Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 21:28 Hage Geingob, forseti Namibíu. EPA/NIC BOTHMA Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. Namibíski vefmiðillinn Namibian fjallaðu um kosningafundinn, sem var sá síðasti fyrir kosningarnar í Namibíu sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Á fundinum tilkynnti hann að hann hefi fyrirskipað starfandi sjávarútvegsráðherra Namibíu að gera úttekt á stjórn fiskveiða í landinu. Þá gagnrýndi hann fjölmiðla í Namibía fyrir að hafa einblínt á þá sem sagðir eru hafa þegið mútur í Samherjamálinu. Hvatti hann Namibíu-búa og fjölmiðla þar í landi til að setja kastljósið á þá sem sagðir eru hafa mútað þeim sem eiga að hafa þegið mútur.“They are talking about people being corrupt, but they are not talking about the corrupters. Where does the money comes from?” Geingob questioned, adding that the Icelanders should also investigate corruption in their own country. pic.twitter.com/blPXq7J30t — The Namibian (@TheNamibian) November 23, 2019 „Ísland er að ráðast á okkur. Í stað þess á að tala um þá sem spilla, hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi. En sökin er sett á hin „spilltu Afríkuríki“,“ sagði Geingob á fjölmennum kosningafundi en ummæli hans um Ísland má heyra á upphafsmínútum myndbandsins hér að neðan. Geingob bætist því hóp þeirra sem gagnrýnt hafa þá sem sagt hafa rót vandans í Samherjamálinu vera veikt stjórnkerfi í Namibíu, líkt og haft var eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í breska fjölmiðlinum Guardian. Þar sagði hann að hið undirliggjandi vandamál í málinu væri veik og spillt ríkisstjórn. Í fjölmiðlum í Namibíu er Geingob sagður hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að rannsaka spillingu hér á landi, auk þess sem forsetinn setti spurningamerki við tímasetningu umfjöllunarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu, svo skömmu fyrir kosningar þar í landi.Í umfjöllun Namibia Economist um kosningarnar í Namibíu segir að ólíklegt sé að Samherjamálið muni hafa mikil áhrif á fylgi SWAPO-flokksins, sem hefur stýrt gangi máli þar í landi frá því að Namibía öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. Namibíski vefmiðillinn Namibian fjallaðu um kosningafundinn, sem var sá síðasti fyrir kosningarnar í Namibíu sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Á fundinum tilkynnti hann að hann hefi fyrirskipað starfandi sjávarútvegsráðherra Namibíu að gera úttekt á stjórn fiskveiða í landinu. Þá gagnrýndi hann fjölmiðla í Namibía fyrir að hafa einblínt á þá sem sagðir eru hafa þegið mútur í Samherjamálinu. Hvatti hann Namibíu-búa og fjölmiðla þar í landi til að setja kastljósið á þá sem sagðir eru hafa mútað þeim sem eiga að hafa þegið mútur.“They are talking about people being corrupt, but they are not talking about the corrupters. Where does the money comes from?” Geingob questioned, adding that the Icelanders should also investigate corruption in their own country. pic.twitter.com/blPXq7J30t — The Namibian (@TheNamibian) November 23, 2019 „Ísland er að ráðast á okkur. Í stað þess á að tala um þá sem spilla, hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi. En sökin er sett á hin „spilltu Afríkuríki“,“ sagði Geingob á fjölmennum kosningafundi en ummæli hans um Ísland má heyra á upphafsmínútum myndbandsins hér að neðan. Geingob bætist því hóp þeirra sem gagnrýnt hafa þá sem sagt hafa rót vandans í Samherjamálinu vera veikt stjórnkerfi í Namibíu, líkt og haft var eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í breska fjölmiðlinum Guardian. Þar sagði hann að hið undirliggjandi vandamál í málinu væri veik og spillt ríkisstjórn. Í fjölmiðlum í Namibíu er Geingob sagður hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að rannsaka spillingu hér á landi, auk þess sem forsetinn setti spurningamerki við tímasetningu umfjöllunarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu, svo skömmu fyrir kosningar þar í landi.Í umfjöllun Namibia Economist um kosningarnar í Namibíu segir að ólíklegt sé að Samherjamálið muni hafa mikil áhrif á fylgi SWAPO-flokksins, sem hefur stýrt gangi máli þar í landi frá því að Namibía öðlaðist sjálfstæði árið 1990.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira