Tvítugur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 14:32 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira