„Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2019 07:00 Thelma Dögg Gudmundsen segir að hún hafi upplifað skömm fyrst eftir að hún greindist með geðhvörf. Vísir/Vilhelm „Þetta byrjaði þegar ég var 11 ára, þá fékk ég fyrsta kvíðakastið mitt,“ segir Thelma Dögg Guðmundsen. Thelma er með kvíðaröskun og geðhvörf eða Bipolar 2 og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum. Í einlægu viðtali segir Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún fékk rétta greiningu á kvíða og geðhvörfum. Hún segir að villandi staðalmynd af geðhvörfun birtist í sjónvarpsþáttum og bíómyndum, sem hafi meðal annars verið ástæðan fyrir því að hún skammaðist sín fyrst eftir greininguna. „Ég var á leiðinni heim, bjó þá í Hveragerði og mætti fimm mínútum of seint heim,“ segir Thelma um sína fyrstu minningu af alvarlegum kvíða. „Ég átti að koma heim klukkan átta og var búin að vera úti að leika. Þetta var ekki alvarlegra en það. Þegar ég kem heim þá fæ ég ofsakvíðakast. Það endar með því að uppeldisfaðir minn fer með mig niður á heilsugæslu og þaðan erum við send beint í bæinn. Á leiðinni þurfti sjúkrabíll að koma á móti okkur þar sem ég gjörsamlega náði ekki andanum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fann fyrir kvíða og þá var ég að fá ofsakvíðakast.“ Thelma var lögð inn á sjúkrahús við komuna til Reykjavíkur. „Það fannst ekkert að mér og ég var útskrifuð daginn eftir. Það var engin eftirfylgni, ekkert. Þeir sögðu bara að ég hefði ofandað og var engin greining á neinu öðru með þetta atvik, ekkert annað. Ég gerði mér ekki grein fyrr en miklu seinna að það hefði verið ofsakvíðakast.“ Hún segist ekki vera lengur reið yfir því að hafa ekki verið greind á þessum tímapunkti, en lengi vel fannst henni erfitt að hugsa til þess hvernig lífið hefði kannski verið öðruvísi ef greiningin hefði komið fyrr. „Ég skil ekki hvernig er hægt að ganga í burtu frá máli tengdu andlegri heilsu án þess að vera búinn að kanna það ítarlega. En ég veit alveg líka að hlutirnir eru allt öðruvísi í dag en þeir voru þá.“ Lyfin aðeins skammtímalausn Thelma segir að hún hafi verið brotinn unglingur, sofið mjög mikið, mætt illa í skóla og haldist illa í vinnu. „Það púslaðist ekkert saman hjá mér. Mamma vissi rosalega lítið um það, líka kannski út af því að þetta var ekki jafn opið í umræðunni og þetta er í dag. Hún fór svo með mig til læknis hrædd um að ég væri á eiturlyfjum.“ Hjá lækninum fór Thelma í fíkniefnapróf sem kom út neikvætt. „Þá var ég sett á þunglyndislyf í gegnum heimilislækninn, án þess að ég sé send til geðlæknis eða sálfræðings eða neitt slíkt. Lyf voru fyrsti kosturinn.“ Thelma segist ekki vera hlynnt því, meðal annars vegna eigin reynslu, að heimilislæknar skrifi upp á lyf án þess að sjúklingurinn, sérstaklega ef hann er barn eða unglingur, ræði fyrst við sálfræðing eða geðlækni. „Ég var á 11 töflum árið 2015, í dag er ég að taka þrjár sem eru lyf sem ég verð að vera á.“ Hún segir að með aðstoð núverandi læknis hafi hún „trappað sig niður“ eftir að hún fékk rétta greiningu, kvíðaröskun og geðhvörf. „Fyrir mér leit ég á þetta magn af lyfjum sem skammtímalausn, sem ég þurfti á þessum tíma í gegnum þetta tímabil en á sama tíma þurfti ég að vinna í öðrum andlegum þáttum. Þunglyndislyfin sem ég var sett á þarna virkuðu ekki, heldur var ég ranglega greind, ég var ekki með þunglyndi heldur greinist ég bipolar 2 árið 2014.“ Vísir/Vilhelm Lífið alltaf eins og rússíbani Thelma segir að það hafi verið mikill léttir að fá rétta greiningu, þó að hún hafi komið allt of seint. Frekari upplýsingar um geðhvörf má finna á vef Geðhjálpar og á geðfræðsluvef Hugrúnar. „Þarna kom skýringin af hverju ég fór svona langt niður, af hverju ég svaf stundum í 18 tíma, allri þessari vanlíðan sem að margir mínir nánustu héldu allan tímann að væri þunglyndi. Svo kom líka skýringin á öllu hinu sem var ekki búið að púslast saman í lífinu mínu svo lengi. Þegar ég hafði farið í maníur og farið í IKEA og verslað fyrir 200.000 þrátt fyrir að hafa ekki vantað neitt. Eða byrjað að mála alla gólflistana heima hjá mér á mánudagskvöldi klukkan 11. Líf mitt var eins og rússíbani, lífið mitt var alltaf annað hvort uppi eða niðri. Ég fann aldrei jafnvægi í lífinu fyrir greininguna.“ Thelmu var líst sem „allt eða ekkert týpu“ sem var oft uppfull af stórum hugmyndum. Einstaklingar með geðhvörf eru oft ósigrandi í oflætinu og búa þá yfir óþrjótandi orku til að sigra heiminn. Þeir svífa um í hæstu hæðum, sem er tilfinning sem Thelma upplifði reglulega. Þessu fylgdu svo þunglyndissveiflur. Thelma er greind með kvíðaröskun og einnig geðhvörf 2, sem lýsir sér með meira og langvarandi þunglyndi en hjá fólki með geðhvörf 1. „Sumar hugmyndirnar voru mjög góðar en aðrar ótrúlega fyndnar,“ segir Thelma og hlær. „Ég hef keypt alls konar hluti og tekið alls konar ákvarðanir en þetta var mest áður en ég fór á lyf. Ég kann í dag að sjá það jákvæða í sjúkdómnum, margar frábærar hugmyndir hafa sprottið upp í maníu og er ég þakklát fyrir það í dag.“ Betra að gera áætlun Geðhvörf orsakast af flóknu samspili erfða og umhverfis en það eru geðlæknar sem greina sjúkdóminn með viðtölum. Hún telur að greiningar sem þessar ættu alltaf að vera gerðar af sérfræðingum, ekki heimilislæknum eins og gerðist fyrst í hennar tilfelli. Sú greining reyndist röng og lyfin sem voru uppáskrifuð fyrir Thelmu voru þar af leiðandi ekki þau réttu. „Ástæðan af hverju ég hef svona sterka skoðun á því er vegna þess hversu illa mér leið og hversu slæm áhrif það hafði á mig að vera ranglega greind. Ef ég get forðað einverjum frá þessu eða stytt þann tíma sem einhver annar þarf að ganga í gegnum þá vanlíðan, þá er ég glöð. Ef þú ert með krabbamein þá ferðu til krabbameinslæknis, ef þú ert með lungnasjúkdóm þá ferðu til lungnasérfræðings, það á að vera eins með þetta. Ég set spurningarmerki við það að þú getir í raun oftar en ekki gengið inn hvar sem er og fengið lyf, án þess að fá ítarlegri greiningu eða eitthvað markmið hvernig þú ætlir að tækla næstu skref tengt þínum andlegu veikindum. Sjálf fann ég ekki fyrir eftirfylgni eða markmiðum tengt þessum málum eins og er gert með líkamleg veikindi og veit ég um mörg fleiri dæmi sem hafa sömu sögu að segja. Að mínu mati þá á það sama að gilda um líkamleg og andleg veikindi og finnst mér þörf á að brýna það enn betur.“ Thelma ræðir mikið andlega heilsu og segir að því miður heyri hún alltof oft um að lyfseðlar séu endurnýjaðir án þess að læknar taki stöðuna á einstaklingnum áður Hvort að sjúklingurinn standi á sama stað veikindalega, eða eitthvað hafi breyst síðan skrifað var upp á fyrsta lyfseðilinn. „Ef við setjum þetta upp í öðru samhengi, þá ertu ekki í nokkur ár með sama æfingaprógrammið í ræktinni, þú ert alltaf með markmið og annað hvort breytist prógrammið eða þú finnur að þú sért orðin líkamlega sterkari og getur þá farið að bæta á þyngd. Þú ert ekki í sama líkamlega forminu né með sama styrk og þol og þegar þú byrjaðir fyrir nokkrum árum. Þú fylgist með bætingum og breytingum. Ég lít á það sama með andlega heilsu, þú ræktar andlega heilsu og ert þá líklega ekki á sama stað með hana og þegar þú byrjaðir á því. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna eftirfylgni á þeim málum virðist ekki vera meiri í andlegum málum líkt og hún er í líkamlegum. Mér finnst líka mikilvægt að styrkja andlega heilsu þó það séu notuð lyf samhliða því, því sjálfsvinnan gerir svo ótrúlega mikið. Markmiðið mitt var alltaf að nýta lyf sem „hækju“ en á sama tíma að byggja mig upp svo ég gæti smám saman minnkað þau.“ View this post on Instagram A post shared by (@thelmagudmunds) on Sep 24, 2019 at 3:46pm PDT Eyddi öllum laununum í föt Eftir að Thelma var búin að sætta sig við sína greiningu og hætt að skammast sín, langaði hana að segja öllu fólkinu í lífi sínu frá barnæsku frá sjúkdómnum. Fannst eins og hún skuldaði einhverja skýringu. „Ég var mjög reið fyrst. Mér fannst ég þurfa að hringja í alla sem ég þekkti, var búin að vinna með eða vera með í skóla. Mér fannst eins og ég þyrfti að útskýra að þetta hefði verið í gangi, að þess vegna hefði ég verið ég svona. Það var rosalega erfitt að komast yfir það.“ Einkenni geðhvarfa geta verið til staðar hjá börnum strax frá unga aldri en samkvæmt vef Geðhjálpar var það ekki fyrr en nýlega sem læknar fóru að greina börn með sjúkdóminn. Ef einkenni geðhvarfa greinast snemma hjá börnum eykur það líkurnar á því að þau nái að öðlast jafnvægi, þroskast og byggja á sínum styrk þegar líður á unglingsárin. Thelma hitti lækna fyrst 11 ára vegna andlegrar líðan, svo aftur rétt fyrir 18 ára aldur en þurfti að bíða til 24 ára aldurs til þess að fá rétta greiningu og aðstoðina sem hún þurfti. Þá hafði hún í millitíðinni leitað sjálf á geðdeild Landspítalans. Hún segir að erfitt sé að hugsa til þess að ekkert var gert fyrstu skiptin sem hún fékk læknisaðstoð tengda andlegri líðan. „Ég var alveg reið út í mína nánustu í einhvern tíma, fyrir að hafa ekki séð að þetta væri ekki eðlilegt. Það er ekkert eðlilegt að manneskja sofi í 18 tíma. Ég var að vinna í fatabúð og þegar ég kom heim úr vinnunni henti ég fatapokunum undir rúmið, þar var endalaust magn af fötum því ég keypti alltaf bara meira og meira þegar ég var hátt uppi í maníu. Ég keypti upp öll launin mín sem ég tel vera stórt viðvörunarmerki.“ Svaf í 18 tíma og skreið á salernið Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við þessar tilfinningar til að byrja með. Hugarfar hennar hefði verið allt annað ef hún hefði vitað af hverju henni leið eins og henni leið og hvers vegna hún fann aldrei stöðugleika í lífinu. „Vegna þess að ég hefði kannski gert hlutina allt öðruvísi, ég hefði kannski getað klárað námið sem ég var í eða haldist betur í vinnu, fullt af hlutum sem ég átti ótrúlega erfitt með. Mér leið alltaf eins og ég væri ekki að gera nóg, ég var stanslaust að klóra í bakkann en ég náði bara ekki að gera meira. Ég var að gera eins vel og ég gat. Ég hefði kannski hætt að berja mig svona mikið niður fyrir að vera svona mikill aumingi, eins og ég kallaði sjálfa mig þá, að sofa í 18 tíma og geta ekki labbað á klósettið, ég skreið á baðherbergið. Þessi vanlíðan alltaf og grátköstin sem fylgdu því oft tímunum saman. Í einhvern tíma var ég reið og fannst þetta ósanngjarnt, mér fannst eins og eitthvað hefði verið tekið af mér. En svo vinnur maður í hlutunum og ég hef mjög sterka trú á því að það sé ástæða fyrr öllu sem gerist. Það eru margir hlutir sem ég hef lent í sem ég myndi ekki taka til baka of það er örugglega skrítið fyrir marga að heyra það.“ Thelma segir að áföllin sem hún hafi lent í hafi mótað hana eftir að hún fór að vinna úr þeim. Þetta hafi gert hana að þeirri manneskju sem hún er í dag. „Ég er miklu sáttari með þetta í dag og finnst ótrúlega gott að geta talað um þetta án þess að finnast það óþægilegt eða finna fyrir skömm. Það er miklu meira fjallað um geðraskanir í dag og ég er mjög glöð að hafa opnað á þá samræðu sjálf á samfélagsmiðlum, ef einhver sem hlustar getur nýtt sér það eða kannski áttar sig á hlutunum fyrr.“ Thelma Dögg segir að það hjálpi sér að ræða sín veikindi á samfélagsmiðlum. Hún vonar að það hjálpi líka einhverjum sem fylgist með henni þar.Vísir/Vilhelm Ruglandi skilaboð í sjónvarpinu Thelma er með tæplega 15.000 fylgjendur á Instagram. Hún er stundakennari í förðunarskólanum Makeup Studio Hörpu Kára og starfar einnig hjá fyrirtækinu Swipe við markaðsmál. Hún fékk á dögunum spennandi nýtt starf, sem of snemmt er að segja frá opinberlega á þessum tímapunkti. Thelma viðurkennir að það hafi þó ekki verið auðvelt að byrja að tala um geðheilsu sína á samfélagsmiðlum. „Mér fannst virkilega erfitt að fara til sálfræðings og að fara til geðlæknis, ég gat ekki sagt neinum það til að byrja með því að mér fannst það svo óþægilegt. Þetta er allt í lagi þegar einhver annar er að gera þetta, en svo þegar þetta ert þú sjálfur þá er þetta bara allt annað. Þegar ég fékk greininguna þá var það ótrúlega mikil viðurkenning, það er eitthvað þarna. En svo á sama tíma var líka skömm hjá mér að segja fólki frá því. Það er af því að það er búið að setja upp staðalímynd af bipolar eða geðhvörfum, það er búið að mála svo ranga mynd af þessum sjúkdómi bæði í bíómyndum og sjónvarpsþáttum.“ Það sama má segja um staðalímyndir af geðdeildum, en geðdeild Landspítalans sé langt frá því að vera eins og þær sem sjást í bíómyndunum. „Ég leitaði þangað áður en ég greindist og það var rosalega erfitt skref fyrir mig, ég hef leitað tvisvar þangað og fékk bara ágætt viðmót. Ég lendi í því að ég er hjá heimilislækni sem að sagði mér sjálfur að hann vissi rosalega lítið um geðsjúkdóma, var af gamla skólanum. Það voru alltaf svona tuttugu mínútur búnar af tímanum þegar ég komst inn til hans, það var alltaf seinkunn og ég fékk rosalega lítið að tala. Ég var líka mjög brotin og átti mjög erfitt með að tala.“ Á þessum tímapunkti var ekki búið að greina Thelmu með kvíðaröskun og geðhvörf, en læknirinn skrifaði þá upp á ýmis lyf sem hentuðu henni alls ekki. „Ég varð rosalega veik út af því. Ég var á svefnlyfjum og fleiri lyfjum sem að var bara olía á eldinn fyrir mig. Það líka varð til þess að ég grátbað, ég grét á geðdeild, og bað þau að leggja mig inn.“ Var byrjuð að efast um eigin vanlíðan Thelmu var tilkynnt að fólk þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði til að metið sé að innlagnar sé þörf. Að hennar mati er vöntun á að brúa bilið þar á milli. Thelmu var sagt að það yrði lítið gert fyrir hana á geðdeild nema að lyfjunum yrði kannski breytt, þetta væri eingöngu skammtímalausn. Hún segir að það hafi reitt sig til reiði á því augnabliki en svo hafi hún verið fegin seinna, eftir að hún var komin inn hjá geðlækninum sínum og byrjuð að vinna í langtímalausnum og bataferli. „Ég beið í sex mánuði eftir að komast að hjá geðlækni, ég var samt hjá sálfræðingi áður og það hjálpaði mikið.“ Thelma segir að heimilislæknirinn hefði mun frekar átt að senda hana strax áfram, en þess í stað hafi hann frestað bata hennar og látið henni líða enn verr á vissan hátt. „Ég var farin að efast um að það væri eitthvað að. Mér leið illa að biðja um lyf, eins og ég væri bara að misnota þau.“ Á endanum fékk Thelma nóg og fann nýjan lækni sem reyndist henni vel og í kjölfarið komst hún að hjá geðlækni. „Þetta sýnir mér bara að þú þarft að hafa rétta fólkið í kringum þig. Þú getur byrjað að trúa því sem fólk segir, fólk sem hefur ekki góð áhrif á þig og er ekki rétta fólkið til þess að hjálpa þér, bara af því að þú ert svo brotin.“ Hluti líkamans lamaðist Árið 2014 var örlagaríkt í lífi Thelmu. Hún var með marga bolta á lofti í einu og á endanum sagði líkami hennar stopp. „Áður en ég greinist fékk ég taugalömun. Ég var þá í fullu námi í fjarnámi, ég var í fullri vinnu og að vinna aukalega til hliðar en ég skildi samt ekki af hverju ég var svona kvíðin. Ég var svo ótrúlega ótengd sjálfri mér, ég var bara ekki þarna. Ég staulaðist um eins og einhver vofa og var einfaldlega ekki á staðnum. Á þessum tímapunkti fannst mér frábær hugmynd að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, til að bæta ofan á veikindin og allt annað.“ Þetta varð til þess að einn daginn lenti hún á vegg andlega og missti skyndilega mátt í hluta líkamans. Þetta átti eftir að breyta lífi hennar, að mörgu leiti til hins betra. „Þarna hafði ég líka lent í kynferðisbrotum og var ekki búin að vinna úr þeim, ég hélt að það hefði ekki áhrif á mig en það gerði það, að sjálfsögðu. Ég lamaðist í hálfu andliti og á hluta líkamans.“ Brotin Eftir taugalömunina byrjaði Thelma að byggja sig upp aftur og vinna í sjálfri sér og andlegri líðan. Það var eftir þetta sem hún fékk rétta greiningu á geðröskunum sínum og síðan þá hefur leiðin aðeins legið upp á við. Hún þurfti þó að vinna fyrst úr erfiðum atvikum sem höfðu gerst árin og mánuðina á undan. „Ég hugsaði ekki um sjálfa mig. Ég elskaði ekki sjálfa mig og líkama minn, ég hætti að elska mig vegna þess sem ég hafði gengið í gegnum. Ég staulaðist bara áfram í afneitun og á sjálfstýringu.“ Thelma segir að ákveðnir einstaklingar hafi misnotað sér það hvað hún var brotin og berskjölduð á þessum tíma. „Ég er ekki að segja að ég hafi dregið þetta að mér en um leið og ég vann úr öllu því kynferðisofbeldi sem ég lenti í þá hef ég aldrei aftur orðið fyrir áreiti. Það var eins og ég hefði verið með eitthvað yfir mér, ég veit að það hljómar skringilega. Ég var svo brotin og fólk sem gerir svona hluti finnur þetta og sækist í mann. Ég lenti tvisvar í nauðgun og tvisvar í kynferðislegri áreitni á vinnustað.“ View this post on Instagram A post shared by (@thelmagudmunds) on Apr 16, 2019 at 8:27am PDT Týndi sjálfri sér um tíma Afneitun olli því að Thelma leitaði ekki strax aðstoðar hjá Stígamótum. Hún leitaði þó þangað í bataferlinu sínu og fékk þar mikla hjálp. Síðan þá hefur hún unnið fyrir Stígamót sjálf, til þess að gefa eitthvað til baka. Hún hefur unnið að herferðum með Stígamótum og tekið þátt i slíkri. Núna er hún að vinna að spennandi verkefni sem snýr að því að fræða fólk um kynferðisbrot og ræða hlutina sem hafa ekki verið mikið ræddir eftir slík brot. Eftir áramót er hún að fara á stað með þetta flotta verkefni á samfélagsmiðlum í samstarfi við Stígamót og framleiðslufyrirtækið Swipe. „Frá því ég var lítil þá var lítið talað um hlutina á mínu heimili sem var ekki alveg í takt við mig. Frá því ég man eftir mér hef ég haft sterkar skoðanir og átt auðvelt með að koma þeim á framfæri en ég týndi bara sjálfri mér í rúm svona þrjú ár. Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar af því að ég var í afneitun. Skammtímalausnin er að vinna ekki í því og nenna ekki að standa í því, en þá líður þér illa lengur. En á sama tíma er mikilvægt að vinna í hlutunum þegar maður er tilbúin til þess, þú getur það ekkert fyrr. Þegar það verður þá er það nákvæmlega rétti tíminn, enginn annar.“ Thelma segir að hún hafi verið um tvítugt þegar henni var nauðgað. „Ég fór út að borða með mjög góðum vini mínum. Svo fórum við á skemmtistað þar sem hann var að hitta stelpu sem var þar. Allt í einu er ég orðin ein þar sem hann fór að spjalla við hana. Ég hafði farið á bíl niður í bæ. Ég hitti þennan strák þarna sem ég kannaðist aðeins við, hann býður mér í glas á barnum. Við vorum vinir á Facebook og ég sagði já. Ég fæ mér bjór í flösku og það næsta sem ég man er að ég er orðin smá ringluð. Ég finn að ég er farin að finna meira á mér miðað við bara einn bjór, það næsta er að hann telur mér trú um að við séum að fara nokkur heim til hans. Ég man að hann heldur undir höndina á mér og leiðir mig í leigubíl. Ég mun alltaf muna eftir tilfinningunni þegar að höfuðið á mér skall í þakið á bílnum þegar ég var að fara inn í bílinn. Ég var orðinn það ringluð.“ Thelma man ekki eftir bílferðinni en hún man eftir því að fara inn í kjallaraíbúð hans stuttu síðar. „Við löbbum niður tröppur, við förum í kjallara og þetta var niðri í miðbæ. Það kemur langur spegill eftir allri íbúðinni og ég horfi í spegilinn og hvítan í augunum mínum er alveg rauð. Ég hugsaði með mér, þetta er ekki eðlilegt, hvað er í gangi hérna? Ég sest inn í stofu og ég bið hann um vatnsglas. Hann reynir að byrja að kyssa mig og ég sagði „Nei ég vil þetta ekki, eru ekki stelpurnar að koma? Eins og ég best vissi að planið væri.“ Hún segir að „hálf pirraður“ hafi hann sagt að hann myndi sækja fyrir hana vatnsglas. „En síðan kemur hann með eitthvað áfengt fyrir mig, ég finn það alveg á bragðinu. Svo spyr hann mig hvort ég vilji ekki spila með honum FIFA.“ Thelma segir að hún hafi sagt að hún ætlaði á salernið en farið þess í stað inn í eitthvað herbergi og hringt í vin sinn sem hún hafði verið með fyrr um kvöldið. „Hann var semsagt með kortið mitt. Ég spyr hvort hann geti sótt mig því mér langaði ekki að vera þarna. Hann sagðist vera kominn heim til sín. Hann spyr hvort ég geti ekki bara reddað mér.“ Hún man að hafa talað um að hún væri ekki með kort eða peninga fyrir leigubíl. „Í rauninni man ég ekki meir akkúrat þarna. Svo vakna ég bara við það að hann er ofan á mér. Það skrítna við þessa sögu er að þegar þú ætlar að fá munnmök frá einstaklingi, þá finnur þú hvort að manneskjan sé vakandi eða sofandi. Af því að það er alveg á hreinu að manneskjan er ekki með meðvitund ef ekkert er að gerast, en ég vakna við það semsagt. Það var búið að taka bolinn minn, rífa sokkabuxurnar mínar og pilsið mitt er komið upp.“ „Það gerðist ekkert“ Thelma hefur unnið mikið í sínum málum með aðstoð Stígamóta en á samt augljóslega erfitt með að rifja þetta upp. „Þegar ég vakna, er það fyrsta sem hann segir: „Það gerðist ekkert, það gerðist ekkert. Thelma það gerðist ekkert.“ Hann sagði það ítrekað aftur og aftur og aftur. Ég man tilfinninguna og hversu oft ég ældi, að vita það að hann hefði gert þetta. Ég fékk ekki bara ógeð á sjálfri mér, þarna niðri, heldur líka hérna uppi. Ég ældi margoft við tilhugsunina að þetta hafði gerst, að honum hafi fundist í lagi að gera þetta.“ Hún fór út úr íbúðinni og hann á eftir, áfram að segja henni að ekkert hafi átt sér stað. „Ég tek leigubíl, sem ég hefði náttúrulega átt að gera til að byrja með en ég gerði mér ekki grein fyrir að gera það. Ég tók leigubíl og borgaði leigubílinn svo fyrir utan heima, þegar ég var komin með pening.“ Thelma segir að reglulega eftir þetta hafi hann hringt í sig. Vinur Thelmu leyfði honum einnig að hringja í hana úr eigin síma, þau hættu að vera vinir eftir þetta. View this post on Instagram A post shared by(@thelmagudmunds) on Sep 8, 2019 at 3:28pm PDT Fann styrk eftir að tala við hann Thelma segir að næstu mánuði hafi hún séð hann reglulega í fjölmiðlum, sem hafi verið erfitt áður en hún náði að vinna úr áfallinu. Hún hitti hann svo síðar á bar og valdi þá að segja eitthvað í stað þess að fara. „Þetta var stuttu eftir að ég hætti að drekka áfengi og var búin að vinna frekar mikið í mér. Ég átti mjög erfitt með þetta, sérstaklega þegar hann birtist í sjónvarpi í alls konar þáttum. Ég labbaði inn á Petersen svítuna og þá situr hann þar og hinn aðilinn sem nauðgaði mér situr við hliðina á honum, og þeir þekktust ekki neitt. Ég var að labba inn og horfi á þá og hugsa með mér, hverjar eru líkurnar? Stelpurnar spyrja hvort ég sjái hverjir eru þarna og hvort ég vilji fara.“ Áður en Thelma vissi af var hún lögð af stað í áttina að borðinu sem þeir sátu við. „Ég halla mér fram á borðið og sagði „Þið tveir eruð flottir saman. Þið eruð búnir að vera gera sama viðbjóðinn er það ekki? Ætlið þið að halda áfram að vera svona rosalega flottir fyrir samfélagið?“ síðan labbaði ég í burtu. Þetta var mín lokun.“ Thelma segir að sá sem hafi nauðgaði henni hafi látið sem hann þekkti hana ekki, þegar hann fór í röðina fyrir framan salernið hafi hún kallað nafnið hans yfir staðinn og spurt hvort hún ætti að segja öllum þarna inni hvernig þau þekktust, fyrst hann kannaðist ekkert við hana. „Hann sagði „Nei“ svo ég sagði „já okei þannig að þú veist af hverju þú þekkir mig er það ekki? Hann sagði „jú, jú.“ Þarna var líka mín lokun á það, hann staðfesti við mig hvað hann hafði gert. Vinkonur mínar voru þarna og þær sögðu að þær hefðu aldrei séð svona lítinn mann. Hann varð svo lítill í sér, hann varð bara pínulítill.“ Hún segir að kannski hefði hún ekki sagt nákvæmlega þetta ef hún hefði verið búin að ákveða það fyrirfram, en leið samt betur yfir því að hafa gert það og fann fyrir meiri styrk. Thelma segir að seinni nauðgunin hafi átt sér stað minna en ári á eftir hinni, í því tilfelli hafi gerandinn verið besti vinur þáverandi kærasta hennar. Einhver sem hún þekkti vel og treysti. Eftir að Thelma var áreitt kynferðislega af yfirmanni á vinnustað, var henni sagt upp í kjölfarið. „Það var komið með uppsagnarbréf heim til mín á milli jóla og nýárs. Ég spurði af hverju það væri verið að segja mér upp og hann sagði „Æji Thelma þú veist nákvæmlega af hverju, þetta er miklu þægilegra svona.“ Það voru nákvæmlega orðin sem ég fékk að heyra. Þá var hann búinn að reyna við mig ítrekað á starfsmannahittingum.“ Thelma Dögg hefur unnið að nokkrum verkefnum með Stígamótum eftir að hún kynntist starfsemi þeirra.Vísir/Daníel Andlega og líkamlega erfitt Árið 2015 leitar Thelma fyrst til Stígamóta, sem var fyrsta skrefið á hennar bataferli. „Mér fannst erfitt að labba þarna inn, alveg ótrúlega erfitt. Ég var með einhverja ímynd af því hvernig þetta ætti að vera og hvernig Stígamót væru, sem var svo miklu almennilegri og hlýrri en ég nokkurn tímann ímyndaði mér. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja eða hvar ég ætti að byrja að segja frá, sem skipti í raun engu máli, heldur bara það að mæta er fyrsta skrefið. Mér fannst mitt mál ekkert mikið miðað við aðra, ég held að við séum rosalega mörg með þá hugsun. Þú ert alltaf að miða þig saman við einhverja aðra sem er bara galið.“ Thelma segir að viðtölin hjá Stígamótum hafi tekið mikið á, hún hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað það væri erfitt líkamlega og andlega að byrja að vinna í sínum málum. Hún var í endurhæfingu á þessum tíma og treysti sér suma daga ekki til að gera neitt eftir sálfræðitímana nema að skríða upp í sófa. Hún segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það taki langan tíma að vinna úr áföllum og að það hjálpi ekkert að ætla að tækla öll vandamálin í einu á sem skemmstum tíma. „Þú verður náttúrulega bara að gefa þér tíma, það er erfiðara en að segja það, ég veit það. En það hafa allir jafn marga tíma í sólarhringnum, það er bara spurning hvernig þú ráðstafar þeim. Þú þarft að búa tíma til fyrir sjálfan þig en ekki setja þig í neðsta sæti. Þolinmæði er það besta sem ég hef fengið út úr þessu öllu. Þolinmæði vinnur með manni í þessu.“ Að hennar mati mætti opna umræðuna enn frekar um það hvernig líf þolenda getur verið eftir nauðgun og þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi, ýmislegt sem aðrir átta sig ekki endilega á. „Tilfinningarnar eins og þegar þú ert í vinnunni og einhver bregður þér. Ég verð mjög reið ef einhver bregður mér. Eða þú ert ein að labba og lítur þá alltaf fyrir aftan þig, þú ert alltaf með lyklana í hendinni, þegar þú ferð í leikhús og þarft að pæla í því hvort nauðgarinn þinn sé kannski í salnum. Og þegar þú upplifir eitthvað eða líkaminn þinn upplifir eitthvað í kynlífi, þú ferð að gráta í kynlífi.“ Hágrét í kynlífi Thelma segir að sjálf hafi hún þurft að fara í sturtu og hafa ýmsa hluti á ákveðinn hátt áður en hún stundaði kynlíf eftir þetta, að hluta til vegna þess að hún þurfti að hafa meiri stjórn á aðstæðunum. Þetta er þó ekki jafn erfitt í dag en Thelma segir að ekki sé talað nógu mikið um þessar afleiðingar, litlu hlutina sem geti snúið öllu á hvolf. „Eins og í fyrsta skipti sem ég grét í kynlífi, ég fór að hágráta út af einhverri hreyfingu. Þetta er náttúrulega ömurlegt bæði fyrir sjálfa þig og makann þinn. Stundum er einhver trigger, bara litlir hlutir blossa upp sem eitthvað miklu stærra út af því sem þú lentir í. Þetta eru líka oftar en ekki tilfinningar sem er erfitt að útskýra fyrir þeim sem hafa ekki lent í kynferðisbroti og manni finnst maður vera einn með þessar tilfinningar og upplifanir. En nýlega kom vitundarvakning á Instagram, síðan Eftir nauðgun, þar sem er verið að tala um þessa hluti og þessa upplifanir. Mér finnst þetta frábært því að ég held að rosalega margir tengi við þetta en tala ekki endilega um það.“ Á Stígamótum ræddi Thelma þessar upplifanir og segir að það hafi verið léttir að heyra að hún væri ekki ein, þetta væri algengt. „Eins og tilfinningin eftir kynlíf, þér finnst þú vera skítug og sérð eftir því.“ Thelma fór aftur síðar til Stígamóta vegna sinnar reynslu. „Þú ert alltaf velkomin aftur og þú „klárar“ aldrei andleg mál heldur kemur þetta á misjöfnum tímum og ekkert endilega allt í einu. Þá er alveg eðlilegt að leita aftur til þeirra og þú ert ekki að taka skref til baka, heldur annað skref áfram bara á þeim tíma sem á þú getur tekið það.“ Hún er mjög þakklát fyrir Stígamót og alla þá aðstoð sem hún fékk þar. „Þú þarft ekki að vera tilbúin þegar þú mætir. Þú getur líka farið bara í einn tíma og svo séð til. Þetta er engin pína og kvöð, það er ekki verið að gera neitt nema að hjálpa þér þarna. Þessi þjónusta er frí og mér finnst sorglegt að ég hafi ekki nýtt mér hana fyrr. Í dag er ég að styrkja Stígamót í hverjum mánuði og er búin að gera ýmis verkefni með þeim. Vegna þess að mér langar að gefa af mér af því að mér fannst þau hjálpa mér svo mikið.“ Vísir/Vilhelm Má vera reið og sár Thelma hefur fengið jákvæð viðbrögð þegar hún hefur rætt um sína geðsjúkdóma á samfélagsmiðlum og hefur einnig haldið fyrirlestra tengda geðfræðslu, meðal annars í menntaskólum. Hún ætlar að halda því áfram og finnst gott að geta frætt fólk meira um sína sjúkdóma, líka sína nánustu. „Það er eitt sem að fólk misskilur stundum, þú ert nefnilega með tilfinningar þó að þú sért með geðsjúkdóm. Þú ert ennþá þú þó að þú sért með þennan sjúkdóm, þú þarft ekki að vera í maníu þó að þú sért ótrúlega glöð út af ákveðnum hlut. Ég má alveg líka vera reið og sár og leið og jákvæð og hamingjusöm og glöð og allt, það er hluti af því að vera mannlegur.“ Hún segir mikilvægt að fólk setji ekki einstaklinga með geðsjúkdóma í eitthvað ákveðið box og reyni að útskýra allt í fari þeirra út frá því. „Ég er ekki endilega að kaupa mér kápu af því að ég er í maníu. Kannski er ég bara að kaupa mér kápu af því að mér langar í kápu. Það er svolítið undir mér komið að greina þar á milli.“ Thelma hefur reynt að hafa húmor fyrir sjúkdómnum sínum og segir að það geti verið holt stundum að hlægja af birtingarmyndum hans. Geðhvörfin hafa áhrif á hennar daglega líf og náin sambönd, en lyfin sem hún tekur alla daga hjálpa mikið með sveiflurnar. „Þegar ég er langt niðri á ég það alveg til að kúpla mig bara út, taka mér bara minn tíma og vilja ekki svara í síma. Þá vita mínar vinkonur af því en auðvitað tekur þetta á maka og fjölskyldu, kannski mest þann sem þú býrð með. Það er erfitt að horfa upp á einhvern vera veikan, sofa í svona marga tíma og upplifa mikinn vanlíðan. Ég hef alltaf beðið um það að fólkið í kringum mig láti mig vita ef því finnst ég vera að fara í áttina að fara óeðlilega hátt upp. Þetta hefur alveg stundum tekið á í mínum fyrri samböndum og mér finnst það auðvitað leiðinlegt en á sama tíma getur það haft engin áhrif. Ég get allavega stolt sagt frá því að ég held þessu alls ekki leyndu fyrir fólki í kringum mig og þeim sem ég kynnist, enda er þetta hluti af mér sem manneskju.“ View this post on Instagram Frá því eg var yngri þá man ég eftir þeirri tilfinningu að vera “of mikið”. Ég hafði of miklar skoðanir, ég talaði of mikið, ég talaði of hátt, ég var of hreinskilin eða of ákveðin... að mati annarra sem ég fór að trúa út frá þeim skoðunum. Þangað til ég fattaði að maður er ekki allra og maður getur aldrei verið. Tilfinningin þegar ég áttaði mig á því var frelsandi og fékk mig til að leyfa mér að vera nákvæmlega eins og ég er. Fyrir sumum getur þú verið of mikið á meðan fyrir öðrum ertu ekki nóg. Hvorugt skiptir máli, svo lengi sem þú ert samkvæmur sjálfum þér. —————————————————————————— Your energy becomes free once you simply be yourself. Stop forcing. Flow with you. Be what you are. Be you, that’s the key to all success. -s. mcnutt A post shared by (@thelmagudmunds) on Aug 26, 2019 at 3:26pm PDT Nýlega fór Thelma í gegnum sambandsslit og viðurkennir hún að svo stórar breytingar í lífinu geti raskað jafnvæginu og andlegri líðan mikið. „Við vorum saman í fimm ár, þú ert búin að vera með manneskju svo lengi að það er kominn stöðugleiki sem ég vil meina að hjálpi þér mikið með að líða vel andlega. Þegar stöðugleikinn er farinn og þú veist ekki alveg hvert þú ert að stefna og ert svolítið í lausu lofti þá er bara mjög eðlilegt að líða ekki vel.“ Hún segir að það hjálpi mikið að þessi sambandsslit hafi verið mjög heilbrigð, sem sé virkilega jákvætt, en þetta sé samt langt frá því að vera auðvelt. „Mér leið ágætlega fyrst en svo fékk ég alveg skell eins og eðlilegt er. Ég held að maður læri aldrei að fara í gegnum sambandsslit, ég held að þú verðir aldrei góður í því. En ég finn það samt núna, miðað við önnur sambönd sem ég hef verið í, að ég þekki mig miklu betur. Ég leyfi mér að líða illa ef mér líður illa. Ég hugsa vel um sjálfa mig og er líka tilfinningalega tengdari mér sjálfri en nokkurn tímann áður. Auðvitað tekur þetta á en maður verður bara að hlusta á sjálfan sig, leyfa sér að vera ekki alltaf með allt á hreinu, það er það enginn. Við erum öll á mismunandi kafla í lífinu á hverri stundu.“ Thelma segir að þegar hún skoði samfélagsmiðla hjá öðrum reyni hún að sjá það jákvæða í öllum og taka út þetta góða sem fólk er að gera. Hún velur sjálf að opna sig um sína geðröskun og andleg málefni en segist skilja að það henti ekki öllum að gera það með þeim hætti. „Síðustu ár hef ég kennt sjálfri mér það að pæla ekki í því hvað aðrir eru að gera. Við getum haft skoðanir á mörgu, en að hafa virðingu fyrir því hvernig aðrir gera hlutina er ótrúlega mikilvægt. Við þurfum líka ekki að hafa skoðanir á bókstaflega öllu. Að finna fyrir því er svo frelsandi fyrir mann sjálfan. Við erum mismunandi og þrátt fyrir að ég myndi gera hlutina á einhvern ákveðinn hátt þá skil ég alveg að þú viljir ekki það sama fyrir þig. Hvernig ég geri hlutina hjálpar mér og það hjálpar öðrum. Svo lengi sem þú ert að gera hlutina fyrir sjálfan þig þá ertu á réttri blaðsíðu og ert sáttur við sjálfan þig.“ Hún segir að ef að fólk nýti samfélagsmiðla, þennan vettvang, í að tala um andlega heilsu þá sé það mjög gott. Það treysti samt ekki allir sér til þess. Sjálf hefur hún haldið fyrirlestra um geðheilsu, þar á meðal fyrir grunnskóla- og menntaskólanemendur hér á landi. Stundum velur Thelma að grínast með sjúkdóminn sinn. „Ég segi frá sjúkdómnum og minni reynslu svona á léttu nótunum í þessum fyrirlestrum.“ Thelma segir mikilvægt að ræða andlega heilsu við krakka svo að þau velti líka fyrir sér sinni líðan. Sjálf hefði hún viljað fara fyrirlestur sem þennan þegar hún var yngri. „Það komu aldrei fyrirlestrar frá fólki sem voru frábærar fyrirmyndir sem var að gera flotta hluti. Heldur frekar dæmi um það hvernig við ættum alls ekki að vera. Mér finnst þess vegna gott að vera til fyrirmyndar og sýna að þú getur verið með geðsjúkdóm, margir eru með geðsjúkdóm, og þú þurfir samt ekki að vera einhver staðalímynd af því, og það á ekki að þurfa að vera það.“ Thelma horfir jákvæð á framtíðina og er með mikið af spennandi verkefnum í vinnslu. Hún ætlar að halda áfram að tala um sína reynslu tengda andlegum málum á samfélagsmiðlinum Instagram og á þeim fyrirlestrum sem hún er beðin um að halda. „Skömmin er ekki okkar.“ Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi getur þú pantað tíma hjá Stígamótum með því að senda tölvupóst á stigamot@stigamot.is eða hringja í síma 562-6868. Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess. Heilbrigðismál Helgarviðtal Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Viðtal Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Þetta byrjaði þegar ég var 11 ára, þá fékk ég fyrsta kvíðakastið mitt,“ segir Thelma Dögg Guðmundsen. Thelma er með kvíðaröskun og geðhvörf eða Bipolar 2 og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum. Í einlægu viðtali segir Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún fékk rétta greiningu á kvíða og geðhvörfum. Hún segir að villandi staðalmynd af geðhvörfun birtist í sjónvarpsþáttum og bíómyndum, sem hafi meðal annars verið ástæðan fyrir því að hún skammaðist sín fyrst eftir greininguna. „Ég var á leiðinni heim, bjó þá í Hveragerði og mætti fimm mínútum of seint heim,“ segir Thelma um sína fyrstu minningu af alvarlegum kvíða. „Ég átti að koma heim klukkan átta og var búin að vera úti að leika. Þetta var ekki alvarlegra en það. Þegar ég kem heim þá fæ ég ofsakvíðakast. Það endar með því að uppeldisfaðir minn fer með mig niður á heilsugæslu og þaðan erum við send beint í bæinn. Á leiðinni þurfti sjúkrabíll að koma á móti okkur þar sem ég gjörsamlega náði ekki andanum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fann fyrir kvíða og þá var ég að fá ofsakvíðakast.“ Thelma var lögð inn á sjúkrahús við komuna til Reykjavíkur. „Það fannst ekkert að mér og ég var útskrifuð daginn eftir. Það var engin eftirfylgni, ekkert. Þeir sögðu bara að ég hefði ofandað og var engin greining á neinu öðru með þetta atvik, ekkert annað. Ég gerði mér ekki grein fyrr en miklu seinna að það hefði verið ofsakvíðakast.“ Hún segist ekki vera lengur reið yfir því að hafa ekki verið greind á þessum tímapunkti, en lengi vel fannst henni erfitt að hugsa til þess hvernig lífið hefði kannski verið öðruvísi ef greiningin hefði komið fyrr. „Ég skil ekki hvernig er hægt að ganga í burtu frá máli tengdu andlegri heilsu án þess að vera búinn að kanna það ítarlega. En ég veit alveg líka að hlutirnir eru allt öðruvísi í dag en þeir voru þá.“ Lyfin aðeins skammtímalausn Thelma segir að hún hafi verið brotinn unglingur, sofið mjög mikið, mætt illa í skóla og haldist illa í vinnu. „Það púslaðist ekkert saman hjá mér. Mamma vissi rosalega lítið um það, líka kannski út af því að þetta var ekki jafn opið í umræðunni og þetta er í dag. Hún fór svo með mig til læknis hrædd um að ég væri á eiturlyfjum.“ Hjá lækninum fór Thelma í fíkniefnapróf sem kom út neikvætt. „Þá var ég sett á þunglyndislyf í gegnum heimilislækninn, án þess að ég sé send til geðlæknis eða sálfræðings eða neitt slíkt. Lyf voru fyrsti kosturinn.“ Thelma segist ekki vera hlynnt því, meðal annars vegna eigin reynslu, að heimilislæknar skrifi upp á lyf án þess að sjúklingurinn, sérstaklega ef hann er barn eða unglingur, ræði fyrst við sálfræðing eða geðlækni. „Ég var á 11 töflum árið 2015, í dag er ég að taka þrjár sem eru lyf sem ég verð að vera á.“ Hún segir að með aðstoð núverandi læknis hafi hún „trappað sig niður“ eftir að hún fékk rétta greiningu, kvíðaröskun og geðhvörf. „Fyrir mér leit ég á þetta magn af lyfjum sem skammtímalausn, sem ég þurfti á þessum tíma í gegnum þetta tímabil en á sama tíma þurfti ég að vinna í öðrum andlegum þáttum. Þunglyndislyfin sem ég var sett á þarna virkuðu ekki, heldur var ég ranglega greind, ég var ekki með þunglyndi heldur greinist ég bipolar 2 árið 2014.“ Vísir/Vilhelm Lífið alltaf eins og rússíbani Thelma segir að það hafi verið mikill léttir að fá rétta greiningu, þó að hún hafi komið allt of seint. Frekari upplýsingar um geðhvörf má finna á vef Geðhjálpar og á geðfræðsluvef Hugrúnar. „Þarna kom skýringin af hverju ég fór svona langt niður, af hverju ég svaf stundum í 18 tíma, allri þessari vanlíðan sem að margir mínir nánustu héldu allan tímann að væri þunglyndi. Svo kom líka skýringin á öllu hinu sem var ekki búið að púslast saman í lífinu mínu svo lengi. Þegar ég hafði farið í maníur og farið í IKEA og verslað fyrir 200.000 þrátt fyrir að hafa ekki vantað neitt. Eða byrjað að mála alla gólflistana heima hjá mér á mánudagskvöldi klukkan 11. Líf mitt var eins og rússíbani, lífið mitt var alltaf annað hvort uppi eða niðri. Ég fann aldrei jafnvægi í lífinu fyrir greininguna.“ Thelmu var líst sem „allt eða ekkert týpu“ sem var oft uppfull af stórum hugmyndum. Einstaklingar með geðhvörf eru oft ósigrandi í oflætinu og búa þá yfir óþrjótandi orku til að sigra heiminn. Þeir svífa um í hæstu hæðum, sem er tilfinning sem Thelma upplifði reglulega. Þessu fylgdu svo þunglyndissveiflur. Thelma er greind með kvíðaröskun og einnig geðhvörf 2, sem lýsir sér með meira og langvarandi þunglyndi en hjá fólki með geðhvörf 1. „Sumar hugmyndirnar voru mjög góðar en aðrar ótrúlega fyndnar,“ segir Thelma og hlær. „Ég hef keypt alls konar hluti og tekið alls konar ákvarðanir en þetta var mest áður en ég fór á lyf. Ég kann í dag að sjá það jákvæða í sjúkdómnum, margar frábærar hugmyndir hafa sprottið upp í maníu og er ég þakklát fyrir það í dag.“ Betra að gera áætlun Geðhvörf orsakast af flóknu samspili erfða og umhverfis en það eru geðlæknar sem greina sjúkdóminn með viðtölum. Hún telur að greiningar sem þessar ættu alltaf að vera gerðar af sérfræðingum, ekki heimilislæknum eins og gerðist fyrst í hennar tilfelli. Sú greining reyndist röng og lyfin sem voru uppáskrifuð fyrir Thelmu voru þar af leiðandi ekki þau réttu. „Ástæðan af hverju ég hef svona sterka skoðun á því er vegna þess hversu illa mér leið og hversu slæm áhrif það hafði á mig að vera ranglega greind. Ef ég get forðað einverjum frá þessu eða stytt þann tíma sem einhver annar þarf að ganga í gegnum þá vanlíðan, þá er ég glöð. Ef þú ert með krabbamein þá ferðu til krabbameinslæknis, ef þú ert með lungnasjúkdóm þá ferðu til lungnasérfræðings, það á að vera eins með þetta. Ég set spurningarmerki við það að þú getir í raun oftar en ekki gengið inn hvar sem er og fengið lyf, án þess að fá ítarlegri greiningu eða eitthvað markmið hvernig þú ætlir að tækla næstu skref tengt þínum andlegu veikindum. Sjálf fann ég ekki fyrir eftirfylgni eða markmiðum tengt þessum málum eins og er gert með líkamleg veikindi og veit ég um mörg fleiri dæmi sem hafa sömu sögu að segja. Að mínu mati þá á það sama að gilda um líkamleg og andleg veikindi og finnst mér þörf á að brýna það enn betur.“ Thelma ræðir mikið andlega heilsu og segir að því miður heyri hún alltof oft um að lyfseðlar séu endurnýjaðir án þess að læknar taki stöðuna á einstaklingnum áður Hvort að sjúklingurinn standi á sama stað veikindalega, eða eitthvað hafi breyst síðan skrifað var upp á fyrsta lyfseðilinn. „Ef við setjum þetta upp í öðru samhengi, þá ertu ekki í nokkur ár með sama æfingaprógrammið í ræktinni, þú ert alltaf með markmið og annað hvort breytist prógrammið eða þú finnur að þú sért orðin líkamlega sterkari og getur þá farið að bæta á þyngd. Þú ert ekki í sama líkamlega forminu né með sama styrk og þol og þegar þú byrjaðir fyrir nokkrum árum. Þú fylgist með bætingum og breytingum. Ég lít á það sama með andlega heilsu, þú ræktar andlega heilsu og ert þá líklega ekki á sama stað með hana og þegar þú byrjaðir á því. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna eftirfylgni á þeim málum virðist ekki vera meiri í andlegum málum líkt og hún er í líkamlegum. Mér finnst líka mikilvægt að styrkja andlega heilsu þó það séu notuð lyf samhliða því, því sjálfsvinnan gerir svo ótrúlega mikið. Markmiðið mitt var alltaf að nýta lyf sem „hækju“ en á sama tíma að byggja mig upp svo ég gæti smám saman minnkað þau.“ View this post on Instagram A post shared by (@thelmagudmunds) on Sep 24, 2019 at 3:46pm PDT Eyddi öllum laununum í föt Eftir að Thelma var búin að sætta sig við sína greiningu og hætt að skammast sín, langaði hana að segja öllu fólkinu í lífi sínu frá barnæsku frá sjúkdómnum. Fannst eins og hún skuldaði einhverja skýringu. „Ég var mjög reið fyrst. Mér fannst ég þurfa að hringja í alla sem ég þekkti, var búin að vinna með eða vera með í skóla. Mér fannst eins og ég þyrfti að útskýra að þetta hefði verið í gangi, að þess vegna hefði ég verið ég svona. Það var rosalega erfitt að komast yfir það.“ Einkenni geðhvarfa geta verið til staðar hjá börnum strax frá unga aldri en samkvæmt vef Geðhjálpar var það ekki fyrr en nýlega sem læknar fóru að greina börn með sjúkdóminn. Ef einkenni geðhvarfa greinast snemma hjá börnum eykur það líkurnar á því að þau nái að öðlast jafnvægi, þroskast og byggja á sínum styrk þegar líður á unglingsárin. Thelma hitti lækna fyrst 11 ára vegna andlegrar líðan, svo aftur rétt fyrir 18 ára aldur en þurfti að bíða til 24 ára aldurs til þess að fá rétta greiningu og aðstoðina sem hún þurfti. Þá hafði hún í millitíðinni leitað sjálf á geðdeild Landspítalans. Hún segir að erfitt sé að hugsa til þess að ekkert var gert fyrstu skiptin sem hún fékk læknisaðstoð tengda andlegri líðan. „Ég var alveg reið út í mína nánustu í einhvern tíma, fyrir að hafa ekki séð að þetta væri ekki eðlilegt. Það er ekkert eðlilegt að manneskja sofi í 18 tíma. Ég var að vinna í fatabúð og þegar ég kom heim úr vinnunni henti ég fatapokunum undir rúmið, þar var endalaust magn af fötum því ég keypti alltaf bara meira og meira þegar ég var hátt uppi í maníu. Ég keypti upp öll launin mín sem ég tel vera stórt viðvörunarmerki.“ Svaf í 18 tíma og skreið á salernið Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við þessar tilfinningar til að byrja með. Hugarfar hennar hefði verið allt annað ef hún hefði vitað af hverju henni leið eins og henni leið og hvers vegna hún fann aldrei stöðugleika í lífinu. „Vegna þess að ég hefði kannski gert hlutina allt öðruvísi, ég hefði kannski getað klárað námið sem ég var í eða haldist betur í vinnu, fullt af hlutum sem ég átti ótrúlega erfitt með. Mér leið alltaf eins og ég væri ekki að gera nóg, ég var stanslaust að klóra í bakkann en ég náði bara ekki að gera meira. Ég var að gera eins vel og ég gat. Ég hefði kannski hætt að berja mig svona mikið niður fyrir að vera svona mikill aumingi, eins og ég kallaði sjálfa mig þá, að sofa í 18 tíma og geta ekki labbað á klósettið, ég skreið á baðherbergið. Þessi vanlíðan alltaf og grátköstin sem fylgdu því oft tímunum saman. Í einhvern tíma var ég reið og fannst þetta ósanngjarnt, mér fannst eins og eitthvað hefði verið tekið af mér. En svo vinnur maður í hlutunum og ég hef mjög sterka trú á því að það sé ástæða fyrr öllu sem gerist. Það eru margir hlutir sem ég hef lent í sem ég myndi ekki taka til baka of það er örugglega skrítið fyrir marga að heyra það.“ Thelma segir að áföllin sem hún hafi lent í hafi mótað hana eftir að hún fór að vinna úr þeim. Þetta hafi gert hana að þeirri manneskju sem hún er í dag. „Ég er miklu sáttari með þetta í dag og finnst ótrúlega gott að geta talað um þetta án þess að finnast það óþægilegt eða finna fyrir skömm. Það er miklu meira fjallað um geðraskanir í dag og ég er mjög glöð að hafa opnað á þá samræðu sjálf á samfélagsmiðlum, ef einhver sem hlustar getur nýtt sér það eða kannski áttar sig á hlutunum fyrr.“ Thelma Dögg segir að það hjálpi sér að ræða sín veikindi á samfélagsmiðlum. Hún vonar að það hjálpi líka einhverjum sem fylgist með henni þar.Vísir/Vilhelm Ruglandi skilaboð í sjónvarpinu Thelma er með tæplega 15.000 fylgjendur á Instagram. Hún er stundakennari í förðunarskólanum Makeup Studio Hörpu Kára og starfar einnig hjá fyrirtækinu Swipe við markaðsmál. Hún fékk á dögunum spennandi nýtt starf, sem of snemmt er að segja frá opinberlega á þessum tímapunkti. Thelma viðurkennir að það hafi þó ekki verið auðvelt að byrja að tala um geðheilsu sína á samfélagsmiðlum. „Mér fannst virkilega erfitt að fara til sálfræðings og að fara til geðlæknis, ég gat ekki sagt neinum það til að byrja með því að mér fannst það svo óþægilegt. Þetta er allt í lagi þegar einhver annar er að gera þetta, en svo þegar þetta ert þú sjálfur þá er þetta bara allt annað. Þegar ég fékk greininguna þá var það ótrúlega mikil viðurkenning, það er eitthvað þarna. En svo á sama tíma var líka skömm hjá mér að segja fólki frá því. Það er af því að það er búið að setja upp staðalímynd af bipolar eða geðhvörfum, það er búið að mála svo ranga mynd af þessum sjúkdómi bæði í bíómyndum og sjónvarpsþáttum.“ Það sama má segja um staðalímyndir af geðdeildum, en geðdeild Landspítalans sé langt frá því að vera eins og þær sem sjást í bíómyndunum. „Ég leitaði þangað áður en ég greindist og það var rosalega erfitt skref fyrir mig, ég hef leitað tvisvar þangað og fékk bara ágætt viðmót. Ég lendi í því að ég er hjá heimilislækni sem að sagði mér sjálfur að hann vissi rosalega lítið um geðsjúkdóma, var af gamla skólanum. Það voru alltaf svona tuttugu mínútur búnar af tímanum þegar ég komst inn til hans, það var alltaf seinkunn og ég fékk rosalega lítið að tala. Ég var líka mjög brotin og átti mjög erfitt með að tala.“ Á þessum tímapunkti var ekki búið að greina Thelmu með kvíðaröskun og geðhvörf, en læknirinn skrifaði þá upp á ýmis lyf sem hentuðu henni alls ekki. „Ég varð rosalega veik út af því. Ég var á svefnlyfjum og fleiri lyfjum sem að var bara olía á eldinn fyrir mig. Það líka varð til þess að ég grátbað, ég grét á geðdeild, og bað þau að leggja mig inn.“ Var byrjuð að efast um eigin vanlíðan Thelmu var tilkynnt að fólk þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði til að metið sé að innlagnar sé þörf. Að hennar mati er vöntun á að brúa bilið þar á milli. Thelmu var sagt að það yrði lítið gert fyrir hana á geðdeild nema að lyfjunum yrði kannski breytt, þetta væri eingöngu skammtímalausn. Hún segir að það hafi reitt sig til reiði á því augnabliki en svo hafi hún verið fegin seinna, eftir að hún var komin inn hjá geðlækninum sínum og byrjuð að vinna í langtímalausnum og bataferli. „Ég beið í sex mánuði eftir að komast að hjá geðlækni, ég var samt hjá sálfræðingi áður og það hjálpaði mikið.“ Thelma segir að heimilislæknirinn hefði mun frekar átt að senda hana strax áfram, en þess í stað hafi hann frestað bata hennar og látið henni líða enn verr á vissan hátt. „Ég var farin að efast um að það væri eitthvað að. Mér leið illa að biðja um lyf, eins og ég væri bara að misnota þau.“ Á endanum fékk Thelma nóg og fann nýjan lækni sem reyndist henni vel og í kjölfarið komst hún að hjá geðlækni. „Þetta sýnir mér bara að þú þarft að hafa rétta fólkið í kringum þig. Þú getur byrjað að trúa því sem fólk segir, fólk sem hefur ekki góð áhrif á þig og er ekki rétta fólkið til þess að hjálpa þér, bara af því að þú ert svo brotin.“ Hluti líkamans lamaðist Árið 2014 var örlagaríkt í lífi Thelmu. Hún var með marga bolta á lofti í einu og á endanum sagði líkami hennar stopp. „Áður en ég greinist fékk ég taugalömun. Ég var þá í fullu námi í fjarnámi, ég var í fullri vinnu og að vinna aukalega til hliðar en ég skildi samt ekki af hverju ég var svona kvíðin. Ég var svo ótrúlega ótengd sjálfri mér, ég var bara ekki þarna. Ég staulaðist um eins og einhver vofa og var einfaldlega ekki á staðnum. Á þessum tímapunkti fannst mér frábær hugmynd að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, til að bæta ofan á veikindin og allt annað.“ Þetta varð til þess að einn daginn lenti hún á vegg andlega og missti skyndilega mátt í hluta líkamans. Þetta átti eftir að breyta lífi hennar, að mörgu leiti til hins betra. „Þarna hafði ég líka lent í kynferðisbrotum og var ekki búin að vinna úr þeim, ég hélt að það hefði ekki áhrif á mig en það gerði það, að sjálfsögðu. Ég lamaðist í hálfu andliti og á hluta líkamans.“ Brotin Eftir taugalömunina byrjaði Thelma að byggja sig upp aftur og vinna í sjálfri sér og andlegri líðan. Það var eftir þetta sem hún fékk rétta greiningu á geðröskunum sínum og síðan þá hefur leiðin aðeins legið upp á við. Hún þurfti þó að vinna fyrst úr erfiðum atvikum sem höfðu gerst árin og mánuðina á undan. „Ég hugsaði ekki um sjálfa mig. Ég elskaði ekki sjálfa mig og líkama minn, ég hætti að elska mig vegna þess sem ég hafði gengið í gegnum. Ég staulaðist bara áfram í afneitun og á sjálfstýringu.“ Thelma segir að ákveðnir einstaklingar hafi misnotað sér það hvað hún var brotin og berskjölduð á þessum tíma. „Ég er ekki að segja að ég hafi dregið þetta að mér en um leið og ég vann úr öllu því kynferðisofbeldi sem ég lenti í þá hef ég aldrei aftur orðið fyrir áreiti. Það var eins og ég hefði verið með eitthvað yfir mér, ég veit að það hljómar skringilega. Ég var svo brotin og fólk sem gerir svona hluti finnur þetta og sækist í mann. Ég lenti tvisvar í nauðgun og tvisvar í kynferðislegri áreitni á vinnustað.“ View this post on Instagram A post shared by (@thelmagudmunds) on Apr 16, 2019 at 8:27am PDT Týndi sjálfri sér um tíma Afneitun olli því að Thelma leitaði ekki strax aðstoðar hjá Stígamótum. Hún leitaði þó þangað í bataferlinu sínu og fékk þar mikla hjálp. Síðan þá hefur hún unnið fyrir Stígamót sjálf, til þess að gefa eitthvað til baka. Hún hefur unnið að herferðum með Stígamótum og tekið þátt i slíkri. Núna er hún að vinna að spennandi verkefni sem snýr að því að fræða fólk um kynferðisbrot og ræða hlutina sem hafa ekki verið mikið ræddir eftir slík brot. Eftir áramót er hún að fara á stað með þetta flotta verkefni á samfélagsmiðlum í samstarfi við Stígamót og framleiðslufyrirtækið Swipe. „Frá því ég var lítil þá var lítið talað um hlutina á mínu heimili sem var ekki alveg í takt við mig. Frá því ég man eftir mér hef ég haft sterkar skoðanir og átt auðvelt með að koma þeim á framfæri en ég týndi bara sjálfri mér í rúm svona þrjú ár. Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar af því að ég var í afneitun. Skammtímalausnin er að vinna ekki í því og nenna ekki að standa í því, en þá líður þér illa lengur. En á sama tíma er mikilvægt að vinna í hlutunum þegar maður er tilbúin til þess, þú getur það ekkert fyrr. Þegar það verður þá er það nákvæmlega rétti tíminn, enginn annar.“ Thelma segir að hún hafi verið um tvítugt þegar henni var nauðgað. „Ég fór út að borða með mjög góðum vini mínum. Svo fórum við á skemmtistað þar sem hann var að hitta stelpu sem var þar. Allt í einu er ég orðin ein þar sem hann fór að spjalla við hana. Ég hafði farið á bíl niður í bæ. Ég hitti þennan strák þarna sem ég kannaðist aðeins við, hann býður mér í glas á barnum. Við vorum vinir á Facebook og ég sagði já. Ég fæ mér bjór í flösku og það næsta sem ég man er að ég er orðin smá ringluð. Ég finn að ég er farin að finna meira á mér miðað við bara einn bjór, það næsta er að hann telur mér trú um að við séum að fara nokkur heim til hans. Ég man að hann heldur undir höndina á mér og leiðir mig í leigubíl. Ég mun alltaf muna eftir tilfinningunni þegar að höfuðið á mér skall í þakið á bílnum þegar ég var að fara inn í bílinn. Ég var orðinn það ringluð.“ Thelma man ekki eftir bílferðinni en hún man eftir því að fara inn í kjallaraíbúð hans stuttu síðar. „Við löbbum niður tröppur, við förum í kjallara og þetta var niðri í miðbæ. Það kemur langur spegill eftir allri íbúðinni og ég horfi í spegilinn og hvítan í augunum mínum er alveg rauð. Ég hugsaði með mér, þetta er ekki eðlilegt, hvað er í gangi hérna? Ég sest inn í stofu og ég bið hann um vatnsglas. Hann reynir að byrja að kyssa mig og ég sagði „Nei ég vil þetta ekki, eru ekki stelpurnar að koma? Eins og ég best vissi að planið væri.“ Hún segir að „hálf pirraður“ hafi hann sagt að hann myndi sækja fyrir hana vatnsglas. „En síðan kemur hann með eitthvað áfengt fyrir mig, ég finn það alveg á bragðinu. Svo spyr hann mig hvort ég vilji ekki spila með honum FIFA.“ Thelma segir að hún hafi sagt að hún ætlaði á salernið en farið þess í stað inn í eitthvað herbergi og hringt í vin sinn sem hún hafði verið með fyrr um kvöldið. „Hann var semsagt með kortið mitt. Ég spyr hvort hann geti sótt mig því mér langaði ekki að vera þarna. Hann sagðist vera kominn heim til sín. Hann spyr hvort ég geti ekki bara reddað mér.“ Hún man að hafa talað um að hún væri ekki með kort eða peninga fyrir leigubíl. „Í rauninni man ég ekki meir akkúrat þarna. Svo vakna ég bara við það að hann er ofan á mér. Það skrítna við þessa sögu er að þegar þú ætlar að fá munnmök frá einstaklingi, þá finnur þú hvort að manneskjan sé vakandi eða sofandi. Af því að það er alveg á hreinu að manneskjan er ekki með meðvitund ef ekkert er að gerast, en ég vakna við það semsagt. Það var búið að taka bolinn minn, rífa sokkabuxurnar mínar og pilsið mitt er komið upp.“ „Það gerðist ekkert“ Thelma hefur unnið mikið í sínum málum með aðstoð Stígamóta en á samt augljóslega erfitt með að rifja þetta upp. „Þegar ég vakna, er það fyrsta sem hann segir: „Það gerðist ekkert, það gerðist ekkert. Thelma það gerðist ekkert.“ Hann sagði það ítrekað aftur og aftur og aftur. Ég man tilfinninguna og hversu oft ég ældi, að vita það að hann hefði gert þetta. Ég fékk ekki bara ógeð á sjálfri mér, þarna niðri, heldur líka hérna uppi. Ég ældi margoft við tilhugsunina að þetta hafði gerst, að honum hafi fundist í lagi að gera þetta.“ Hún fór út úr íbúðinni og hann á eftir, áfram að segja henni að ekkert hafi átt sér stað. „Ég tek leigubíl, sem ég hefði náttúrulega átt að gera til að byrja með en ég gerði mér ekki grein fyrir að gera það. Ég tók leigubíl og borgaði leigubílinn svo fyrir utan heima, þegar ég var komin með pening.“ Thelma segir að reglulega eftir þetta hafi hann hringt í sig. Vinur Thelmu leyfði honum einnig að hringja í hana úr eigin síma, þau hættu að vera vinir eftir þetta. View this post on Instagram A post shared by(@thelmagudmunds) on Sep 8, 2019 at 3:28pm PDT Fann styrk eftir að tala við hann Thelma segir að næstu mánuði hafi hún séð hann reglulega í fjölmiðlum, sem hafi verið erfitt áður en hún náði að vinna úr áfallinu. Hún hitti hann svo síðar á bar og valdi þá að segja eitthvað í stað þess að fara. „Þetta var stuttu eftir að ég hætti að drekka áfengi og var búin að vinna frekar mikið í mér. Ég átti mjög erfitt með þetta, sérstaklega þegar hann birtist í sjónvarpi í alls konar þáttum. Ég labbaði inn á Petersen svítuna og þá situr hann þar og hinn aðilinn sem nauðgaði mér situr við hliðina á honum, og þeir þekktust ekki neitt. Ég var að labba inn og horfi á þá og hugsa með mér, hverjar eru líkurnar? Stelpurnar spyrja hvort ég sjái hverjir eru þarna og hvort ég vilji fara.“ Áður en Thelma vissi af var hún lögð af stað í áttina að borðinu sem þeir sátu við. „Ég halla mér fram á borðið og sagði „Þið tveir eruð flottir saman. Þið eruð búnir að vera gera sama viðbjóðinn er það ekki? Ætlið þið að halda áfram að vera svona rosalega flottir fyrir samfélagið?“ síðan labbaði ég í burtu. Þetta var mín lokun.“ Thelma segir að sá sem hafi nauðgaði henni hafi látið sem hann þekkti hana ekki, þegar hann fór í röðina fyrir framan salernið hafi hún kallað nafnið hans yfir staðinn og spurt hvort hún ætti að segja öllum þarna inni hvernig þau þekktust, fyrst hann kannaðist ekkert við hana. „Hann sagði „Nei“ svo ég sagði „já okei þannig að þú veist af hverju þú þekkir mig er það ekki? Hann sagði „jú, jú.“ Þarna var líka mín lokun á það, hann staðfesti við mig hvað hann hafði gert. Vinkonur mínar voru þarna og þær sögðu að þær hefðu aldrei séð svona lítinn mann. Hann varð svo lítill í sér, hann varð bara pínulítill.“ Hún segir að kannski hefði hún ekki sagt nákvæmlega þetta ef hún hefði verið búin að ákveða það fyrirfram, en leið samt betur yfir því að hafa gert það og fann fyrir meiri styrk. Thelma segir að seinni nauðgunin hafi átt sér stað minna en ári á eftir hinni, í því tilfelli hafi gerandinn verið besti vinur þáverandi kærasta hennar. Einhver sem hún þekkti vel og treysti. Eftir að Thelma var áreitt kynferðislega af yfirmanni á vinnustað, var henni sagt upp í kjölfarið. „Það var komið með uppsagnarbréf heim til mín á milli jóla og nýárs. Ég spurði af hverju það væri verið að segja mér upp og hann sagði „Æji Thelma þú veist nákvæmlega af hverju, þetta er miklu þægilegra svona.“ Það voru nákvæmlega orðin sem ég fékk að heyra. Þá var hann búinn að reyna við mig ítrekað á starfsmannahittingum.“ Thelma Dögg hefur unnið að nokkrum verkefnum með Stígamótum eftir að hún kynntist starfsemi þeirra.Vísir/Daníel Andlega og líkamlega erfitt Árið 2015 leitar Thelma fyrst til Stígamóta, sem var fyrsta skrefið á hennar bataferli. „Mér fannst erfitt að labba þarna inn, alveg ótrúlega erfitt. Ég var með einhverja ímynd af því hvernig þetta ætti að vera og hvernig Stígamót væru, sem var svo miklu almennilegri og hlýrri en ég nokkurn tímann ímyndaði mér. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja eða hvar ég ætti að byrja að segja frá, sem skipti í raun engu máli, heldur bara það að mæta er fyrsta skrefið. Mér fannst mitt mál ekkert mikið miðað við aðra, ég held að við séum rosalega mörg með þá hugsun. Þú ert alltaf að miða þig saman við einhverja aðra sem er bara galið.“ Thelma segir að viðtölin hjá Stígamótum hafi tekið mikið á, hún hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað það væri erfitt líkamlega og andlega að byrja að vinna í sínum málum. Hún var í endurhæfingu á þessum tíma og treysti sér suma daga ekki til að gera neitt eftir sálfræðitímana nema að skríða upp í sófa. Hún segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það taki langan tíma að vinna úr áföllum og að það hjálpi ekkert að ætla að tækla öll vandamálin í einu á sem skemmstum tíma. „Þú verður náttúrulega bara að gefa þér tíma, það er erfiðara en að segja það, ég veit það. En það hafa allir jafn marga tíma í sólarhringnum, það er bara spurning hvernig þú ráðstafar þeim. Þú þarft að búa tíma til fyrir sjálfan þig en ekki setja þig í neðsta sæti. Þolinmæði er það besta sem ég hef fengið út úr þessu öllu. Þolinmæði vinnur með manni í þessu.“ Að hennar mati mætti opna umræðuna enn frekar um það hvernig líf þolenda getur verið eftir nauðgun og þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi, ýmislegt sem aðrir átta sig ekki endilega á. „Tilfinningarnar eins og þegar þú ert í vinnunni og einhver bregður þér. Ég verð mjög reið ef einhver bregður mér. Eða þú ert ein að labba og lítur þá alltaf fyrir aftan þig, þú ert alltaf með lyklana í hendinni, þegar þú ferð í leikhús og þarft að pæla í því hvort nauðgarinn þinn sé kannski í salnum. Og þegar þú upplifir eitthvað eða líkaminn þinn upplifir eitthvað í kynlífi, þú ferð að gráta í kynlífi.“ Hágrét í kynlífi Thelma segir að sjálf hafi hún þurft að fara í sturtu og hafa ýmsa hluti á ákveðinn hátt áður en hún stundaði kynlíf eftir þetta, að hluta til vegna þess að hún þurfti að hafa meiri stjórn á aðstæðunum. Þetta er þó ekki jafn erfitt í dag en Thelma segir að ekki sé talað nógu mikið um þessar afleiðingar, litlu hlutina sem geti snúið öllu á hvolf. „Eins og í fyrsta skipti sem ég grét í kynlífi, ég fór að hágráta út af einhverri hreyfingu. Þetta er náttúrulega ömurlegt bæði fyrir sjálfa þig og makann þinn. Stundum er einhver trigger, bara litlir hlutir blossa upp sem eitthvað miklu stærra út af því sem þú lentir í. Þetta eru líka oftar en ekki tilfinningar sem er erfitt að útskýra fyrir þeim sem hafa ekki lent í kynferðisbroti og manni finnst maður vera einn með þessar tilfinningar og upplifanir. En nýlega kom vitundarvakning á Instagram, síðan Eftir nauðgun, þar sem er verið að tala um þessa hluti og þessa upplifanir. Mér finnst þetta frábært því að ég held að rosalega margir tengi við þetta en tala ekki endilega um það.“ Á Stígamótum ræddi Thelma þessar upplifanir og segir að það hafi verið léttir að heyra að hún væri ekki ein, þetta væri algengt. „Eins og tilfinningin eftir kynlíf, þér finnst þú vera skítug og sérð eftir því.“ Thelma fór aftur síðar til Stígamóta vegna sinnar reynslu. „Þú ert alltaf velkomin aftur og þú „klárar“ aldrei andleg mál heldur kemur þetta á misjöfnum tímum og ekkert endilega allt í einu. Þá er alveg eðlilegt að leita aftur til þeirra og þú ert ekki að taka skref til baka, heldur annað skref áfram bara á þeim tíma sem á þú getur tekið það.“ Hún er mjög þakklát fyrir Stígamót og alla þá aðstoð sem hún fékk þar. „Þú þarft ekki að vera tilbúin þegar þú mætir. Þú getur líka farið bara í einn tíma og svo séð til. Þetta er engin pína og kvöð, það er ekki verið að gera neitt nema að hjálpa þér þarna. Þessi þjónusta er frí og mér finnst sorglegt að ég hafi ekki nýtt mér hana fyrr. Í dag er ég að styrkja Stígamót í hverjum mánuði og er búin að gera ýmis verkefni með þeim. Vegna þess að mér langar að gefa af mér af því að mér fannst þau hjálpa mér svo mikið.“ Vísir/Vilhelm Má vera reið og sár Thelma hefur fengið jákvæð viðbrögð þegar hún hefur rætt um sína geðsjúkdóma á samfélagsmiðlum og hefur einnig haldið fyrirlestra tengda geðfræðslu, meðal annars í menntaskólum. Hún ætlar að halda því áfram og finnst gott að geta frætt fólk meira um sína sjúkdóma, líka sína nánustu. „Það er eitt sem að fólk misskilur stundum, þú ert nefnilega með tilfinningar þó að þú sért með geðsjúkdóm. Þú ert ennþá þú þó að þú sért með þennan sjúkdóm, þú þarft ekki að vera í maníu þó að þú sért ótrúlega glöð út af ákveðnum hlut. Ég má alveg líka vera reið og sár og leið og jákvæð og hamingjusöm og glöð og allt, það er hluti af því að vera mannlegur.“ Hún segir mikilvægt að fólk setji ekki einstaklinga með geðsjúkdóma í eitthvað ákveðið box og reyni að útskýra allt í fari þeirra út frá því. „Ég er ekki endilega að kaupa mér kápu af því að ég er í maníu. Kannski er ég bara að kaupa mér kápu af því að mér langar í kápu. Það er svolítið undir mér komið að greina þar á milli.“ Thelma hefur reynt að hafa húmor fyrir sjúkdómnum sínum og segir að það geti verið holt stundum að hlægja af birtingarmyndum hans. Geðhvörfin hafa áhrif á hennar daglega líf og náin sambönd, en lyfin sem hún tekur alla daga hjálpa mikið með sveiflurnar. „Þegar ég er langt niðri á ég það alveg til að kúpla mig bara út, taka mér bara minn tíma og vilja ekki svara í síma. Þá vita mínar vinkonur af því en auðvitað tekur þetta á maka og fjölskyldu, kannski mest þann sem þú býrð með. Það er erfitt að horfa upp á einhvern vera veikan, sofa í svona marga tíma og upplifa mikinn vanlíðan. Ég hef alltaf beðið um það að fólkið í kringum mig láti mig vita ef því finnst ég vera að fara í áttina að fara óeðlilega hátt upp. Þetta hefur alveg stundum tekið á í mínum fyrri samböndum og mér finnst það auðvitað leiðinlegt en á sama tíma getur það haft engin áhrif. Ég get allavega stolt sagt frá því að ég held þessu alls ekki leyndu fyrir fólki í kringum mig og þeim sem ég kynnist, enda er þetta hluti af mér sem manneskju.“ View this post on Instagram Frá því eg var yngri þá man ég eftir þeirri tilfinningu að vera “of mikið”. Ég hafði of miklar skoðanir, ég talaði of mikið, ég talaði of hátt, ég var of hreinskilin eða of ákveðin... að mati annarra sem ég fór að trúa út frá þeim skoðunum. Þangað til ég fattaði að maður er ekki allra og maður getur aldrei verið. Tilfinningin þegar ég áttaði mig á því var frelsandi og fékk mig til að leyfa mér að vera nákvæmlega eins og ég er. Fyrir sumum getur þú verið of mikið á meðan fyrir öðrum ertu ekki nóg. Hvorugt skiptir máli, svo lengi sem þú ert samkvæmur sjálfum þér. —————————————————————————— Your energy becomes free once you simply be yourself. Stop forcing. Flow with you. Be what you are. Be you, that’s the key to all success. -s. mcnutt A post shared by (@thelmagudmunds) on Aug 26, 2019 at 3:26pm PDT Nýlega fór Thelma í gegnum sambandsslit og viðurkennir hún að svo stórar breytingar í lífinu geti raskað jafnvæginu og andlegri líðan mikið. „Við vorum saman í fimm ár, þú ert búin að vera með manneskju svo lengi að það er kominn stöðugleiki sem ég vil meina að hjálpi þér mikið með að líða vel andlega. Þegar stöðugleikinn er farinn og þú veist ekki alveg hvert þú ert að stefna og ert svolítið í lausu lofti þá er bara mjög eðlilegt að líða ekki vel.“ Hún segir að það hjálpi mikið að þessi sambandsslit hafi verið mjög heilbrigð, sem sé virkilega jákvætt, en þetta sé samt langt frá því að vera auðvelt. „Mér leið ágætlega fyrst en svo fékk ég alveg skell eins og eðlilegt er. Ég held að maður læri aldrei að fara í gegnum sambandsslit, ég held að þú verðir aldrei góður í því. En ég finn það samt núna, miðað við önnur sambönd sem ég hef verið í, að ég þekki mig miklu betur. Ég leyfi mér að líða illa ef mér líður illa. Ég hugsa vel um sjálfa mig og er líka tilfinningalega tengdari mér sjálfri en nokkurn tímann áður. Auðvitað tekur þetta á en maður verður bara að hlusta á sjálfan sig, leyfa sér að vera ekki alltaf með allt á hreinu, það er það enginn. Við erum öll á mismunandi kafla í lífinu á hverri stundu.“ Thelma segir að þegar hún skoði samfélagsmiðla hjá öðrum reyni hún að sjá það jákvæða í öllum og taka út þetta góða sem fólk er að gera. Hún velur sjálf að opna sig um sína geðröskun og andleg málefni en segist skilja að það henti ekki öllum að gera það með þeim hætti. „Síðustu ár hef ég kennt sjálfri mér það að pæla ekki í því hvað aðrir eru að gera. Við getum haft skoðanir á mörgu, en að hafa virðingu fyrir því hvernig aðrir gera hlutina er ótrúlega mikilvægt. Við þurfum líka ekki að hafa skoðanir á bókstaflega öllu. Að finna fyrir því er svo frelsandi fyrir mann sjálfan. Við erum mismunandi og þrátt fyrir að ég myndi gera hlutina á einhvern ákveðinn hátt þá skil ég alveg að þú viljir ekki það sama fyrir þig. Hvernig ég geri hlutina hjálpar mér og það hjálpar öðrum. Svo lengi sem þú ert að gera hlutina fyrir sjálfan þig þá ertu á réttri blaðsíðu og ert sáttur við sjálfan þig.“ Hún segir að ef að fólk nýti samfélagsmiðla, þennan vettvang, í að tala um andlega heilsu þá sé það mjög gott. Það treysti samt ekki allir sér til þess. Sjálf hefur hún haldið fyrirlestra um geðheilsu, þar á meðal fyrir grunnskóla- og menntaskólanemendur hér á landi. Stundum velur Thelma að grínast með sjúkdóminn sinn. „Ég segi frá sjúkdómnum og minni reynslu svona á léttu nótunum í þessum fyrirlestrum.“ Thelma segir mikilvægt að ræða andlega heilsu við krakka svo að þau velti líka fyrir sér sinni líðan. Sjálf hefði hún viljað fara fyrirlestur sem þennan þegar hún var yngri. „Það komu aldrei fyrirlestrar frá fólki sem voru frábærar fyrirmyndir sem var að gera flotta hluti. Heldur frekar dæmi um það hvernig við ættum alls ekki að vera. Mér finnst þess vegna gott að vera til fyrirmyndar og sýna að þú getur verið með geðsjúkdóm, margir eru með geðsjúkdóm, og þú þurfir samt ekki að vera einhver staðalímynd af því, og það á ekki að þurfa að vera það.“ Thelma horfir jákvæð á framtíðina og er með mikið af spennandi verkefnum í vinnslu. Hún ætlar að halda áfram að tala um sína reynslu tengda andlegum málum á samfélagsmiðlinum Instagram og á þeim fyrirlestrum sem hún er beðin um að halda. „Skömmin er ekki okkar.“ Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi getur þú pantað tíma hjá Stígamótum með því að senda tölvupóst á stigamot@stigamot.is eða hringja í síma 562-6868. Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess.
Heilbrigðismál Helgarviðtal Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Viðtal Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira