Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2019 19:30 Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14