Horfum til stjarnanna! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 24. nóvember 2019 09:00 Þrjár helstu birtingarmyndir ADHD eru athyglisbrestur, hvatvísi og ofvirkni. Þar undir leynast ótal undirflokkar. Sjálfur kýs ég að kalla þetta eiginleika, suma daga eiga þeir til að flækjast örlítið fyrir mér en nýtast mér til góðra verka aðra daga. Hér eru dæmi um eiginleika sem „athyglisbrestir“ kannast eflaust vel við:Ofurfókus (e. hyperfocus): Væntanlega kemur sumum spánskt fyrir sjónir að einhver með athyglisbrest geti haldið 150% athygli í ákveðnu verkefni. Þessi eiginleiki ADHD er þó vel þekktur og getur svo sannanlega nýst vel undir réttum kringumstæðum. Kannski er kúnstin að velja sér áreiti. Sjálfur nota ég gjarnan ákveðna tegund af tónlist eða sæki í hæfilegt skvaldur á kaffihúsi þar sem ég þekki hvert hljóð og þarf ekki að velta þeim frekar fyrir mér.Seigla: Auðvitað flækist ADHD fyrir manni af og til. Fyrir vikið erum við athyglisbrestirnir þaulvön að yfirstíga hindranir, finna nýjar leiðir og gera helst betur en upp var lagt með. Sterkir persónleikar: Stundum er sagt að við athyglisbrestir séum upp til hópa orkumiklir, skemmtilegir og fluggáfaðir einstaklingar. Ekki ætla ég að draga það í efa. Við gerum hiklaust grín að eigin mistökum, vitum enda manna best hversu fullkomnunarhugtakið er stórlega ofmetið. Fyrir vikið höfum við mögulega öðlast ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir manneskjunni sem býr innra með öllum. Þetta er eiginleiki sem skapar gott andrúmsloft og getur lýst upp daginn hjá öðrum.Örlæti og rík réttlætiskennd: Einstaklingur með ADHD má sjaldnast aumt sjá og vill hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður allt að vera innan skynsamlegra marka, en um leið gefum við mikið af okkur. Við þekkjum líka af eigin raun hvað það er að berjast móti straumnum, að vera öðruvísi og tökum iðulega upp hanskann fyrir aðra í svipaðri stöðu.Hugvitsöm og skapandi: Í stormi hugmyndaflugsins sér einstaklingur með ADHD gjarnan lausnir sem öðrum kæmi ekki til hugar. Einmitt þess vegna má finna í okkar hópi fjöldan allan af listamönnum, frumkvöðlum og hönnuðum sem blómstra í l starfi og leik. Allt fólk sem hugsar út fyrir kassann.Hvatvís og tökum áhættu: Að taka áhættu og láta slag standa er ekki öllum gefið. Auðvitað getur hvatvísin komið manni í koll, en stundum þarf að leggja undir til að ná árangri.Hreinskilin og hispurslaus: Einstaklingar með ADHD koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eflaust stuðar maður einhverja fyrir vikið en um leið er ótvíræður kostur að þeir sem umgangast athyglisbresti vita iðulega hvar þeir hafa þá.Samskipti: Fólk með ADHD á gjarnan auðvelt með samskipti við ólíka einstaklinga og hópa. Við erum fljót að átta okkur á aðstæðum og tengjum fólk saman.Stóra myndin: Athyglisbrestur er í raun rangnefni. Þessi eiginleiki ADHD snýst fyrst og fremstum að við tökum eftir öllu – og þá meina ég öllu! Þegar tekist er á við flókin verkefni finnst manni í fyrstu allt vera í einum graut. En á einhverjum tímapunkti er líkt og þyrla takist á loft – maður öðlast algera yfirsýn og skilning á ótrúlegust smáatriðum. Á þessari stundu er blessaður athyglisbresturinn eitthvert það besta verkfæri sem völ er á.„Öll liggjum við í ræsinu, en sum okkar horfa til stjarnanna“ skrifaði Oscar Wilde fyrir margt löngu. Frá því sjónarhorni er augljóst að við athyglisbrestirnir þurfum kannski fyrst og fremst að huga að eigin styrkleikum og leyfa þeim að blómstra. Ykkur hinum er velkomið að horfa í sömu átt, það gerir bara gott betra.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þrjár helstu birtingarmyndir ADHD eru athyglisbrestur, hvatvísi og ofvirkni. Þar undir leynast ótal undirflokkar. Sjálfur kýs ég að kalla þetta eiginleika, suma daga eiga þeir til að flækjast örlítið fyrir mér en nýtast mér til góðra verka aðra daga. Hér eru dæmi um eiginleika sem „athyglisbrestir“ kannast eflaust vel við:Ofurfókus (e. hyperfocus): Væntanlega kemur sumum spánskt fyrir sjónir að einhver með athyglisbrest geti haldið 150% athygli í ákveðnu verkefni. Þessi eiginleiki ADHD er þó vel þekktur og getur svo sannanlega nýst vel undir réttum kringumstæðum. Kannski er kúnstin að velja sér áreiti. Sjálfur nota ég gjarnan ákveðna tegund af tónlist eða sæki í hæfilegt skvaldur á kaffihúsi þar sem ég þekki hvert hljóð og þarf ekki að velta þeim frekar fyrir mér.Seigla: Auðvitað flækist ADHD fyrir manni af og til. Fyrir vikið erum við athyglisbrestirnir þaulvön að yfirstíga hindranir, finna nýjar leiðir og gera helst betur en upp var lagt með. Sterkir persónleikar: Stundum er sagt að við athyglisbrestir séum upp til hópa orkumiklir, skemmtilegir og fluggáfaðir einstaklingar. Ekki ætla ég að draga það í efa. Við gerum hiklaust grín að eigin mistökum, vitum enda manna best hversu fullkomnunarhugtakið er stórlega ofmetið. Fyrir vikið höfum við mögulega öðlast ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir manneskjunni sem býr innra með öllum. Þetta er eiginleiki sem skapar gott andrúmsloft og getur lýst upp daginn hjá öðrum.Örlæti og rík réttlætiskennd: Einstaklingur með ADHD má sjaldnast aumt sjá og vill hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður allt að vera innan skynsamlegra marka, en um leið gefum við mikið af okkur. Við þekkjum líka af eigin raun hvað það er að berjast móti straumnum, að vera öðruvísi og tökum iðulega upp hanskann fyrir aðra í svipaðri stöðu.Hugvitsöm og skapandi: Í stormi hugmyndaflugsins sér einstaklingur með ADHD gjarnan lausnir sem öðrum kæmi ekki til hugar. Einmitt þess vegna má finna í okkar hópi fjöldan allan af listamönnum, frumkvöðlum og hönnuðum sem blómstra í l starfi og leik. Allt fólk sem hugsar út fyrir kassann.Hvatvís og tökum áhættu: Að taka áhættu og láta slag standa er ekki öllum gefið. Auðvitað getur hvatvísin komið manni í koll, en stundum þarf að leggja undir til að ná árangri.Hreinskilin og hispurslaus: Einstaklingar með ADHD koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eflaust stuðar maður einhverja fyrir vikið en um leið er ótvíræður kostur að þeir sem umgangast athyglisbresti vita iðulega hvar þeir hafa þá.Samskipti: Fólk með ADHD á gjarnan auðvelt með samskipti við ólíka einstaklinga og hópa. Við erum fljót að átta okkur á aðstæðum og tengjum fólk saman.Stóra myndin: Athyglisbrestur er í raun rangnefni. Þessi eiginleiki ADHD snýst fyrst og fremstum að við tökum eftir öllu – og þá meina ég öllu! Þegar tekist er á við flókin verkefni finnst manni í fyrstu allt vera í einum graut. En á einhverjum tímapunkti er líkt og þyrla takist á loft – maður öðlast algera yfirsýn og skilning á ótrúlegust smáatriðum. Á þessari stundu er blessaður athyglisbresturinn eitthvert það besta verkfæri sem völ er á.„Öll liggjum við í ræsinu, en sum okkar horfa til stjarnanna“ skrifaði Oscar Wilde fyrir margt löngu. Frá því sjónarhorni er augljóst að við athyglisbrestirnir þurfum kannski fyrst og fremst að huga að eigin styrkleikum og leyfa þeim að blómstra. Ykkur hinum er velkomið að horfa í sömu átt, það gerir bara gott betra.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun