Körfubolti

Clippers lagði Celtics eftir framlengdan leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tveir ansi góðir léku saman í fyrsta sinn í nótt.
Tveir ansi góðir léku saman í fyrsta sinn í nótt. vísir/getty
Ellefu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt og aðalleikurinn var í Staples Center í Los Angeles.

Þar fengu Clippers heimsókn frá Boston Celtics en bæði lið vel mönnuð og með ágætis sigurhlutfall í upphafi móts. Þetta var jafnframt fyrsti leikur Kawhi Leonard og Paul George saman með Clippers. Leikurinn olli engum vonbrigðum.

Framlengja þurfti leikinn en fór að lokum svo að Clippers unnu þriggja stiga sigur 107-104. Þriðja tap Celtics á tímabilinu staðreynd. Stjörnutvíeyki Clippers lét ekki sitt eftir liggja en George gerði 25 stig á meðan Leonard skoraði 17 stig. Jayson Tatum atkvæðamestur gestanna með 30 stig.

Í Dallas niðurlægðu heimamenn í Mavericks gesti sína í Golden State Warriors. Lokatölur 142-94 fyrir Luka Doncic og félögum eftir að staðan í hálfleik var 74-38. Doncic með 35 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar.

Denver Nuggets hafði betur gegn Houston Rockets í hörkuleik milli tveggja sterkra liða úr Vesturdeildinni. Serbneski snillingurinn Nikola Jokic með 27 stig og 12 fráköst en James Harden gerði einnig 27 stig fyrir gestina.

Úrslit næturinnar 

Philadelphia 76ers 109-104 New York Knicks

Washington Wizards 138-132 San Antonio Spurs

Atlanta Hawks 127-135 Milwaukee Bucks

Brooklyn Nets 101-91 Charlotte Hornets

Miami Heat 124-100 Cleveland Cavaliers

Toronto Raptors 113-97 Orlando Magic

Dallas Mavericks 142-94 Golden State Warriors

Chicago Bulls 109-89 Detroit Pistons

Minnesota Timberwolves 95-103 Utah Jazz

Denver Nuggets 105-95 Houston Rockets

Los Angeles Clippers 107-104 Boston Celtics

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×