Tuttugu mánuðir á launum eftir starfslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:02 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri. Þjóðkirkjan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri.
Þjóðkirkjan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira