Horfum til stjarnanna! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 24. nóvember 2019 09:00 Þrjár helstu birtingarmyndir ADHD eru athyglisbrestur, hvatvísi og ofvirkni. Þar undir leynast ótal undirflokkar. Sjálfur kýs ég að kalla þetta eiginleika, suma daga eiga þeir til að flækjast örlítið fyrir mér en nýtast mér til góðra verka aðra daga. Hér eru dæmi um eiginleika sem „athyglisbrestir“ kannast eflaust vel við:Ofurfókus (e. hyperfocus): Væntanlega kemur sumum spánskt fyrir sjónir að einhver með athyglisbrest geti haldið 150% athygli í ákveðnu verkefni. Þessi eiginleiki ADHD er þó vel þekktur og getur svo sannanlega nýst vel undir réttum kringumstæðum. Kannski er kúnstin að velja sér áreiti. Sjálfur nota ég gjarnan ákveðna tegund af tónlist eða sæki í hæfilegt skvaldur á kaffihúsi þar sem ég þekki hvert hljóð og þarf ekki að velta þeim frekar fyrir mér.Seigla: Auðvitað flækist ADHD fyrir manni af og til. Fyrir vikið erum við athyglisbrestirnir þaulvön að yfirstíga hindranir, finna nýjar leiðir og gera helst betur en upp var lagt með. Sterkir persónleikar: Stundum er sagt að við athyglisbrestir séum upp til hópa orkumiklir, skemmtilegir og fluggáfaðir einstaklingar. Ekki ætla ég að draga það í efa. Við gerum hiklaust grín að eigin mistökum, vitum enda manna best hversu fullkomnunarhugtakið er stórlega ofmetið. Fyrir vikið höfum við mögulega öðlast ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir manneskjunni sem býr innra með öllum. Þetta er eiginleiki sem skapar gott andrúmsloft og getur lýst upp daginn hjá öðrum.Örlæti og rík réttlætiskennd: Einstaklingur með ADHD má sjaldnast aumt sjá og vill hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður allt að vera innan skynsamlegra marka, en um leið gefum við mikið af okkur. Við þekkjum líka af eigin raun hvað það er að berjast móti straumnum, að vera öðruvísi og tökum iðulega upp hanskann fyrir aðra í svipaðri stöðu.Hugvitsöm og skapandi: Í stormi hugmyndaflugsins sér einstaklingur með ADHD gjarnan lausnir sem öðrum kæmi ekki til hugar. Einmitt þess vegna má finna í okkar hópi fjöldan allan af listamönnum, frumkvöðlum og hönnuðum sem blómstra í l starfi og leik. Allt fólk sem hugsar út fyrir kassann.Hvatvís og tökum áhættu: Að taka áhættu og láta slag standa er ekki öllum gefið. Auðvitað getur hvatvísin komið manni í koll, en stundum þarf að leggja undir til að ná árangri.Hreinskilin og hispurslaus: Einstaklingar með ADHD koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eflaust stuðar maður einhverja fyrir vikið en um leið er ótvíræður kostur að þeir sem umgangast athyglisbresti vita iðulega hvar þeir hafa þá.Samskipti: Fólk með ADHD á gjarnan auðvelt með samskipti við ólíka einstaklinga og hópa. Við erum fljót að átta okkur á aðstæðum og tengjum fólk saman.Stóra myndin: Athyglisbrestur er í raun rangnefni. Þessi eiginleiki ADHD snýst fyrst og fremstum að við tökum eftir öllu – og þá meina ég öllu! Þegar tekist er á við flókin verkefni finnst manni í fyrstu allt vera í einum graut. En á einhverjum tímapunkti er líkt og þyrla takist á loft – maður öðlast algera yfirsýn og skilning á ótrúlegust smáatriðum. Á þessari stundu er blessaður athyglisbresturinn eitthvert það besta verkfæri sem völ er á.„Öll liggjum við í ræsinu, en sum okkar horfa til stjarnanna“ skrifaði Oscar Wilde fyrir margt löngu. Frá því sjónarhorni er augljóst að við athyglisbrestirnir þurfum kannski fyrst og fremst að huga að eigin styrkleikum og leyfa þeim að blómstra. Ykkur hinum er velkomið að horfa í sömu átt, það gerir bara gott betra.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þrjár helstu birtingarmyndir ADHD eru athyglisbrestur, hvatvísi og ofvirkni. Þar undir leynast ótal undirflokkar. Sjálfur kýs ég að kalla þetta eiginleika, suma daga eiga þeir til að flækjast örlítið fyrir mér en nýtast mér til góðra verka aðra daga. Hér eru dæmi um eiginleika sem „athyglisbrestir“ kannast eflaust vel við:Ofurfókus (e. hyperfocus): Væntanlega kemur sumum spánskt fyrir sjónir að einhver með athyglisbrest geti haldið 150% athygli í ákveðnu verkefni. Þessi eiginleiki ADHD er þó vel þekktur og getur svo sannanlega nýst vel undir réttum kringumstæðum. Kannski er kúnstin að velja sér áreiti. Sjálfur nota ég gjarnan ákveðna tegund af tónlist eða sæki í hæfilegt skvaldur á kaffihúsi þar sem ég þekki hvert hljóð og þarf ekki að velta þeim frekar fyrir mér.Seigla: Auðvitað flækist ADHD fyrir manni af og til. Fyrir vikið erum við athyglisbrestirnir þaulvön að yfirstíga hindranir, finna nýjar leiðir og gera helst betur en upp var lagt með. Sterkir persónleikar: Stundum er sagt að við athyglisbrestir séum upp til hópa orkumiklir, skemmtilegir og fluggáfaðir einstaklingar. Ekki ætla ég að draga það í efa. Við gerum hiklaust grín að eigin mistökum, vitum enda manna best hversu fullkomnunarhugtakið er stórlega ofmetið. Fyrir vikið höfum við mögulega öðlast ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir manneskjunni sem býr innra með öllum. Þetta er eiginleiki sem skapar gott andrúmsloft og getur lýst upp daginn hjá öðrum.Örlæti og rík réttlætiskennd: Einstaklingur með ADHD má sjaldnast aumt sjá og vill hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður allt að vera innan skynsamlegra marka, en um leið gefum við mikið af okkur. Við þekkjum líka af eigin raun hvað það er að berjast móti straumnum, að vera öðruvísi og tökum iðulega upp hanskann fyrir aðra í svipaðri stöðu.Hugvitsöm og skapandi: Í stormi hugmyndaflugsins sér einstaklingur með ADHD gjarnan lausnir sem öðrum kæmi ekki til hugar. Einmitt þess vegna má finna í okkar hópi fjöldan allan af listamönnum, frumkvöðlum og hönnuðum sem blómstra í l starfi og leik. Allt fólk sem hugsar út fyrir kassann.Hvatvís og tökum áhættu: Að taka áhættu og láta slag standa er ekki öllum gefið. Auðvitað getur hvatvísin komið manni í koll, en stundum þarf að leggja undir til að ná árangri.Hreinskilin og hispurslaus: Einstaklingar með ADHD koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eflaust stuðar maður einhverja fyrir vikið en um leið er ótvíræður kostur að þeir sem umgangast athyglisbresti vita iðulega hvar þeir hafa þá.Samskipti: Fólk með ADHD á gjarnan auðvelt með samskipti við ólíka einstaklinga og hópa. Við erum fljót að átta okkur á aðstæðum og tengjum fólk saman.Stóra myndin: Athyglisbrestur er í raun rangnefni. Þessi eiginleiki ADHD snýst fyrst og fremstum að við tökum eftir öllu – og þá meina ég öllu! Þegar tekist er á við flókin verkefni finnst manni í fyrstu allt vera í einum graut. En á einhverjum tímapunkti er líkt og þyrla takist á loft – maður öðlast algera yfirsýn og skilning á ótrúlegust smáatriðum. Á þessari stundu er blessaður athyglisbresturinn eitthvert það besta verkfæri sem völ er á.„Öll liggjum við í ræsinu, en sum okkar horfa til stjarnanna“ skrifaði Oscar Wilde fyrir margt löngu. Frá því sjónarhorni er augljóst að við athyglisbrestirnir þurfum kannski fyrst og fremst að huga að eigin styrkleikum og leyfa þeim að blómstra. Ykkur hinum er velkomið að horfa í sömu átt, það gerir bara gott betra.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun