„Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 10:00 Fjölmiðlakonan Maria Ressa var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu. Vísir/Friðrik Þór Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira