Allir hrífast Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:30 Ballettinn á æfingu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hátíðarballettinn frá Pétursborg, St. Petersburg Festival Ballet, er staddur hér á landi. Í dag, laugardaginn 23. nóvember klukkan 14.00, verður þriðja sýning ballettsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Svanavatninu í Hörpu. Ballettflokkurinn, sem stofnaður var árið 2009, er á ferðlagi um átta mánuði ári og var síðast í Lettlandi og Lithaén og eftir sýningar hér á landi liggur leiðin til Finnlands. „Við erum hrifin af Íslandi og íslenskum áheyrendum, við höfum fengið mjög hlýjar móttökur,“ segir Irene Veres, framkvæmdastjóri dansflokksins. Þetta er í sjöunda sinn sem dansflokkurinn kemur til Íslands. Vinsælasti ballettinn Hljómsveitarstjórinn Vadim Nikitin segir Svanavatnið við tónlist Pjotr Tsjaíkovskíj vera vinsælasta ballett sögunnar. „Það felst alltaf viss áhætta í því að segja á svið Þyrnirós og Hnetubrjótinn en það er engin áhætta samfara því að setja Svanavatnið á svið því allir hrífast af verkinu.“ Irene framkvæmdastjóri og Vadim hljómsveitarstjóri.Fréttablaðið/Anton „Sagan, sem er full af töfrum, fjallar um ást og illsku. Hún er mjög sterk og allir tengja við hana og sömuleiðis hina dásamlegu tónlist Tsjaíkovskíj, “ segir Irene. Sagan segir af prinsessunni Odette sem illur galdramaður breytir í svan. Vitanlega kemur prins við sögu og galdramaðurinn leggur einnig álög á hann. Í lokin sameinast elskendurnir í dauðanum. Dásamleg hljómsveit Vadim og Irene eru spurð hvort viðtökur áhorfenda séu eins um allan heim eða ólíkar. „Þær eru mjög ólíkar,“ segir Vadim. „Í Kína situr fólk grafkyrrt og þögult og þessi mikla þögn verður til þess að maður heldur að því líki kannski ekki sýningin, en í lokin klappa áhorfendur og hrópa af ánægju. Í Japan finnur maður mjög greinilega að áhorfendur lifa sig inn í sýninguna og vilja vera hluti af henni og það sama á við um Ítali. Á Íslandi skynjar maður hrifningu áhorfenda þótt hér sé ekki balletthefð.“ Vadim ber mikið lof á Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Hljómsveitin er alveg dásamleg. Ég er að koma hingað í þriðja sinn og hlakkaði til að vinna með hljómsveitinni, því fylgir sönn ánægja. Hljóðfæraleikararnir eru vel undirbúnir og afar opnir. Þið getið sannarlega verið stolt af Sinfóníuhljómsveitinni ykkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hátíðarballettinn frá Pétursborg, St. Petersburg Festival Ballet, er staddur hér á landi. Í dag, laugardaginn 23. nóvember klukkan 14.00, verður þriðja sýning ballettsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Svanavatninu í Hörpu. Ballettflokkurinn, sem stofnaður var árið 2009, er á ferðlagi um átta mánuði ári og var síðast í Lettlandi og Lithaén og eftir sýningar hér á landi liggur leiðin til Finnlands. „Við erum hrifin af Íslandi og íslenskum áheyrendum, við höfum fengið mjög hlýjar móttökur,“ segir Irene Veres, framkvæmdastjóri dansflokksins. Þetta er í sjöunda sinn sem dansflokkurinn kemur til Íslands. Vinsælasti ballettinn Hljómsveitarstjórinn Vadim Nikitin segir Svanavatnið við tónlist Pjotr Tsjaíkovskíj vera vinsælasta ballett sögunnar. „Það felst alltaf viss áhætta í því að segja á svið Þyrnirós og Hnetubrjótinn en það er engin áhætta samfara því að setja Svanavatnið á svið því allir hrífast af verkinu.“ Irene framkvæmdastjóri og Vadim hljómsveitarstjóri.Fréttablaðið/Anton „Sagan, sem er full af töfrum, fjallar um ást og illsku. Hún er mjög sterk og allir tengja við hana og sömuleiðis hina dásamlegu tónlist Tsjaíkovskíj, “ segir Irene. Sagan segir af prinsessunni Odette sem illur galdramaður breytir í svan. Vitanlega kemur prins við sögu og galdramaðurinn leggur einnig álög á hann. Í lokin sameinast elskendurnir í dauðanum. Dásamleg hljómsveit Vadim og Irene eru spurð hvort viðtökur áhorfenda séu eins um allan heim eða ólíkar. „Þær eru mjög ólíkar,“ segir Vadim. „Í Kína situr fólk grafkyrrt og þögult og þessi mikla þögn verður til þess að maður heldur að því líki kannski ekki sýningin, en í lokin klappa áhorfendur og hrópa af ánægju. Í Japan finnur maður mjög greinilega að áhorfendur lifa sig inn í sýninguna og vilja vera hluti af henni og það sama á við um Ítali. Á Íslandi skynjar maður hrifningu áhorfenda þótt hér sé ekki balletthefð.“ Vadim ber mikið lof á Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Hljómsveitin er alveg dásamleg. Ég er að koma hingað í þriðja sinn og hlakkaði til að vinna með hljómsveitinni, því fylgir sönn ánægja. Hljóðfæraleikararnir eru vel undirbúnir og afar opnir. Þið getið sannarlega verið stolt af Sinfóníuhljómsveitinni ykkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira