„Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 10:00 Fjölmiðlakonan Maria Ressa var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu. Vísir/Friðrik Þór Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira