Skáldsagnarstórflóð og aukinn lestur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:00 Þyngsta bókin á Bókamessunni í ár vegur tvö komma þrjú kíló og fjallar um Síldarárin. Óvenju mörg skáldverk koma út í ár og tilkynnt var um sölu á milljónustu bókinni hjá höfundi. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir að aðsóknin á þessa níundu Bókamessu sem haldin hefur verið hér á landi hafi verið afar góð í Hörpunni um helgina. Mikil gróska einkenni bókaútgáfu í ár. „Það er mikil aukning í skáldsögum fyrir fullorðna en í ár eru 21% fleiri titlar fegnir út en í fyrra. Það eru 50% fleiri ljóðabækur en í fyrra og ríflega 40% fleiri skáldsögur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og um helmingur af þeim bókum er skrifaður af íslenskum höfundum. Það má í raun kalla þetta skáldsagnarstórflóð. Aðspurð um hvað skýri þessa aukningu segir Bryndís: „Ætli ég bendi ekki á Háskóla Íslands en nú er byrjað að kenna fólki að skrifa en áður fóru höfundar meira í Bókmenntafræði. Þá er ungt fólk að lesa og skrifa mikið og er áhugasamt um tungumálið,“ segir Bryndís. Aukning á lestri Bryndís segir sérstakt fagnaðarefni að lestur hafi aukist. „Í könnun sem Miðstöð íslenskra bókmennta gerði fyrir stuttu síðan kom í ljós að Íslendingar lesa að meðaltali 2,3 bækur á mánuði en lásu um tvær bækur í síðustu könnun sem gerð var fyrir tveimur árum. Meðal höfunda sem var að kynna nýja bók á Bókamessunni var Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur sem gefur í ár út bókina Hvíti dauðiMilljónasta bókin Meðal höfunda sem var að kynna nýja bók á Bókamessunni var Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur sem gefur í ár út bókina Hvíti dauði. Hann fagnaði því að milljónasta bókin hans hefur nú selst miðað við sölutölur frá ýmsum löndum þar sem bækur hans hafa komið út. „Það hefur verið gaman að sjá hversu margir hafa komið hingað um helgina. Bókin lifir greinilega ennþá góðu lífi,“ sagði Ragnar Jónasson. Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur kynnti tvær nýjar bækur eða Stúfur hættir að vera Jólasveinn og Fjölskyldubók um frið og ró. Hún sagði afar ánægjulegt hvað krakkar lesi mikið í dag.Fagnaðarefni hvað krakkar lesa mikið Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur kynnti tvær nýjar bækur eða Stúfur hættir að vera Jólasveinn og Fjölskyldubók um frið og ró. Hún sagði afar ánægjulegt hvað krakkar lesi mikið í dag. „Það er greinilegt að fólk er mjög áhugasamt um bókmenntir bæði börn og fullorðnir. Íslenskir krakka vilja lesa og við þurfum að gefa út mjög fjölbreyttar og mikið af bókum fyrir krakka því það er svo margt annað sem þau hafa áhuga á. Það er alveg frábært að sjá hversu margir eru að gefa út barnabækur fyrir þessi jól,“ segir Eva Rún. Páll Baldvin Baldvinsson höfundur Síldaráranna 1867-1969 var á Bókamessu í dag þar sem farið er yfir síldarævintýrið í sögu þjóðarinnar í máli og myndum.Fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífinu Páll Baldvin Baldvinsson höfundur Síldaráranna 1867-1969 var á Bókamessu í dag þar sem farið er yfir síldarævintýrið í sögu þjóðarinnar í máli og myndum. Aðspurður um hvað væri nú markverðast í bókinni sagði Páll: „Markverðast er náttúrulega hvað fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífinu. Þá breytti síldin miklu í íslensku þjóðlífi. Byggðin varð til í kringum hana allt í kringum landið. Hún skóp hluta af borgarastéttinni þá sem áttu fjármagn til að byggja skip og halda þeim út til veiða. Fyrir utan það að það voru Norðmenn, Svíar, Þjóðverjar og Bretar sem græddu á henni um leið.“ segir Páll.Kristján Freyr Halldórsspn bókaútefandi hjá Sögum kynnti þrjá nýja höfunda til sögunnar á Bókamessu í ár.Þrír nýjir höfundar hjá Sögum Kristján Freyr Halldórsspn bókaútefandi hjá Sögum kynnti þrjá nýja höfunda til sögunnar á Bókamessu í ár. „Við erum með bók eftir Björgvin Pál Gústafsson, Án filters, sem hefur fengið mikið lof. Þá er hér fyrsta ljóðabókin eftir Braga Pál, Austur, sem er hressandi lesning fyrir jólin og svo erum við með nýjan barnabókahöfund Hildi Loftsdóttur sem skrifar bókina, Eyðieyjan:Urr, öskur, fótur og fit, sem er virkilega spennandi bók fyrir alla aldurshópa,“ segir Kristján. Upplestur á Bókamessu Bókmenntir Menning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þyngsta bókin á Bókamessunni í ár vegur tvö komma þrjú kíló og fjallar um Síldarárin. Óvenju mörg skáldverk koma út í ár og tilkynnt var um sölu á milljónustu bókinni hjá höfundi. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir að aðsóknin á þessa níundu Bókamessu sem haldin hefur verið hér á landi hafi verið afar góð í Hörpunni um helgina. Mikil gróska einkenni bókaútgáfu í ár. „Það er mikil aukning í skáldsögum fyrir fullorðna en í ár eru 21% fleiri titlar fegnir út en í fyrra. Það eru 50% fleiri ljóðabækur en í fyrra og ríflega 40% fleiri skáldsögur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og um helmingur af þeim bókum er skrifaður af íslenskum höfundum. Það má í raun kalla þetta skáldsagnarstórflóð. Aðspurð um hvað skýri þessa aukningu segir Bryndís: „Ætli ég bendi ekki á Háskóla Íslands en nú er byrjað að kenna fólki að skrifa en áður fóru höfundar meira í Bókmenntafræði. Þá er ungt fólk að lesa og skrifa mikið og er áhugasamt um tungumálið,“ segir Bryndís. Aukning á lestri Bryndís segir sérstakt fagnaðarefni að lestur hafi aukist. „Í könnun sem Miðstöð íslenskra bókmennta gerði fyrir stuttu síðan kom í ljós að Íslendingar lesa að meðaltali 2,3 bækur á mánuði en lásu um tvær bækur í síðustu könnun sem gerð var fyrir tveimur árum. Meðal höfunda sem var að kynna nýja bók á Bókamessunni var Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur sem gefur í ár út bókina Hvíti dauðiMilljónasta bókin Meðal höfunda sem var að kynna nýja bók á Bókamessunni var Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur sem gefur í ár út bókina Hvíti dauði. Hann fagnaði því að milljónasta bókin hans hefur nú selst miðað við sölutölur frá ýmsum löndum þar sem bækur hans hafa komið út. „Það hefur verið gaman að sjá hversu margir hafa komið hingað um helgina. Bókin lifir greinilega ennþá góðu lífi,“ sagði Ragnar Jónasson. Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur kynnti tvær nýjar bækur eða Stúfur hættir að vera Jólasveinn og Fjölskyldubók um frið og ró. Hún sagði afar ánægjulegt hvað krakkar lesi mikið í dag.Fagnaðarefni hvað krakkar lesa mikið Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur kynnti tvær nýjar bækur eða Stúfur hættir að vera Jólasveinn og Fjölskyldubók um frið og ró. Hún sagði afar ánægjulegt hvað krakkar lesi mikið í dag. „Það er greinilegt að fólk er mjög áhugasamt um bókmenntir bæði börn og fullorðnir. Íslenskir krakka vilja lesa og við þurfum að gefa út mjög fjölbreyttar og mikið af bókum fyrir krakka því það er svo margt annað sem þau hafa áhuga á. Það er alveg frábært að sjá hversu margir eru að gefa út barnabækur fyrir þessi jól,“ segir Eva Rún. Páll Baldvin Baldvinsson höfundur Síldaráranna 1867-1969 var á Bókamessu í dag þar sem farið er yfir síldarævintýrið í sögu þjóðarinnar í máli og myndum.Fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífinu Páll Baldvin Baldvinsson höfundur Síldaráranna 1867-1969 var á Bókamessu í dag þar sem farið er yfir síldarævintýrið í sögu þjóðarinnar í máli og myndum. Aðspurður um hvað væri nú markverðast í bókinni sagði Páll: „Markverðast er náttúrulega hvað fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífinu. Þá breytti síldin miklu í íslensku þjóðlífi. Byggðin varð til í kringum hana allt í kringum landið. Hún skóp hluta af borgarastéttinni þá sem áttu fjármagn til að byggja skip og halda þeim út til veiða. Fyrir utan það að það voru Norðmenn, Svíar, Þjóðverjar og Bretar sem græddu á henni um leið.“ segir Páll.Kristján Freyr Halldórsspn bókaútefandi hjá Sögum kynnti þrjá nýja höfunda til sögunnar á Bókamessu í ár.Þrír nýjir höfundar hjá Sögum Kristján Freyr Halldórsspn bókaútefandi hjá Sögum kynnti þrjá nýja höfunda til sögunnar á Bókamessu í ár. „Við erum með bók eftir Björgvin Pál Gústafsson, Án filters, sem hefur fengið mikið lof. Þá er hér fyrsta ljóðabókin eftir Braga Pál, Austur, sem er hressandi lesning fyrir jólin og svo erum við með nýjan barnabókahöfund Hildi Loftsdóttur sem skrifar bókina, Eyðieyjan:Urr, öskur, fótur og fit, sem er virkilega spennandi bók fyrir alla aldurshópa,“ segir Kristján. Upplestur á Bókamessu
Bókmenntir Menning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira