra, þjóðleikhússtjóra fyrir skömmu. En, hún hefur þá metið það svo að stjórnsýsluleg brot Ríkisútvarpsins ohf. undir stjórn Magnúsar Geirs séu ekki þess eðlis að þau ættu að stefna umsókn hans í voða. Vill færa RÚV ohf yfir í fjármálaráðuneytið Í kafla skýrslunnar þar sem gerðar eru tillögur til úrbóta er sagt að auka verði gagnsæi um aðskilnað fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu og samkeppnisreksturs og tryggja að „ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu“. Til þess þurfi að verðmeta rými milli dagskrárliða RÚV ohf. sem nýtt er undir auglýsingar og önnur viðskiptaboð. Í innra bókhaldi þarf síðan að tekju- og gjaldfæra þau með viðeigandi hætti, þ.e. til tekna hjá almannaþjónustu félagsins og gjalda hjá samkeppnishlutanum. Ríkisendurskoðandi leggur til að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með hlut ríkisins í Ríkisútvarpinu ohf. líkt og það geri með önnur félög sem ríkið á eignarhlut í. „Enda sé æskilegt að skilja á milli eigendaábyrgðar og faglegrar ábyrgðar.“ Ríkisendurskoðandi telur jafnframt rétt að stjórn hins opinbera hlutafélags verði skipuð á forsendum hæfisskilyrða. Mikilvægt sé að tryggja að a.m.k. hluti stjórnarmanna hafi sérþekkingu á fjármálum. Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda. Að endingu segir, í kafla um úrbætur sem vert er að gerðar verði á starfseminni, að efla þurfi eftirlit stjórnar Ríkisútvarpsins ofh. með fjárhag og rekstri félagsins og tryggja sjálfbæran rekstur. Reykjavíkurborg fékk lítið fyrir lóðirnar Í kafla um viðbrögð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er tekið undir þau sjónarmið sem Ríkisendurskoðandi setur fram að „fylgni við lög sé ekki valkvæð […] Ráðuneytið ætlast til að reglum um aðskilnað bókhalds milli almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar sé fylgt til hins ítrasta.“ Í skýrslunni er sérstakur hluti um lóðasölu stofnunarinnar við Efstaleiti. Fram kemur að stofnunin hefði ekki verið rekstrarfær ef ekki hefði komið til hennar. En, ýmsar athugasemdir eru gerðar við það hvernig að þessari lóðasölu var staðið. „Þegar litið er til framangreinds er athyglisvert að árið 2015 hafi Reykjavíkurborg gengið til áðurnefnds samnings við RÚV ohf. um lóðaréttindi og byggingarétt á lóðinni við Efstaleiti án þess að gera kröfu um þátttöku í stofnkostnaði innviða og því að gera lóðina byggingarhæfa. Einnig vekur athygli hversu lítill hluti afraksturs þessa samnings kom í hlut borgarinnar. Ríkisendurskoðandi leggur ekki mat á það hvort hér sé í reynd um opinbera aðstoð að ræða. Þó er víst að bæði ríki og borg framseldu umtalsverð verðmæti til ógjaldfærðs opinbers hlutafélags til að hægt yrði að lækka skuldir þess.“ Tengd skjöl Ríkisútvarpið ohf.: Rekstur og aðgreining rekstrarþátta - Ríkisendurskoðun Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Magnús Geir lætur af störfum á föstudag Auglýst verður eftir næsta útvarpsstjóra um helgina. 13. nóvember 2019 18:58 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Út er komin dökkgrá skýrsla ríkisendurskoðanda um RÚV ehf. og hefur verið til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisútvarpið hefur samkvæmt skýrslunni ekki stofnað dótturfélög um annan rekstur en fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um. Með öðrum orðum hefur stofnunin teygt sig út fyrir þann ramma sem starfseminni er sniðinn og hefur beitt sér með ólögmætum hætti á samkeppnismarkaði. Ber að fara eftir lögum Í skýrslunni kemur fram að brotaviljinn gagnvart þessari lagaskyldu innan stofnunarinnar hafi verið einbeittur, þar hafi menn talið duga að gera bókhaldslegan greinarmun á slíkri starfsemi en ekki stofna sérstök félög um slíkan rekstur. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi kynnti skýrsluna sérstaklega en á fund nefndarinnar voru einnig mættir fulltrúi RÚV ohf. sem og fulltrúi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í skýrslunni segir að RÚV hafi brotið lög um starfsemina í því sem snýr að því að uppfylla skyldur sem 4. grein laga nr. 23/2013 leggur á félagið og stofna dótturfélög um aðra starfsemi en fjölmiðlun í almannaþágu. „Lagaleg skylda félagsins gengur framar því óhagræði sem hugsanlega kann að hljótast af stofnun dótturfélaga.“ Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda. Þarna má sjá að rúmlega 64 prósent tekna stofnunarinnar kemur frá ríkinu, 4,3 milljarðar króna. Fyrir liggur að drög að skýrslunni hefur verið til umfjöllunar innan RÚV ohf. og ráðuneytisins um hríð til andmæla og er tímalínan ef til vill athyglisvert þá í því samhengi. Lilju Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálamálaráðherra var fullkunnugt um efni hennar þegar hún skipaði Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóra, þjóðleikhússtjóra fyrir skömmu. En, hún hefur þá metið það svo að stjórnsýsluleg brot Ríkisútvarpsins ohf. undir stjórn Magnúsar Geirs séu ekki þess eðlis að þau ættu að stefna umsókn hans í voða. Vill færa RÚV ohf yfir í fjármálaráðuneytið Í kafla skýrslunnar þar sem gerðar eru tillögur til úrbóta er sagt að auka verði gagnsæi um aðskilnað fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu og samkeppnisreksturs og tryggja að „ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu“. Til þess þurfi að verðmeta rými milli dagskrárliða RÚV ohf. sem nýtt er undir auglýsingar og önnur viðskiptaboð. Í innra bókhaldi þarf síðan að tekju- og gjaldfæra þau með viðeigandi hætti, þ.e. til tekna hjá almannaþjónustu félagsins og gjalda hjá samkeppnishlutanum. Ríkisendurskoðandi leggur til að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með hlut ríkisins í Ríkisútvarpinu ohf. líkt og það geri með önnur félög sem ríkið á eignarhlut í. „Enda sé æskilegt að skilja á milli eigendaábyrgðar og faglegrar ábyrgðar.“ Ríkisendurskoðandi telur jafnframt rétt að stjórn hins opinbera hlutafélags verði skipuð á forsendum hæfisskilyrða. Mikilvægt sé að tryggja að a.m.k. hluti stjórnarmanna hafi sérþekkingu á fjármálum. Úr skýrslu Ríkisendurskoðanda. Að endingu segir, í kafla um úrbætur sem vert er að gerðar verði á starfseminni, að efla þurfi eftirlit stjórnar Ríkisútvarpsins ofh. með fjárhag og rekstri félagsins og tryggja sjálfbæran rekstur. Reykjavíkurborg fékk lítið fyrir lóðirnar Í kafla um viðbrögð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er tekið undir þau sjónarmið sem Ríkisendurskoðandi setur fram að „fylgni við lög sé ekki valkvæð […] Ráðuneytið ætlast til að reglum um aðskilnað bókhalds milli almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar sé fylgt til hins ítrasta.“ Í skýrslunni er sérstakur hluti um lóðasölu stofnunarinnar við Efstaleiti. Fram kemur að stofnunin hefði ekki verið rekstrarfær ef ekki hefði komið til hennar. En, ýmsar athugasemdir eru gerðar við það hvernig að þessari lóðasölu var staðið. „Þegar litið er til framangreinds er athyglisvert að árið 2015 hafi Reykjavíkurborg gengið til áðurnefnds samnings við RÚV ohf. um lóðaréttindi og byggingarétt á lóðinni við Efstaleiti án þess að gera kröfu um þátttöku í stofnkostnaði innviða og því að gera lóðina byggingarhæfa. Einnig vekur athygli hversu lítill hluti afraksturs þessa samnings kom í hlut borgarinnar. Ríkisendurskoðandi leggur ekki mat á það hvort hér sé í reynd um opinbera aðstoð að ræða. Þó er víst að bæði ríki og borg framseldu umtalsverð verðmæti til ógjaldfærðs opinbers hlutafélags til að hægt yrði að lækka skuldir þess.“ Tengd skjöl Ríkisútvarpið ohf.: Rekstur og aðgreining rekstrarþátta - Ríkisendurskoðun
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Magnús Geir lætur af störfum á föstudag Auglýst verður eftir næsta útvarpsstjóra um helgina. 13. nóvember 2019 18:58 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52
Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28
Magnús Geir lætur af störfum á föstudag Auglýst verður eftir næsta útvarpsstjóra um helgina. 13. nóvember 2019 18:58