Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 21:24 Köngulóin er með afar einkennandi rauðan díl á maganum. Mynd/Aðsend Eintak af svörtu ekkjunni, eitraðri könguló, gæti hafa fundist í vínberjapoka frá Kaliforníu sem keyptur var í verslun í Garðabæ. Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. Ekki hefur þó fengist staðfest að um sé að ræða umrædda tegund. „Við keyptum vínber fyrir tveimur dögum í Krónunni, græn vínber, og vorum búin að borða nokkur vínber úr pokanum í fyrradag og ætluðum svo að fá okkur fleiri í gærkvöldi,“ segir Jón Helgi Steingrímsson, einn kaupenda vínberjapokans, í samtali við Vísi. Kærustuparið Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson. Það var Anya sem kom fyrst auga á köngulóna.Mynd/Aðsend „Eftir að við skoluðum vínberin og settum í skál sá kærastan mín þessa könguló í vínberjunum og við fríkuðum aðeins út, við bjuggumst ekki við þessu. Síðan sá ég einmitt þetta rauða stundaglas á köngulónni, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Þá varð ég hræddur og setti lok yfir hana. Síðan settum við hana í glerglas og erum búin að vera að geyma hana þar síðan.“ Ekki hefur fengist staðfest að um sé að ræða eintak af svörtu ekkjunni, sem er eitruð. Á myndum sem teknar voru af köngulónni sést þó rauði depillinn, sem er í laginu eins og stundaglas og er eitt af einkennismerkjum tegundarinnar, nokkuð vel. Þá lýsir Jón því að köngulóin sé ekki ýkja stór - á stærð við rúman tíkall. Það kemur vissulega heim og saman við lýsingu á tegundinni sem finna má á Vísindavefnum. „Kvendýr L.macas (hinnar eiginlegu svörtu ekkju) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og oft með rauðan blett undir afturbolnum. Bletturinn er oft í laginu eins og stundaglas eða þá tveir rauðir dílar.“ Köngulónni var komið fyrir í krukku í snarhasti.Mynd/Aðsend Jón kveðst hafa sent ábendingu um köngulóna á Matvælastofnun en hefur ekki fengið svör við erindi sínu. „Við geymum hana þangað til við vitum hvað við eigum að gera.“ Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í áðurnefndri umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Hún notar öflugt eitur til að lama bráð sína, gerir leifturárás á bráðina og bítur snöggt í hana. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. „Þess má geta að eitur svörtu ekkjunnar er 15 sinnum öflugara en eitur skröltorms en sem betur fer er magnið margfalt minna,“ segir í umfjöllun á Vísindavefnum. Þá halda tegundir svörtu ekkjunnar til víða um heim: í Afríku, Suður- og Norður- Ameríku, sunnanverðri Evrópu, Norður-Afríku, miðausturlöndum og á miðbaugsvæðunum. Hér má sjá mynd af svartri ekkju sem fengin er af Getty. Rauða stundaglasið sést vel á maganum.Vísir/getty Ekki fer mörgum sögum af heimsóknum svörtu ekkjunnar hingað til lands. Árið 2017 greindi Morgunblaðið þó frá óvæntum laumufarþega upp úr fötu með portúgölskum bláberjum á heimili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svokölluð kranskónguló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju. Vísir hafði samband við Erling Ólafsson skordýrafræðing vegna málsins en hann var ekki til viðtals. Þá hefur Vísir einnig sent fyrirspurn um köngulóna á skordýrafræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Hér að neðan má sjá stutt myndband af hinni meintu svörtu ekkju sem fannst í vínberjapokanum. Og hér að neðan er svo annað enn styttra, af sömu könguló. Dýr Garðabær Skordýr Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Eintak af svörtu ekkjunni, eitraðri könguló, gæti hafa fundist í vínberjapoka frá Kaliforníu sem keyptur var í verslun í Garðabæ. Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. Ekki hefur þó fengist staðfest að um sé að ræða umrædda tegund. „Við keyptum vínber fyrir tveimur dögum í Krónunni, græn vínber, og vorum búin að borða nokkur vínber úr pokanum í fyrradag og ætluðum svo að fá okkur fleiri í gærkvöldi,“ segir Jón Helgi Steingrímsson, einn kaupenda vínberjapokans, í samtali við Vísi. Kærustuparið Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson. Það var Anya sem kom fyrst auga á köngulóna.Mynd/Aðsend „Eftir að við skoluðum vínberin og settum í skál sá kærastan mín þessa könguló í vínberjunum og við fríkuðum aðeins út, við bjuggumst ekki við þessu. Síðan sá ég einmitt þetta rauða stundaglas á köngulónni, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Þá varð ég hræddur og setti lok yfir hana. Síðan settum við hana í glerglas og erum búin að vera að geyma hana þar síðan.“ Ekki hefur fengist staðfest að um sé að ræða eintak af svörtu ekkjunni, sem er eitruð. Á myndum sem teknar voru af köngulónni sést þó rauði depillinn, sem er í laginu eins og stundaglas og er eitt af einkennismerkjum tegundarinnar, nokkuð vel. Þá lýsir Jón því að köngulóin sé ekki ýkja stór - á stærð við rúman tíkall. Það kemur vissulega heim og saman við lýsingu á tegundinni sem finna má á Vísindavefnum. „Kvendýr L.macas (hinnar eiginlegu svörtu ekkju) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og oft með rauðan blett undir afturbolnum. Bletturinn er oft í laginu eins og stundaglas eða þá tveir rauðir dílar.“ Köngulónni var komið fyrir í krukku í snarhasti.Mynd/Aðsend Jón kveðst hafa sent ábendingu um köngulóna á Matvælastofnun en hefur ekki fengið svör við erindi sínu. „Við geymum hana þangað til við vitum hvað við eigum að gera.“ Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í áðurnefndri umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Hún notar öflugt eitur til að lama bráð sína, gerir leifturárás á bráðina og bítur snöggt í hana. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. „Þess má geta að eitur svörtu ekkjunnar er 15 sinnum öflugara en eitur skröltorms en sem betur fer er magnið margfalt minna,“ segir í umfjöllun á Vísindavefnum. Þá halda tegundir svörtu ekkjunnar til víða um heim: í Afríku, Suður- og Norður- Ameríku, sunnanverðri Evrópu, Norður-Afríku, miðausturlöndum og á miðbaugsvæðunum. Hér má sjá mynd af svartri ekkju sem fengin er af Getty. Rauða stundaglasið sést vel á maganum.Vísir/getty Ekki fer mörgum sögum af heimsóknum svörtu ekkjunnar hingað til lands. Árið 2017 greindi Morgunblaðið þó frá óvæntum laumufarþega upp úr fötu með portúgölskum bláberjum á heimili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svokölluð kranskónguló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju. Vísir hafði samband við Erling Ólafsson skordýrafræðing vegna málsins en hann var ekki til viðtals. Þá hefur Vísir einnig sent fyrirspurn um köngulóna á skordýrafræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Hér að neðan má sjá stutt myndband af hinni meintu svörtu ekkju sem fannst í vínberjapokanum. Og hér að neðan er svo annað enn styttra, af sömu könguló.
Dýr Garðabær Skordýr Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira