150 þúsund hafa pantað nýjan rafpallbíl Tesla á tveimur dögum 23. nóvember 2019 22:45 Elon Musk drekkur í sig fagnaðarlætin eftir að Cybertruck var afhjúpaður. Getty/ FREDERIC J. BROWN Elon Musk, forstjóri Teslu, segir að fyrirtækinu hafi borist 150 þúsund pantanir á rafpallbíl fyrirtækisins sem kynntur var á fimmtudaginn. Bíllinn, sem nefnist Cybertruck, var kynntur með mikilli viðhöfn en rafpallbíllinn hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjulegt og framtíðarlegt útlit. Er hann klæddur ryðfríu stáli og líkist helst „brynvörðum framtíðarbíl,“ líkt og greinandi Guardian orðaði það er bíllinn var kynntur. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði. Bendir Musk á að pantanirnar 150 þúsund hafi borist fyrirtækinu þrátt fyrir að bíllinn hafi ekkert verið formlega auglýstur.With no advertising & no paid endorsement — Elon Musk (@elonmusk) November 23, 2019 Ef marka má kynninguna á fimmtudaginn þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Greinendur á markaði segja ljóst að kynningin hafi vakið mikla athygli þó þeir setji spurningamerki við hönnun bílsins, segja þeir óvíst hvort að hún muni höfða til fjöldans. Kynningu bílsins verður líklega helst minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar. Bílar Tesla Tengdar fréttir Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. 22. nóvember 2019 06:56 Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Elon Musk, forstjóri Teslu, segir að fyrirtækinu hafi borist 150 þúsund pantanir á rafpallbíl fyrirtækisins sem kynntur var á fimmtudaginn. Bíllinn, sem nefnist Cybertruck, var kynntur með mikilli viðhöfn en rafpallbíllinn hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjulegt og framtíðarlegt útlit. Er hann klæddur ryðfríu stáli og líkist helst „brynvörðum framtíðarbíl,“ líkt og greinandi Guardian orðaði það er bíllinn var kynntur. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði. Bendir Musk á að pantanirnar 150 þúsund hafi borist fyrirtækinu þrátt fyrir að bíllinn hafi ekkert verið formlega auglýstur.With no advertising & no paid endorsement — Elon Musk (@elonmusk) November 23, 2019 Ef marka má kynninguna á fimmtudaginn þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Greinendur á markaði segja ljóst að kynningin hafi vakið mikla athygli þó þeir setji spurningamerki við hönnun bílsins, segja þeir óvíst hvort að hún muni höfða til fjöldans. Kynningu bílsins verður líklega helst minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar.
Bílar Tesla Tengdar fréttir Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. 22. nóvember 2019 06:56 Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. 22. nóvember 2019 06:56
Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00