Vilja ræða við eigendur Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 19:53 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann er einn stærsti eigandi félagsins. Vísir/vilhelm Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira
Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira
Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24
Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28