„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 15:40 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15