Vidal bjargaði Barcelona fyrir horn gegn botnliðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 23. nóvember 2019 14:00 Börsungar fagna sigurmarkinu. vísir/getty Barcelona er með þriggja stiga forkot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Leganes í dag á útivelli. Heimamenn í Leganes komust yfir á 12. mínútu er Youssef En-Nesyri skoraði með frábæru skoti. Óverjandi fyrir Marc-Andre Ter Stegen. Á áttundu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Luis Suarez metin eftir fyrirgjöf Lionel Messi. Ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki í það síðasta sem þessir vinna saman að marki. Sigurmarkið kom svo úr óvæntri átt en það skoraði Arturo Vidal ellefu mínútum fyrir leikslok. Eftir skoðun í VARsjánni var markið dæmt gott og gilt og tryggði Börsungum stigin þrjú.They left it late! Barcelona came from behind at bottom side Leganes to secure all three points.https://t.co/enSZIothW8pic.twitter.com/UwFOx3sGU2 — BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2019 Barcelona er með 28 stig á toppi deildarinnar en Real Madrid er í öðru sætinu. Madrídingar eiga þó leik til góða síðar í dag. Leganes er á botni deildarinnar með sex stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Spænski boltinn
Barcelona er með þriggja stiga forkot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Leganes í dag á útivelli. Heimamenn í Leganes komust yfir á 12. mínútu er Youssef En-Nesyri skoraði með frábæru skoti. Óverjandi fyrir Marc-Andre Ter Stegen. Á áttundu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Luis Suarez metin eftir fyrirgjöf Lionel Messi. Ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki í það síðasta sem þessir vinna saman að marki. Sigurmarkið kom svo úr óvæntri átt en það skoraði Arturo Vidal ellefu mínútum fyrir leikslok. Eftir skoðun í VARsjánni var markið dæmt gott og gilt og tryggði Börsungum stigin þrjú.They left it late! Barcelona came from behind at bottom side Leganes to secure all three points.https://t.co/enSZIothW8pic.twitter.com/UwFOx3sGU2 — BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2019 Barcelona er með 28 stig á toppi deildarinnar en Real Madrid er í öðru sætinu. Madrídingar eiga þó leik til góða síðar í dag. Leganes er á botni deildarinnar með sex stig, sjö stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti