Staðfesti farbann vegna gruns um aðild að skipulögðu fólkssmygli í umfangsmiklu máli Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2019 16:45 Landsréttur kvað upp dóm sinn fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ernir Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli undir rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. Fram kom í máli lögreglu fyrir dómi að rannsóknin á umræddu máli sé verulega umfangsmikil og flækjustig þess eigi sér fáa líka. Í málinu eru fimmtán aðilar sagðir hafa stöðu sakbornings og telur lögregla að maðurinn sé lykil sakborningur í málinu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Telur hann hafa stundað skipulögð brot Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi stundað umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverka- og hlutdeildarmenn. Hann er meðal annars grunaður um brot á lögum um útlendinga. Þau brot sem lögregla rannsaki kunni að varða allt að 12 ára fangelsi. Honum er gert að hafa gefið lögreglu upp rangt nafn og fæðingardag í tólf vikur og að hafa verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Rannsókn málsins er sögð langt komin en sé ekki lokið. Lögregla segir grun leika á því að allmargir erlendir ríkisborgarar hafi „hagnýtt sér kerfið um alþjóðlega vernd,“ eins og það er orðað í dómnum. Einstaklingarnir eru sakaðir um að hafa komið til landsins og haldið á lögreglustöð án sinna skilríkja og farsíma í því skyni að sækja um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum gefið upp röng nöfn og mismunandi fæðingardaga. Sumir hafi þannig fengið stöðu hér á landi með því að villa á sér heimildir í því skyni að útvega sér vinnu hér á landi og starfa undir fölskum forsendum. Lögregla segist nú rannsaka aðild umrædds manns að öllum þeim kennitölum sem fengnar hafi verið með slíkum hætti og skipulögðu smygli á fólki hingað til lands. „Þá sé ljóst að umfang tekna sóknaraðila hér á landi skipti tugum milljóna á u.þ.b. tveimur árum og virðist ekki vera í neinu samræmi við stöðu hans sem hælisleitanda hér á landi eða uppgefnar tekjur,“ kemur jafnframt fram í máli lögreglu.Sagður hafa haft tækifæri til að flýja land Í máli verjanda mannsins kom fram að vegna mistaka lögreglu hafi gleymst að framlengja farbannið tvisvar og í fimm daga í janúar á þessu ári, 33 í júlí og ágúst og að lokum einn dag í október hafi maðurinn ekki sætt farbanni af neinu tagi. Hann hafi því haft fjölmörg tækifæri til þess að koma sér úr landi og undan hugsanlegri málsókn en ekki látið af því. Í stað þess er hann sagður hafa reynt að þrýsta á lögreglustjóra um að hraða rannsókn málsins, enda hafi það verið honum þungbært og valdið álitshnekki meðal vina og samlanda hans hér á landi. Maðurinn er sagður hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem hann hafi sætt vegna kynhneigðar sinnar og fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og hafi engin áform um að yfirgefa landið. Einnig kom fram í máli verjanda að maðurinn hafi fasta búsetu hér á landi ásamt sambýlismanni sínum, leggi stund á íslensku og hafi sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Með hliðsjón af því væri ekki talinn grundvöllur fyrir því að hefta ferðafrelsi hans líkt og lögregla hafi gert. Gert að tilkynna sig Með staðfestingu Landsréttar er manninum gert skylt að halda sig á Íslandi fram til 18. desember 2019 og tilkynna sig vikulega á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, á mánudögum milli klukkan 09:00 og 16:00. Dómsmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli undir rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. Fram kom í máli lögreglu fyrir dómi að rannsóknin á umræddu máli sé verulega umfangsmikil og flækjustig þess eigi sér fáa líka. Í málinu eru fimmtán aðilar sagðir hafa stöðu sakbornings og telur lögregla að maðurinn sé lykil sakborningur í málinu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Telur hann hafa stundað skipulögð brot Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi stundað umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverka- og hlutdeildarmenn. Hann er meðal annars grunaður um brot á lögum um útlendinga. Þau brot sem lögregla rannsaki kunni að varða allt að 12 ára fangelsi. Honum er gert að hafa gefið lögreglu upp rangt nafn og fæðingardag í tólf vikur og að hafa verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Rannsókn málsins er sögð langt komin en sé ekki lokið. Lögregla segir grun leika á því að allmargir erlendir ríkisborgarar hafi „hagnýtt sér kerfið um alþjóðlega vernd,“ eins og það er orðað í dómnum. Einstaklingarnir eru sakaðir um að hafa komið til landsins og haldið á lögreglustöð án sinna skilríkja og farsíma í því skyni að sækja um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum gefið upp röng nöfn og mismunandi fæðingardaga. Sumir hafi þannig fengið stöðu hér á landi með því að villa á sér heimildir í því skyni að útvega sér vinnu hér á landi og starfa undir fölskum forsendum. Lögregla segist nú rannsaka aðild umrædds manns að öllum þeim kennitölum sem fengnar hafi verið með slíkum hætti og skipulögðu smygli á fólki hingað til lands. „Þá sé ljóst að umfang tekna sóknaraðila hér á landi skipti tugum milljóna á u.þ.b. tveimur árum og virðist ekki vera í neinu samræmi við stöðu hans sem hælisleitanda hér á landi eða uppgefnar tekjur,“ kemur jafnframt fram í máli lögreglu.Sagður hafa haft tækifæri til að flýja land Í máli verjanda mannsins kom fram að vegna mistaka lögreglu hafi gleymst að framlengja farbannið tvisvar og í fimm daga í janúar á þessu ári, 33 í júlí og ágúst og að lokum einn dag í október hafi maðurinn ekki sætt farbanni af neinu tagi. Hann hafi því haft fjölmörg tækifæri til þess að koma sér úr landi og undan hugsanlegri málsókn en ekki látið af því. Í stað þess er hann sagður hafa reynt að þrýsta á lögreglustjóra um að hraða rannsókn málsins, enda hafi það verið honum þungbært og valdið álitshnekki meðal vina og samlanda hans hér á landi. Maðurinn er sagður hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem hann hafi sætt vegna kynhneigðar sinnar og fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og hafi engin áform um að yfirgefa landið. Einnig kom fram í máli verjanda að maðurinn hafi fasta búsetu hér á landi ásamt sambýlismanni sínum, leggi stund á íslensku og hafi sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Með hliðsjón af því væri ekki talinn grundvöllur fyrir því að hefta ferðafrelsi hans líkt og lögregla hafi gert. Gert að tilkynna sig Með staðfestingu Landsréttar er manninum gert skylt að halda sig á Íslandi fram til 18. desember 2019 og tilkynna sig vikulega á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, á mánudögum milli klukkan 09:00 og 16:00.
Dómsmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira