Höddi Magg lýsti árlegu kótilettukappáti sem þingmaður VG pakkaði saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 15:15 Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður kann þá list betur en flestir að borða kótilettur. Vísir/Friðrik Þór Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát
Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira