Tsitsipas er sem stendur í 6. sæti heimslistans sem gefinn var út í ágústmánuði en hann gerði sér lítið fyrir og vann ATP mótið í síðustu viku.
ATP er samband atvinnumanna í tennis og blæs sambandið til mótaraðar þar sem þeir átta bestu hverju sinni keppa um gullið.
Þar vann Tsitsipas til gullverðlauna áður en hann hélt til Íslands. Á leið sinni í úrslitaleikinn hafði hann betur gegn Roger Federer.
Tsitsipas hefur hæst komist í 5. sæti heimslistans en fyrr á þessu ári komst hann meðal annars í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu.
Tennishöllin greindi frá heimsókn Tsitsipas á Facebook-síðu sinni í gær.
„Við vorum svo heppinn að fá góða heimsókn í dag. Stefanos Tsitsipas nr. 6 í heiminum í karlatennis, sem bara í síðustu viku vann ATP Tour Finals, (Meistaramót 8 bestu tennisspilara í heiminum) kíkti við hjá okkur og heilsaði upp á krakkana sem voru að æfa tennis í dag. Virkilega skemmtilega heimsókn hjá Stefano og gaman að hann skyldi heimsækja okkur að eigin frumkvæði svona óvænt,“ sagði á síðunni.